Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

laugardagur, maí 28, 2005

Jæja þá er bróðir minn orðinn stúdent. Í tilefni þess var veisla hjá mömmu og pabba í gær. Bróðir minn er nú þannig, ólíkt sytrunum, að hann þolir ekkert tilstand. Hann vildi ekki veislu og ekki húfu heldur. Mamma var alveg miður sín og fékk hann á litla veislu og keypti samt húfu. Húfan hélst í athöfninni.
Fyndið samt með þessar húfur, hér á Íslandi eru allir með húfuna í einn dag og ekki söguna meir. Á meðan stúdentar í Danmörku hafa hana í 3 vikur. Aldrei sér maður neinn með hana svarta heldur. Ég hef amk aldrei verið með mína eftir "stóra" daginn. Er þetta ekki bara vegna þess að stúdentsprófið er orðið svo lítið?

d.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Nóg að gera þessa dagana eins og aðra. Það nýjasta hjá okkur Erling er Dansk mataræði kennt við De Danske Vægtkonsulenter. Við erum búin að vera í viku og vá, þetta virkar! Maður hefur aldrei borðað jafn mikið og aldrei eldað jafn mikið. Það eru næstum komin för í gólfið við eldavélina. Það besta er að þetta er bara venjulegur matur allt saman. Eftir vikuna er ég 2 kílóum léttari. Sjáum hvað setur;)

d.

sunnudagur, maí 22, 2005

Við Katrín Ýr erum bara tvær í kotinu. Erling fór á Reunion, fór klukkan 1400 í dag og kemur einhverntímann á morgun. Ótrúlegt hvað þessir karlar geta leyft sér, ég sæi mig í anda fara bara í burtu í sólarhring og skilja Katrínu Ýri bara eftir. Það er svona þegar annar getur bara gefið brjóst *glott*...

d.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Þetta er nú það mesta rugl sem ég hef vitað lengi! HVAÐ ER AÐ????????? Ég skil ekki af hverju við komumst ekki áfram í Eurovision ég veit ekki hvort ég jafni mig á þessu. Ég er algjörlega miður mín:( Mér fannst Selma og stelpurnar langbestar í þessari blessaðri forkeppni...

d.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Þá styttist óðum í eurovision ég get bara ekki beðið! Ég hef trú á því að við rúllum amk þessari forkeppni upp. Við verðum líka ofarlega í aðalkeppninni ég bara veit það, Selma er bara frábær í þetta. Ekta eurovision-pía!!
Annars er lítið að frétta, við erum bara í íbúðastússi bókstaflega á hverjum degi. Fáum nýju íbúðina eftir 1-2 vikur, ekki leiðinlegt það:D

d.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Vissuð þið að það er búið að flytja Tex Mex? Sæti litli kósý staðurinn á Langholtsveginum er kominn í Listhúsið og er sko ekki nærri eins sætur og kósý núna. Ég er frekar svekkt.
Það er nóg að gera í sósíal-lífinu þessa dagana. Pabbi átti afmæli á þriðjudag og var okkur boðið í mat í tilefni dagsins. Fengum voða gott lambalæri og tilheyrandi.
Jón Gestur kláraði BS-Verkefnið sitt í gær, húrra fyrir honum! Duglegur að drífa þetta af. Þau SIgrún Erna keyrðu með verkefnið vestur á Bifröst í gær og þegar þau komu heim grilluðum við með þeim og tókum video voða næs. Það styttist óðum í að við förum með þeim til Ameríkunnar. Það verður ekki leiðinleg ferð skal ég segja ykkur. Það verður bara slakað á á sundlaugarbakkanum milli þess sem mollin verða þrædd. Þá gæti verið að Kaupóða-Dögg birtist aftur í smá stund. Hún kann sko að versla skal ég segja ykkur.
d.

mánudagur, maí 09, 2005


Get ekki sagt annað en þessi helgi var frábær! Erling hætti snemma í vinnunni á föstudag og við fórum í allskonar búðir og fengum tilboð í tæki fyrir nýju íbúðina. Alltaf gaman að versla;) Kvöldinu eyddum við í afslöppun sjónvarpsgláp. Á laugardag kom svo ein kona að skoða íbúðina (strákurinn hennar byrjaði að vísu á að ganga inna á mig á klósettinu, en það er önnur saga). Hún var ekkert lítið ánægð, vonumst eftir tilboði frá henni í dag. Henni fannst bara allt æðislegt. Dagný systir kom svo og ætlaði að krulla á mér hárið en stúlkan lagðist upp í rúm og svaf. Þannig að það endaði með því að ég gerði þetta bara sjálf. Greyið var svo þreytt og heimtaði samúð þar sem hún vaknaði klukkan 9;) Á meðan á krullinu stóð fóru Erling og Katrín í Heimilistæki. Milli fimm og hálf sex vorum við mætt í 95 ára afmæli hjá frænda hans Erlings. Ég get ekki sagt annað en að við höfum skemmt okkur vel öll þrjú. Katrín Ýr var svolítið hissa á öllu þessu fólki en hún var þó ekki lengi að venjast. Við þurftum því miður að fara svolítið snemma úr partýinu, því við vorum að fara út að borða í tilefni afmælis Erlings á sunnudag. Við fórum á Galileo stendur alltaf fyrir sínu staðurinn sá. Ég gat þó varla notið matarins því ég var svo spennt fyrir framhaldinu. Var nefnilega búin að skipuleggja smá suprise-partý fyrir Erling. Ég hlakkaði svooooooooooo til að ég var bara alveg að tapa mér í gleðinni. Fólkið ætlaði að vera komið heim um hálf tíu tíu og við svona um hálf ellefu. Ég þurfti því að láta Erling þamba bjórinn sinn og bjó til sögu um að ég bara yrði að fara heim og fá mér rauðvín. Á leiðinni var mér skyndilega hugsað til allra bílanna fyrir utan sem ættu eftir að koma upp um plottið ef ekkert væri að gert. Því brá ég á það ráð að láta Erling binda fyrir augun á sér með bleikum dömuklút. Þannig leiddi ég hann út úr bílnum upp stigaganginn og inn í stofu þar sem fólkið hélt niðri í sér andanum. Þetta var ekkert smá gaman og vel heppnað og þakka ég fyrir hvað fólk brást vel við þar sem fyrirvarinn var mjöög stuttur. VIð gátum því miður ekki haft partý fram á morgun v/ nágrannanna en partý var það þó og já óvænt. Á sunnudag fórum við í sund í Salalauginni. Katrín Ýr fór í heitan pott í fyrsta sinn með húfu á höfði, henni fannst ekki leiðinlegt. Þaðan fórum við með Ingu, Eyjó og co á stylinn og svo í heimsókn til Erlu og Mumma. Um kvöldið var svo matur hjá Betu tengdu.
Ekkert smá viðburðarík helgi:p Alltaf nóg að gera hjá familí gunnars-og vignisson;)

d.

föstudagur, maí 06, 2005

Þegar ég var smár með ljóst og liðað hár...

Hvað er að þér nú, hey?
Þig vantar alla trú
Ertu eitthvað sár?
það streyma niður tár
þetta er ekki neitt
þú getur þessu breytt
æi og skammastu þín svo!


Ég er gjörsamlega með þetta lag á heilanum.. Kann einhver textann?

Vá! Hvað við vorum dugleg í gær. Litla fjölskyldan fór í ofurgöngutúr. Við gengum allan Fossvogsdalinn inn í Elliðárdal, það var gaman aðs sjá hve margir voru þar. Við mættum hjólreiðamönnum, hlaupurum og göngugörpum. Allir að njóta gluggaveðursins;)
Úr dalnum gengum við sem leið lá til mömmu og pabba og borðuðum með þeim dýrindis kjötkássu ala mamma. Mamma fékk skyndilega hugdettu, hana langaði svo að færa einn skápa aðeins til. Áður en við vissum af vorum við Erling og mamma farin að hanna stofuna upp á nýtt. Breyttum og bættum og stofan er ekkert smá flott núna!
Dagurinn í dag mun að mestu fara í íbúðastúss sýnist mér. Verðum að fara með greiðslumatsgögn og tala við bankann. Þetta er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir en þó einhvernveginn mikið minna mál heldur en síðast. Gott að það er svona stutt síðan, eða hvað:p

fimmtudagur, maí 05, 2005

Allt að verða vitlaust hér á bæ! Sýna íbúð-taka til í íbúð-þrífa íbúð-sýna íbúð aftur og taka meira til.... Við erum búin að fá eitt tilboð í okkar. Það var skammarlega lágt og gekk engan veginn. Það er þó stöðugt rennirí af fólki og á ég ekki von á öðru en íbúðin seljist á morgun síðasta lagi á mánudag:)

d.