Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

fimmtudagur, júní 30, 2005

Jæja, þá er maður algjörlega farin yfir um. Klukkan 14 í dag var ég algjörlega grandalaus en klukkan 1630 var ég búin að redda passamynd og vegabréfi fyrir Katrínu Ýri og borga far fyrir okkur báðar til Spánar á morgun!!!!!!! Eða réttara sagt á eftir:p Við Inga Dís vinkona mín fengum bara svona hugdettu að þetta gæti verið sniðugt bara skreppa með krakkana í sólina í viku. Þannig að það er Spania!!!

Líf og rosalegt fjör!

d.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Jæja ertu búin að taka desperate housewives quzið? Hver ertu? Ég tók prófið 3 sinnum og var fyrst Lynette og svo Gabrielle og að lokum Susan... hmm eftirr hverju á maður að fara.. ég er auðvitað kolruglaður tvíburi og nokkrir persónuleikar.

d.

mánudagur, júní 27, 2005

Er bara ekki í neinu bloggstuði það hlýtur að koma með haustinu og skammdeginu;)
Fórum í útskrift hjá Melkorku á laugardag. Hrikalega gaman enduðum á balli með Ný dönsk og dönsuðum þar til verkjaði í fæturna. Læt nokkrar myndir fylgja þið getið klikkað til að sjá þær stærri;)

d.
Melkorka mætvælafræðingur.

Við Erling í veislunni.

Gjöfin góða.

Sætastar.

Vinkonurnar.

Og aftur!

fimmtudagur, júní 16, 2005

Fréttir:

-við fáum afhent milli klukkan 15 og 16 í dag
-við afhendum okkar íbúð í síðasta lagi 21. júlí
-við erum búin að kaupa gólfefni fyrir 300 þúsund kalla
-við erum búin að kaupa tæki fyrir 200 þúsund kalla
-það er hægt að sjá einhverjar myndir hjá Erling

Hmmm... Hvar á maður að byrja þegar maður bloggar orðið svona sjaldan. Það er amk alveg fullt búið að gerast og af nógu að taka.
Við erum eins og sagði í síðustu færslu búin að selja. Við seldum á föstudag og fórum í kaupsamning í gær þannig að þetta gengur allt hratt og vel fyrir sig. Við göngum svo frá öllu í sambandi við nýju íbúðina á morgun fáum svo vonandi afhent strax eftir helgi. Það verður frábært svo hægt sé að "henda" gólfefnunum á. Við höfum ákveðið að hafa eikarparket á stofunni og herbergjunum og Mustang-náttúruflísar á eldhúsinu og forstofunni. Þar sem það eru engir listar verður eldhúsið og forstofan ein heild og herbergin og stofan önnur. Vona að þið skiljið hvað ég er að meina.
En að öðru þá fórum við Sigrún Erna að DJAMMA á laugardaginn og það ekkert smá! Svæfðum börnin og vorum svo gone til 6 um morguninn! Það var ekkert lítið gaman hjá okkur. Fórum á Thorvaldssen og dönsuðum við skemmtilega tónlist þaðan lá leiðin á Ölstofuna. Við ætluðum svo að enda á Players en fíluðum ekki bandið svo við gerðum okkur lítið fyrir og fórum bara aftur í miðbæinn:p Gaman að rifja upp gamla djammtakta og viti menn í fyrsta sinn eftir að yndið mitt hún Katrín Ýr fæddist var ég ekki Dögg mamma í smá stund:p Náði bara svona að kúpla mig út úr móðurhlutverkinu. Við hittum fullt af góðu fólki en einnig villimenn. Einn ætlaði að ráðast á brjóstin á mérheld að það sé ekki í lagi!! Sigrún Erna var þó ekki lengi að bjarga vinkonu sinni og sagði. "Heyrðu vinur! Þessi brjóst eru bara fyrir hana Katrínu Ýri.!"
Talandi um það. Það er brjóst hvað þau fá nýjan tilgang þegar barn fæðist, bla ég er komin út á hálan ís held að ég halli mér bara...

Líf og fjör.

d.

sunnudagur, júní 12, 2005

Við erum búin að selja íbúðina, jibbí!! Fengum 15,3 ekki slæmt.

föstudagur, júní 03, 2005það er eitthvað að lyklaborðinu get bara skrifað litla stafi. get ekki notað shift-takkann þá kemur alltaf media-player upp. get ekki heldur gert upphrópunarmerki né sviga. glatað.... kannski tengist þetta því að ég missti næstum heilt glas af vatni yfir lyklaborðið í dag. alltaf sami snillinn, hægt að treysta á að ég geri svona hluti. hér ætti að koma fýlukarl.

það verður ekki mikið skrifað á þessum vettvangi næstu daga þar sem familína ásamt vinum er á leiðinni í langþráð frí. bara sól, pottur og notó í heila viku, hér kæmi blikkkarl ef ég gæti..

ég á afmæli á sunnudaginn.

d.

p.s. hvar eru kommentin frá þessu liði sem er að lesa þessa síðu, alltaf 50-90 manns á hverjum degi en örfá komment.. svona ekki feimin... og já karl að sleikja út um ef ég gæti.

miðvikudagur, júní 01, 2005

Tinna frænka mín var að tala um dálítið merkikilegt á blogginu sínu um daginn. Nefnilega, hvernig það væri ef maður myndi banka upp á hjá öllum á jörðinni, hvað tæki það langan tíma og myndi maður ef til vill hitta sama fólkið. Kannski einhvern sem hefði verið hjá frænku sinni daginn áður heima hjá sér daginn eftir osfrv. Þegar ég las þetta minnti það mig á atvik sem henti mig í Höfðaborg í Suður-Afríku fyrir 5 árum síðan. Við Dagbjört vinkona mín sátum á Waterfrontinu og ætluðum að panta okkur bjór. Dagbjört fór inn og kemur út sposk á svip og segir: "Dögg farðu inn og pantaðu á dönsku". Það gerði ég og viti menn barþjónninn talaði reiprennandi dönsku. Við förum að spjalla saman og í ljós kom að hann hafði búið í Kaupmannahöfn í nokkur ár. Þegar hann var þar búandi bjó á móti honum íslensk kona. Það hefði kannski ekkert verið neitt rosalega merkilegt nema þessi kona var mamma hennar Ýrar vinkonu minnar. Segið svo að heimurinn sé ekki lítill!!!

d.