Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

fimmtudagur, september 29, 2005

Jæja hver þekkir mig best:p

Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

Gangi ykkur vel held að þetta sé frekar létt sko.

miðvikudagur, september 28, 2005

Erling er floginn til Ástralíu. Hann fór á sunnudag og kemur aftur eftir viku. Ég sakna hans mikið.

d.

mánudagur, september 26, 2005

Home sweet home.

Merkilegt hvað mér finnst alltaf gott að koma heim eftir dvöl í útlöndum. Það er þó ekki laust við að sú tilfinning hverfi innan fárra daga eftir heimkomu. Þá er maður búinn að knúsa alla og tilbúinn að fara aftur út.
Annars er ekkert mál að vera í útlöndum nú til dags. Það er af sem áður var. Það er ekki lengra síðan en 9 ár að ég sat í gluggakistu í Þýskalandi dag hvern og beið eftir bréfbera. Mánudagar voru skemmtilegastir, oft fullt af bréfum eftir helgarfrí póstsins. Eitthvað var líka um að ég fékk fax, það fannst manni ekkert smá flott. Ég sakna sendibréfa, rithönd hvers og eins gerir þau án efa mikið meira sjarmerandi. Ég man að Eva Úlla leyfði mér stundum að koma með sér í háskólann í Köln og senda tölvupóst. Þær ferðir duttu þó fljótt upp fyrir þar sem ég þekkti bara einn mann sem var með slíkan. Ha ha fyndið hvað þetta er allt fljótt að breytast.

d.

mánudagur, september 05, 2005

Þá fer alveg að koma að því að fara til Florida. Ég get ekki beðið. Flugið okkar er á morgun klukkan 14. Þetta er búið að vera frábært en hápunktur ferðarinnar algjörlega eftir. Það verður gaman að hitta Sigrúnu, Jón og krakkana. Þau verða fyrstu Íslendingarnir sem við hittum eftir að tala nær eingöngu ensku í 2 vikur. Vá hvað maður hefur gott að þessu.
Brúðkaupið var bara rosa fínt. Þó allt öðruvísi heldur en heima, minna stuð skal ég segja ykkur. Fólk fékk sér varla sopa af víni og eina ræðan sem var var ræðan hans Erlings. Sinn er siður í landi hverju á vel við. Ég hélt einmitt að allt væri með pompi og prakt og rosa flott.
Þetta byrjaði á því að það var að sjálfsögðu kirkjathöfn þar var allt spilað af geisladiskum engin lifandi tónlist eða neitt. Þar næst var veislan og þetta voru "atriðin":

1. Brúðarmeyjar og -"sveinar" kynnt í salinn.
2. Brúðhjón kynnt í salinn
3. Matur
4. Brúðhjón dansa
5. Brúður dansar við pabba sinn
6. Kakan skorin
7. Ræða og myndasýning Erling
8. Partý

Ég veit ekki manni finnst þetta ekki beint vera nein númer þannig. Nema þá það sem Erling minn gerði. Veit ekki hvort þetta sé bara svona alltaf í Ameríkunni eða hvað. Einhvern veginn alltaf verið að segja að brúðkaupin heima séu orðin svo amerísk. Mér fannst bara ekkert líkt með þessu nema þá hvíti kjóllinn.

d.

d.

föstudagur, september 02, 2005

Jæja héðan er allt gott að frétta, komin sól og blíða og stóri dagurinn hjá Bruce og Valerie nálgast óðum. Ég fór í french pedicure í gær og lét laga eina nögl sem brotnaði (fór í french manicure áður en ég fór út). Ekki til frásögu færandi nema það kostaði 1800 kr! Af hverju er allt svona dýrt á Íslandi.
Í kvöld er svo rehersal dinner, þar sem Erling er svaramaður er okkur að sjálfsögðu boðið í það. Það virkar þannig að fyrst er æfing í kirkjunni og svo fara þeir sem voru á æfingunni út að borða. Brúðkaupið sjálf er svo á laugardaginn með öllum sínum krúsídúllum. Ég er búin að kaupa mér pils, svart og hvítt, svartan topp og hvíta skó. Erling verður í smóking svo við verum í stíl;)
Það er svo fyndið hún Valerie brúðurin sjálf er svo amerísk eitthvað. Þegar siminn hennar hringir þá hljómar brúðarvalsinn og síðustu daga hefur hún gengið um í bol sem stendur Bride á. Ha, ha og í hvert skipti sem síminn hennar hringir fríkar Bruce út, svitnar bara og er allur á iði. Ég skil hann sannarlega því þetta lag mas stressar mig ha ha.

En að öðru hún Anna Margrét systir mín er 25 ára í dag! Skil ekki hvernig það getur verið því ég er 25 líka. Samt fæddist hún örugglega eitthvað rétt rúmlega 4 árum á eftir mér:p

Líf og fjör í lútlöndum;)

d.

fimmtudagur, september 01, 2005

Þá erum við komin til Indianapolis. Við flugum hingað frá Norfolk í gær. Katrín Ýr var eins og engill í fluginu, svaf bara og hló til skiptist. Þegar við vorum að nálgast áfangastað sagði flugmaðurinn eitthvað mjög óskýrt í talstöðina. Reyndar finnst mér flugmenn alltaf muldra í þessar blessaðar talstöðvar og yfirleitt er mér bara sama um það. En í þetta sinn var mér sko ekki sama því ég heyrði að hann sagði eitthvað um að fellibylurinn, Katarína, hefði lítillega "smitast" til Indianapolis. Stuttu seinna varð mjög mikil ókyrrð í lofti í þó nokkurn tíma. Ég hélt að ég myndi deyja úr hræðslu. Flugvélin gekk bara upp og niður þangað til við loksins lentum. Ég hef sjaldan verið jafn fegin og þá. Þegar við lentum var svo mikil rigning að það var eins og hellt úr fötu. Ég get ekki sagt að við séum með regnföt meðferðis. Í staðinn urðum við það blaut að við gátum undið fötin. Sem betur fer gekk veðrið niður í gærkvöldi og það var aftur komin sól í dag.

d.