Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Ótrúlegt hvað fæðingarorlofið mitt og fyrsta ár dóttur minnar er búið að líða hratt. Núna er rétt rúmur mánuður í að hún verði ársgömul og daginn eftir afmælisdaginn hennar hringir bjallan fæðingarorlofið inn.
Yndislegt að hafa fengið að vera með henni heima í allan þennan tíma. Sérstaklega þá fylgjast með henni dafna og þroskast daglega.
Litla sponsið sem er rétt rúmir 70 cm er byrjuð í sjálfstæðisbaráttu. Sú gengur þannig fyrir sig að ef hún fær ekki ALLT núna og ekki seinna en strax öskrar hún eins hátt og hún getur. Alveg þannig að hún svitnar og verður eldrauð í framan.

Svalastríðið er hafið.

d.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Eruð þið að fylgjast með íslenska Bachelornum? Ég verð að játa að ég fæ aumingjahroll þegar ég horfi á þáttinn. Sérstaklega þá í kvöld þegar ein af þremur stúlkum sem er eftir afþakkaði rósina. Finnst samt ótrúlega heiðarlegt af henni að hætta bara. Þetta var samt ekkert lítið vandræðalegt, bæði fyrir Bachelorinn og fyrir hinar tvær sem núna hafa ekki hugmynd um hvor þeirra átti ekki að fá rós.
Bachelorinn greinilega ekki að heilla þessa sem hætti. Sem er slæmt því ég er viss um að hann ætlaði sér hana. Leiðinlegt.
Spáiði í hvað þetta er óheilbrigt allur "hópurinn" fór saman til USA og stelpurnar voru voða góðar vinkonur. Bara að djamma saman og skiptast á að deita sama gaurinn. Ef maður væri virkilega hrifinn myndi maður þá vilja deila manninum/konunni með e-m öðrum? Sérstaklega þar sem mér finnst allir farnir að ganga ansi langt. Öðruvísi þegar ekkert var í gangi og engir kossar komnir í spilið, en "FCOL" þær slefa upp í hann til skiptist....
En vá hélt að Ísland væri alltof lítið land til að hægt væri að hafa raunveruleikasjónvarp sem þetta. Ótrúlegt að það skuli bara fullt af fólki vera til í þetta.

d.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Vá eruð þið að grínast ég er komin með þennan blessaða Georg Jensen aðventukrans á heilann. Bara verð að fá hann. Ég veit ekki hvort ég eigi að þakka ykkur eða ekki, Jóhanna og Guðrún Björk, þar sem að þið keyptuð hann báðar í Illum Bolighus á Strikinu á 5000 kall. Vitiði hvað hann kostar i Villeroy & Boch í Kringlunni, 8 þúsundkalla.. Takk fyrir og góðan dag!

d. -haldin þráhyggju.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Skemmtilegur dagur að kveldi kominn. Fyrst fórum við Katrín Ýr og hittum mömmuhópinn okkar. Þar var bara svaka fjör og gaman að fylgjast með þeim og því hve ólík þau eru. Eftir mömmuhittingin fórum við og hittum fleiri konur. Þær konur eru allar frænkur okkar. Með þeim sátum við og borðuðum kræsingar og töluðum fram eftir kvöldi. Næst ætlum við að hittast í desember, ég hlakka bara strax til svei mér þá:D

Ég elska að aðventan sé á næsta leiti. Það er yndislegur tími, skemmtilegasti og rómantískasti tími ársins:D Ég er mas búin að ákveða hvernig aðventukrans ég ætla að gera í ár:D

d. - alveg að komast í jólaskap

föstudagur, nóvember 18, 2005

Dóttir mín sofandi og skynsemin segir mér að vinna húsverk. Ég er ekki skynsöm í dag.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég ætlaði ekki að segja neitt en....

Hvað er hún fyrrum fegurðardrottning að gera í Ísland í bítið???? Situr þarna eins og puntudúkka.

Ég ætla sko ekki að vera með neina fordóma en fegurðardrottning eða ekki hún er bara ekki að standa sig nógu vel, blessuð dúfan.

Er ekki til nóg af hæfu fólki???

d.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Getiði hvað! Ég Dögg Gunnars yfirblondína er orðin dökkhærð!

mánudagur, nóvember 07, 2005

Almenn leti í dag. Enda mánudagur.
Afmælið hjá Hannesi á laugardag var prýðisskemmtun. Þau Edda buðu upp hrikalega góðar veitingar. T.d. smá beyglur með laxi og mini borgara með roast beef, uhhmmm ekkert lítið gott! Minnstu beyglur og borgarar sem ég hef á ævinni séð. Bara einn munnbiti:p Namm fæ bara vatn í munninn við að skrifa þetta. Takk fyrir okkur krakkar mínir:D


d.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Vissuð þið að fatastærðinar hafa breyst? Stærð 38 er allt annað 38 núna heldur en fyrir 30 árum. Vísindalegar rannsóknir á nýjum og eldri fötum hafa leitt í ljós að það munar tveimur númerum. Þannig að fyrir 30 árum hefði ég verið í stærð 36 í stað 40!
Mér finnst þetta ótrúlegt.
Var einmitt að hlusta á Létt 96,7 um daginn. Þar var verið að tala um hollywood-leikkonur og þyngd þeirra. Hún nefndi nokkrar á nafn. Jennifer Aniston er td. 47 kg, Renee Zellweger 45 og Lara Flynn Boyle (Men in black II) er 39 kg!! Ég var sko 37 kg í 12 ára bekk!! Þá var ég 1,50 á hæð og með þeim léttari í mínum bekk!

d. - í feministaham

föstudagur, nóvember 04, 2005

Virðist vera skemmtileg helgi framundan! Er að fara að hitta mömmuhóp núna klukkan 11. Eftir það bauð amma okkur Katrínu Ýri í heimsókn. Seinni partinn förum við svo og kaupum afmælisgjöf fyrir Hannes gamla:D Hann er að komast á fertugsaldurinn eftir 4 daga!

Annars er ég í svo miklum pælingum þessa dagana. Veit ekki hvað mig langar að verða þegar ég verð stór:( Læknir eða lögfræðingur margt er hægt að bralla...............................

d.