Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Ein saga á dag kemur skapinu í lag;) Tek þig á orðinu Ýr.
Þegar ég kom heim eftir fyrsta vinnudaginn minn var ég ósköp þreytt. Ég opnaði bílageymsluna horfði svo á stæðin og gat ómögulega munað hvaða stæði ég ætti (það skal tekið fram að bílageymslan er ekki stór). Ég lagði síðan bara og fór upp og lagði mig.
Ég er viss um að Audi eigandinn sem stæðið átti hafi blótað mér í sand og ösku þegar hann daginn eftir neyddist til að fara út í frosti og byl heilum 10 mínútum fyrr til að skafa og afþýða bílinn sinn. Núna veit ég að stæðið okkar er beint á móti inngangnum, ég vissi bara ekki að maður þyrfti kennileiti í svona lítið bílskýli.

d.

mánudagur, janúar 30, 2006

Jæja held að ég verði bara að blogga. Get ekki haft janúar algjörlega blogglausan! Ég hef bara verið alveg hrikalega upptekin á þessu ári. Ég er byrjuð að vinna og Katrín Ýr krúttskott í aðlögun á leikskóla.
Annars á ég nokkrar góðar janúarsögur handa ykkur:
  1. lagt í vitlaust stæði
  2. sett þurrt í þurrkara
  3. farið í vitlaust hús
  4. keyrt yfir gítarinn
  5. pilsið girt

Hvaða sögu má bjóða ykkur fyrst?

d.