Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

mánudagur, desember 12, 2005

Það eru glænýjar myndir á síðunni hjá frumburðinum!

sunnudagur, desember 11, 2005

þriðji í aðventu í dag, Unnur Birna varð ungfrú heimur í gær og hvað ætli beri hæst á morgun?
Þegar jólin nálgast finnst mér ég heppin að fá að eyða þeim í faðmi fjölskyldu og vina. Fyrir 10 árum eyddi ég hátíðunum með þáverandi Au-pair fjölskldu minni í Köln í Þýskalandi. Það var ótrúleg reynsla og ótrúlegt hvað maður saknaði allra litlu hlutanna að heiman. Á aðfangadag klæddi fólk sig td ekkert endilega í sitt fínasta púss. Við fórum í kirkju og þangað var fólk mætt í skrautlegu úpunum sínum, mjög skrítið. Sem betur fer hljómuðu sömu lögin þó sungið væri á öðru tungumáli. Það var hvorki hamborgarhryggur né rjúpur í jólamatinn. Þess í stað var nauta-fondue. Á jóladag kom svo Erla vinkona mín hún bjó í litlum bæ nokkra klukkutíma frá Köln. Hún kom með hangikjötsbita með sér sem við geymdum. Um kvöldið grilluðum við okkur kjúkling og mig minnir að við höfum farið á pöbb um kvöldið. Við vorum bara ánægðar með þetta. Við skemmtum okkur vel en það var svo skrítið að einhvernveginn komu jólin ekki þetta árið. Það var líkt og almanakið hefði hlaupið yfir þau. Þetta var þó skemmtileg reynsla sem gleymist seint.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Eruð þið komin í jólaskap? Búin að skreyta, baka, þrífa, skrifa jólakort og kaupa jólagjafir?
Þetta er að koma á þessum bænum en bara svona hægt og hægt. Erum búin að taka mynd fyrir jólakortin eitthvað er búið að skreyta núna annars er þetta bara svona í rólegheitunum.
Ég nenni ekki að vera stressa mig jólin koma og verða alltaf jafn yndisleg

d.