Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Þá erum við mæðgur lentar aftur eftir yndislegt frí á Spáni. Katrín Ýr elskaði að geta verið á táslunum og bleyjunni daginn út og inn.
Við fórum út að borða á hverju kvöldi og röltum svo með kerrurnar heim þegar klukkan var miðnætti og stundum rúmlega það. Sem sagt ekkert stress. Núna aftur er pínu pressa við eigum að skila af okkur íbúðinni eigi seinna en 21. júlí þannig að það er allt á fullu á báðum stöðum. Erling í parketi á nýja staðnum og ég í pakkningu og frágangi á "gamla" staðnum.

Bara líf, leikur og fjör en þó engin Þjóðhátíð í ár:(

d.