Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

fimmtudagur, mars 31, 2005

Bloggið mitt er orðið drepleiðinlegt ég þarf að taka mig á. En ekki núna ekki strax, er of þreytt til að blogga...Legg mig og sé hvort andinn komi ekki yfir mig.

d.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Þá er löng helgi á enda. Þetta var yndislegt frí. Við byrjuðum á því að fara á Laugarvatn og dvöldum þar ásamt mömmu, pabba, ömmu, Dagnýju, Öddu, Thelmu, Árna og Björgu. Alltaf gott að fara í sveitina. Á páskadag "skutluðum" við svo ömmu í bæinn og brunuðum að því loknu á Flúðir. En þangað voru mamma og pabbi komin.

d.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Brjálaður dagur í lífi húsmóður!

Það má með sanni segja að ég hafi fengið mjög miklu áorkað í dag! Ég tók daginn snemma að mínu mati( ekki SL og Evu, enda algjör B-manneskja), og fór í göngutúr með þeim sem nefndar voru hér að ofan. Þær mættu í Kópavoginn og fórum við í rosa göngutúr, Fossvogsdalinn að Nauthól og tilbaka. Þegar heim var komið ákvað ég að halda bara áfram til Perlu. Hún gat því miður ekki tekið á móti okkur mæðgum (en kom í staðinn til afa og leyfði mér að kíkja á sætu litlu prinsessuna) þannig að við fórum til afa sem var ótrúlega glaður að fá okkur í heimsókn. Við Katrín Ýr sátum þar í hátt í tvo tíma og afi talaði um hvað Katrínu fari fram og hvað hún sé falleg til skiptis.. ;) Einnig finnst honum ótrúlegt að hún kunni bara að sjúga brjóst og snuð án þess að neinn hafi kennt henni það. Ekki leiðinleg heimsókn það, gott og gaman að gleðja gamlan mann. Frá afa fórum við í næstu heimsókn til hennar Önnu Marenar hún er sameiginleg vinkona okkar mömmu frekar fyndið. Hún bjó í sömu blokk og við þegar ég var lítil (sem er einmitt blokkin sem við búum í núna) og varð þannig vinkona mömmu. Sem unglingur fór ég að passa börnin hennar og seinna unnum við saman í Digranesskóla. Við drukkum kaffi, þó ég drekki það alls ekki... Hí hí.. Mamma kom þangað og spjallaði pínu við okkur. Síðan gengum við mamma með Katrínu heim til Mö og pa þar sem við ákváðum hvað kaupa ætti fyrir fyrirhugaða sumarbústaðarferð og fórum að því loknu í Bónus. Pabbi og Erling urðu þó að mæta í búðina til að bera poka og keyra þá heim slík voru innkaupin. Við keyptum fyrir tíu þúsund kalla og fjóra hundrað kalla. Það hefði þó verið meira ef við hefðum ekki fengið kókið ókeypis. Það var sko óvart undir vúbbs.....
Í kvöld borðuðu mamma og pabbi með okkur smápítur sem ég steikti ofan í þau. Þegar þau fóru var krúttan böðuð þannig að hún fari hrein og strokin í bústaðinn. Núna er ég svo að þvo þvott, því mér til mikillar ánægju var þurrkarinn loks lagaður eftir margra daga bið!!!

Líf og fjör vel og lengi í fatahengi!!!

d. -göngugarpur og morgunhani með allt of mikið af svigum í þessari færslu..

P.s. Fínn átaksdagur fyrir utan pík afsakið pítuna og Smartiesið sem ég er að háma í mig rétt í þessu... (ruglast alltaf eftir að Auddi var með könnun í Kringlunni: "Hvað finnst þér best að fá í píkuna þína ég meina pítuna þína" híhí)

mánudagur, mars 21, 2005

Jæja dagur eitt í átaki... Byrjaði vel en endaði illa... Datt í ís og nóakropp, en morgundagurinn verður helmingi betri:)

d.

laugardagur, mars 19, 2005Selma snillingur!
Þá er búið að frumflytja Eurovision-lagið í ár og fannst mér það feikna gott. Ég húsmóðirin komst bara í dansgírinn og langaði mest að standa upp úr sófanum ná í djammgallann og fara út að dansa. Lagið og myndbandið minnir á það sem Divurnar út í hinum stóra heim eru að gera. Selma er líka að mínu mati frábær fulltrúi fyrir þjóðina í þessa keppni. Hún er eitthvað svo fylgin sér og mikill karakter. Ekki bara vera sæt og brosa-týpan líkt og margar af þessum upprennandi söngkonum eru nú á dögum. Go Selma....

d.

P.s. Erling verður á Reunioni á sjálfu eurovision-kvöldinu... Hvaða tímasetning er það? Svo átti hann að vera á e-u keilumóti á úrslitakvöldinu í Idol... Böööööö

Þetta er mesta snilldin;)

Uppskrift að fullkomnu lífi?

Fyrst sæki ég um að komast að í þættinum You are what you eat og kemst þá að því
að matarræðið er snarbilað, en eftir að kellingin fer þá held ég samt bara áfram
að éta og fitna meira. Þá fer ég í megrunarkeppnina The Biggest Loser og næ af
mér nokkrum kílóum. Nú til að fá final touchið á þetta þá fer ég í The Swan og
fer í nokkrar lýtaaðgerðir og fitusog, ekki veitir af.. en í lokaþættinum þá
kemst ég ekki áfram í fegurðarsamkeppni the Swan, þannig að þetta hefur ekki
virkað alveg. Þá fer ég í Extreme Makeover og læt taka mig ærlega í gegn, skipti
bara um andlit og sýg alla fitu úr líkamanum.

Þá er ég heldur betur orðin flott og fer í Americas Next Top Model þáttinn og
geri gott þar.. en tapa. Nú er ég orðin soldið fúl og einmana, á engan kall
nebblega. Best að fara í Bachelorette og ná mér í einn ríkan og myndarlegan.
Geri það, en þegar þáttaröðin og það er búið, vantar einhverja spennu í
sambandið, þannig að við förum í Temptation Island... en þar endar það með að
við hættum saman því við héldum bæði framhjá. Þá langar mig bara að vera dáldið
sjálfstæð og verða rík..

Þannig að ég fer í Survivor, þrauka alveg í 36 daga en lendi í 3. sæti ohhh ég
fæ ekki einu sinni 100 þús dollara.. fer heim, alveg í rusli. En ég er ennþá sæt
eftir lýtaaðgerðirnar og sílíkonbrjóstin hanga ennþá uppi.. og þar sem mig
langar aftur í kærasta, þá skrái ég mig í Djúpu laugina.. næ mér þar í einhvern
lúða sem býr í ljótri íbúð í Fellunum og er frekar subbulegur. En það er allt í
lagi, ég hringi bara í vini mína í Queer eye for the Straight Guy og þeir koma
og henda manninum mínum í klippingu og kaupa ný föt á hann, rí-dekkorreita svo
íbúðina, allt voða flott og hann biður mig um að giftast sér í lok þáttarins,
sem ég geri.

Við förum þá auðvitað með brúðkaupið í Brúðkaupsþáttinn Já og vinnum svo ferð í
Karabíska hafið, voða rómó. En á skemmtiferðaskipinu þá verð ég ólétt.. eignast
svo krakka og eftir 2 ár er hann farinn að stjórna öllu, þannig að ég hringi í
The Nanny og fæ hana til að kenna okkur að ala upp krakkann og láta hann ekki
ráða öllu.

Nú er allt komið í drasl aftur.. Þannig að ég hringi bara í Heiðar vin minn
Snyrti og fæ hann að koma með þáttinn Allt í drasli og taka til... vá hvað það
verður allt fínt hjá okkur! Þá er nú kominn tími til að hringja í Völu og við
komum í Innlit Útlit, en við þurfum svo að stækka við okkur því að það er annað
barn á leiðinni, þannig að við förum bara með íbúðina í þáttinn Allt undir einu
þaki, seljum hana og kaupum stærri.

Árin líða og þetta endar allt með því að ég er búin að skilja við kallinn sem
hélt framhjá mér, lýtaaðgerðirnar sem voru gerðar fyrir 15 árum komnar í klessu,
ég er ljót, feit, einstæð 2ja barna móðir sem á ekki neitt.. þannig að ég fer
bara í Fólk með Sirrý og væli yfir þessu öllu saman!

fimmtudagur, mars 17, 2005

Fór að reyna að finna árshátíðarkjól í gær. Það passaði enginn! Annað hvort voru þeir of þröngir yfir mjólkurbúið eða of víðir í mittið, of pirrandi. Leitinni verður haldið áfram á morgun.

P.s. Íslandsmeistaramótið í fimleikum eða bústaður um helgina?

d.

Ég er flutt til heitari landa. Fór í göngutúr með Katrínu í dag og núna er ég öll í rauðum flekkjum í andlitinu eftir kuldann....

d.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Af móður.

Einhverntímann skrifaði ég um það hve mamma er hrikalega góð í að tileinka sér nýyrði. Við vorum að fara í bíó og ég sagði henni að hún mætti ekki "beila". Hún varð skrítin í framan því spurði ég hana hvort hún vissi ekki örugglega hvað það þýddi og hún sagði: "Jú, að kúka..."

Hún er ekki hætt! Á bl0gginu hennar stendur: Er hjá Dögg og Katrínu Ýri að „snilla“. Hún hlýtur að eiga við "tjilla".... Svo ef maður les aðeins áfram: Það er brjálað að gera eins og vanalega, en ég er þó að „blögga“ núna. Blögga já meinar blogga... Mamma mín er æði ég bíð eftir að hún gefi út eigin orðabók með Eddu-máli:D

d.

sunnudagur, mars 13, 2005

Lasarus

Við erum öll veik! Katrín Ýr, Ég og Erling var að bætast í hópinn. Ömurlegt ástand. Á morgun er komin heil vika:( Katrín Ýr er þó sem betur fer manna hressust ótrúlegt hvað ungabörn geta alltaf verið glöð. Þegar hún var með 39 stiga hita, nefrennsli, hósta, háls- og eyrnabólgu gat hún alltaf brosað í gegnum tárin.
Við fullorðna fólkið getum lært ýmislegt af blessuðum börnunum.
Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur
á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land,
því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur
komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand.
d.

föstudagur, mars 11, 2005

Starf dagsins:
Ég var að lesa gamlan tölvupóst. M.a. las ég um "skemmtisiglingu" sem við Jóhanna Kristín lögðum á okkur fyrir nokkrum árum. Ferðin var á milli Skagen í Danmörku og Larvik í Noregi. Við vorum báðar alveg hrikalega sjóveikar, við misstum mörg kíló á leiðinni. Í Osló keyptum við 0kkur föt sem við pössuðum aldrei í. Ha ha ha......
En bloggið var um starf dagsins og það er maðurinn sem gengur á milli bása í M/S Peter Wessel og tekur við ælupokum hjá sjóveika fólkinu og blandar saman í stóran ælupoka. Ætli hann vinni við þetta enn;)

d.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Staðan í dag.

High: Perla og Högni áttu litlu prinsessu á þriðjudaginn. Til hamingju:) Ég get ekki beðið eftir að fá að knúsa hana:D

Low: Við Katrín Ýr erum báðar veikar.

d.

laugardagur, mars 05, 2005

Saga úr mjólkurmóðunni miklu.

Ég fór í aerobic á dögunum og mætti með nike skó. Það var ok ef annar hefði ekki verið minn og hinn Erlings.

d.

föstudagur, mars 04, 2005

Heimur versnandi fer!
Mbl í dag!

d.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Dóttir mín er með magakveisuna. Hún er alltaf yndisleg og vær og góð en á kvöldin þá gerist eitthvað og hún byrjar að spennast öll upp. Ég ætla að skrá hér þau ráð sem okkur finnst duga. Allt þetta virkar amk í fyrstu:

1. Gefa Miniform-dropa
2. Gefa Kamillute
3. Hafa hárblásara í gangi
4. Ganga með um gólf og dúa
5. Höfuð-, beina- og spjaldhryggsmeðferð
6. Láta maga barns nema við öxl

d.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Ég vissi ekki að það gæti verið svona mikið að gera þegar maður er í barneignarfríi. Vikan er gjörsamlega undirlögð í alls konar viðburðum! Í dag gengum við Katrín Ýr í Smáralind, því ég bara varð að fá gallabuxur;) Að því loknu gengum við áfram sem leið lá upp í Lindahverfi og snæddum með Sigrúnu og Óla Þór. Að því loknu náði Erling í okkur og við brunuðum í Hafnarfjörð þar sem var æfingamót því að stelpurnar mínar eru að fara að keppa á Bikarmótinu um helgina. Á morgun er svo læknadagur fyrst ég og svo Katrín. Hinn fer ég að hitta gellurnar í Áramótamömmunum og á föstudag er það Sigga Lísa.. Eða hvað;)

d.- brjálað að gera;)