Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

þriðjudagur, október 25, 2005

í dag hellti ég niður:

Þurrmjólk
léttmjólk
kaffi með mjólk
jógúrt mjólk

d. -húsmóðir!

mánudagur, október 24, 2005

Dublin á miðvikudag!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, október 21, 2005

Þó svo ég hafi vaknað með hálsbólgu og kvef er ég sérlega ánægð með þennan dag:) Ætla að hafa hann skemmtilegan fyrir mig og dóttur mína.
Fyrst förum við í Sporthúsið, ég fer að hlaupa og Katrín Ýr að hitta krakkana í barnapössuninni. Þar næst förum við í heimsókn í vinnuna hennar mömmu, svo ætlum við að hitta frænku okkar, eftir það förum við ábyggilega að spóka okkur í Kringlunni eða í Smáralind. Kannski fáum við mömmu/ömmu með og látum hana kaupa eitthvað handa okkur. Kannski föt fyrir mig og dót fyrir Katrínu Ýri.

híhíh
d.

miðvikudagur, október 19, 2005

Í kjólinn fyrir.....

Jæja, þá held ég að átakið mitt sé LOKSINS hafið enn á ný:D Ég hef kosið að láta hana Kristínu hjá Dönsku vigtarráðgjöfunum hjálpa mér í baráttunni við síðustu kílóin. Nú þegar eru 7 kg farin og jafn mörg eftir.....Ég:

*Vigta matinn ofan í mig


*Er sjálf vigtuð 1x í viku


*Hreyfi mig 4x í viku

*Borða ekki sælgæti

*Drekk 2 lítra af vatni á dag

d. -í átaki:p

mánudagur, október 17, 2005

Muniði! Ég er í nostalgíukasti ha ha ha...

Reyklausaliðið!d.

laugardagur, október 15, 2005

Ég er í átaki best að ég skrifi það hér til að ég standi mig betur!

d.

fimmtudagur, október 13, 2005

Já þetta var rosalegur dagur! Ég fór til tannsa og hvað haldiði? Hann reif úr mér tönnina:( Sem þýðir að núna vantar mig 3 tennur. Þessa og tvær aðrar sem komu aldrei upp. Þetta þýðir að ég þarf að fá 3 skrúfur! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það á eftir að kosta okkur!

d - með tárin í augunum.

Ég er að fara til tannlæknis... Ég er með tannlæknafóbíu, skíthrædd.

d.

miðvikudagur, október 12, 2005

Ég endurheimti gamla vinkonu í dag. Vá hvað ég var búin að sakna hennar.

d.

þriðjudagur, október 11, 2005

Sudoku!

Hafiði prófað Sudoku? Ég er alveg húkt á þessu, spratt mas fram úr í morgun því ég var svo spennt að ná í Fréttablaðið;) Ég væri til í að vinna við þetta eins og Ásmundur og konan hans. Ef ég ynni við þetta myndi ég líka halda mót, það væri sko gaman að keppa í þessu....

d.

þriðjudagur, október 04, 2005

Ohhh við Erling erum nördar! Við héldum bæði og vorum viss um að hann kæmi heim á morgun. En nei hann kemur á fimmtudag! Allt var skipulagt miðað við það og passaði svo fínt. Mamma og pabbi koma á morgun og ætlaði ég að sækja þau og Erling. Því öll áttu að lenda á svipuðum tíma. Á fimmtudaginn var svo ætlunin að fara með Katrínu Ýri í skoðun, klukkan 15:20. En Erling lendir klukkan 1500. Þannig fór um sjóferð þá og hana nú!

d. -í kasti.. Segi svona:p

mánudagur, október 03, 2005Saga úr reynslubankanum, frá Köln.

Árið 1996-97 dvöldum við Edda, Erla, Eva Úlla, Begga, Brynja og Inga Dís í Þýskalandi. Inga Dís, Brynja og Erla bjuggu í sveitinni en við hinar í Köln. Þetta var frábær tími og langar mig að deila með ykkur einni af mörgum sögum þaðan.
Ég var búin að vera fimm vikur frá fjölskyldu minni og var um sömu mundir að slá persónulegt met. Þá var Íslendingakvöld í Essen. Við Eva, Begga og Brynja sem hafði komið spes til Kölnar vegna atburðarins, ákváðum að skella okkur. Úr varð að við fjórar keyptum okkur einn sameiginlegan miða sem gilti fram og til baka. Seinni partinn lögðum af stað, glaðar í bragði. Allt gekk vel og á lestarstöðinni hittum við Daivu, litháenska vinkonu mína. Á hátíðinni var boðið upp; hangikjöt, flatkökur, harðfisk og fleira rammíslenskt. Vá, hvað okkur þótti þetta gott mér leið eins og ég hefði ekki bragðað íslenskan mat í mörg ár. Ég man nú ekki einstaka atburði frá Íslendingakvöldinu nema þá að mig minnir að það hafi verið upplestur úr bókum og fleira, Eva Úlla getur kannski hjálpað mér það:p
Þegar skemmtuninni var lokið ákváðum við ásamt fleiri Íslendingum að fara á bar. Úr varð að við lokuðum barnum og enginn var tilbúinn til að hætta svo stefnan var tekin á dansstað. Við Daiva fórum saman á bílnum hennar Daivu, Eva, Brynja og Begga fóru í einum leigubíl og restin af liðinu í öðrum. Fljótlega komum við Daiva og fólkið úr leigubíl tvö á staðinn. En ekkert bólaði á stelpunum. Milli kokkteila gekk ég upp stiga og starði út í myrkrið en allt kom fyrir ekki. Stelpurnar var hvergi að sjá. Þegar klukkan var að ganga fimm sagði ég við Daivu að ég ætlaði að fara á lestarstöðina og sjá hvort stelpurnar væru komnar þangað. Daivu leist nú ekkert of vel á það og spurði hvort ég væri viss um að ég rataði. Jú, jú ég benti henni á leiðina sem hún sagði að væri rétt. Þarna æddi ég þá 20 ára og óhrædd við allt ein út í myrkrið á ókunnum stað. Fljótlega kom ég lestarstöðina en stelpurnar var ekki þar að finna. Ég horfði eftir tveimur lestum til Kölnar. Eftir að hafa athugað fjármálin sá ég mér þann kost vænstan að fara aftur á dansstaðinn. Það hefði eflaust verið góð hugmynd ef ég hefði fundið hann! Hvernig sem ég leitaði fann ég hann ekki, sem betur fer rataði ég aftur á lestarstöðina. Þegar ég var þangað komin var klukkan orðin um sjö leitið. Næsta lest átti að fara klukkan 0720 eftir smá umhugsun renndi ég mér um borð og lét lítið fyrir mér fara. Þegar lestarstjórinn kom að rukka inn farið reyndi ég að útskýra fyrir honum málvöxtu. Hann hlustaði ekki á þetta og sagðist bókstaflega ætla að henda mér út á næstu stöð sem var Duisburg. Þá var klukkan rétt um 730 og engin lest fyrr en eftir klukkan 10. Þarna var ósköp dimmt engin eiginleg stöð bara járnbrautarpallar og nokkur skýli. Ég fór inn eitt slíkt og brast í grát. Mér var allri lokið ein í ókunnu landi og það sem meira var í ókunnri borg með enga peninga! Á þessari stundu minntist ég orða Claudiu Au-pair mömmu minnar um það sem pabbi hennar hafði kennt henni, maður á ALLTAF að eiga auka 50 mörk í veskinu. Svona fyrir neyðartilfelli. En hvernig átti vesæl Au-pair með 400 mörk á mánuði að geta geymt 1/8 af laununum sínum. Það voru aldrei til neinir aukapeningar. Þannig að veskið var tómt ekki einu sinni hægt að hringja. Þarna sat ég enn í skýlinu og að mér komu nokkrir strákar á mínum aldri. Þeir vildu endilega fá mig með sér í partý og var einn af þeim sérstaklega umhyggjusamur. Það hefur ekki verið sjón að sjá mig útgrátna með maskara niður á nafla. En hann huggaði mig og sagði að ég væri rosa sæt og ætti ekki svona meðferð skilið. Reyndi mikið að fá mig með en ég var skynsöm og sagði aftur og aftur nei. Það endaði með því að þeir fóru og eftir sat ég og beið eftir næstu lest. Fljótlega komu eldri hjón og settust við hlið mér. Þar sá ég mér leik á borði. Þessi hjón skildu fá að vorkenna mér. Mér fannst mér ganga vel, en allt kom fyrir ekki þau þökkuðu fyrir spjallið og sögðu gangi þér vel. Þegar í lestina var komið brá ég á það ráð að þykjast sofa. Áður en ég vissi af stóð yfir mér reiður lestarstjóri og las mér pistilinn. Já, ég skyldi út í Düsseldorf. Þegar þangað var komið var mér allri lokið og fór í þjónustuklefann á brautarpallinum. Yndæll maður þar sá aumur á mér og áður en ég vissi af var ég komin til Kölnar. Á brautarstöðinni í Köln hitti ég stöllur mínar. Þær voru í sömu lest, bara öðrum klefa. Leigubílsstjórinn þeirra hafði sett þær út fyrir utan vitlaust diskótek. Þetta var fyrir tíma farsíma svo lítið í stöðunni.
Þegar heim var komið og ég leitaði lyklana komu heil 20 mörk upp úr töskunni minni. Sem höfðu legið þar, hlegið og haft það notalegt á meðan ævintýri mínu stóð. En vegna þessa alls varð til góð saga. Takk fyrir að lesa þið sem lesið enn.

d.

laugardagur, október 01, 2005

Jæja gömulu rokkarar! Inga Dís, Erla, Edda, Sigrún, Guðný, Alda og allir hinir sem misstu ekki af tónleikum með Dead Sea Apple í den! Held að við verðum að dusta rykið af dansskónum og safna flösu (hvernig sem maður fer að því). DSA er að spila næsta föstudag. Partý hjá mér ekki spurning....

Sjáumst

d.

Takk fyrir að taka quiz-prófið krakkar og vá hvað þið vitið mikið. Bara fullt af fólki með 10:D eitthvað skrítið samt Hannes að þú hafir fengið átta stig. Það á ekki að vera hægt því hver spurning gildir 10 stig! Hlýtur að eiga að vera 80 er það ekki:p

d.

P.s.
Á morgun/á eftir fer Erling til Singapore. Þetta er ekkert smá skemmtilegt ferðalag hjá honum. Búinn að vera í Sydney í 5 daga og verður svo í Singapore í 4. Ekki beint staðir sem maður heimsækir á hverju degi.