Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Eftir annars ágætan vinnudag snemma í janúar keyrði ég heim og spjallaði við mömmu í símann á meðan. Aðalgatan um Vatnsenda var lokuð þennan dag og var mín gata hjáleið. Þar að leiðandi kom ég öfugu megin að blokkinni okkar. Ég veit ekki hvort ófarir mínar þennan dag hafi verið hjáleiðinni eða því að ég var að tala í símann að kenna. En það skal einnig tekið fram að það var mjög mikið frost. Þegar ég kom að bílastæðahúsinu hóf ég að þrýsta á opnarann eins og vitlaus kona en allt kom fyrir ekki hurðin opnaðist ekki . Þar sem mamma var á línunni lá best við að segja það upphátt við hana. Við vorum sammála um að þetta hlyti að vera frosið. Því keyrði ég upp að blokkinni og lagði þar. Ég var ánægð að sjá hve fallegir háir steinar voru komnir fyrir utan blokkina og enn ánægðri þegar ég sá fallegu motturnar og blómin fyrir utan hjá okkur og nágrönnum okkar. Ég hugsaði með mér voða hefur Ásdís við hliðina verið sæt að kaupa eins mottur fyrir okkur báðar. Þá tók ég í húninn en það var læst. Hmm þetta fannst mér nú skrítið af hverju ætti Erling að hafa læst hurðinni. Þá tek ég lykilinn upp og reyni að troða honum í skráargatið, ég furðaði mig á þessu nokkra stund. En LOKSINS áttaði ég mig, enn með mömmu í símanum, já ég var í vitlausri blokk. Eldrauð í framan dauðfegin því að enginn hafi séð mig settist ég upp í bíl og keyrði að blokkinni fyrir aftan. Minni blokk.

d.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Erling er búinn að vera í fæðingarorlofi síðan í desember. Dag einn í byrjun janúar setti ég í þvottavél áður en ég fór í vinnu. Ég setti hana þó ekki í gang því mér datt í hug að eitthvað gæti verið inni hjá Katrínu Ýri sem mætti fara með. Ég fór því til Erlings og sagði honum að ég hefði sett í vél sem væri ekki farin í gang þar sem ég héldi kannski að eitthvað fleira gæti farið með. Þegar ég kom heim úr vinnu spurði ég út í þvottinn. Það stendur ekki á svari og Erling bendir stoltur á þvottinn samanbrotinn á sófanum. Eitthvað höfðu skilaboðin skolast til þennan ágæta morgun, því þegar ég ætlaði að ganga frá fötunum sá ég að þau voru öll í blettum. Hann hafði sem sagt tekið þvottinn og hent honum beint í þurrkarann án þess að þvo hann! Þegar ég spurði hvort hann hefði ekki fattað þetta þar sem allt hefur verið þurrt viðkomu, nei nei hann var viss um að við værum með svona hrikalega góða þeytivindu;)

d.