Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Það hlaut að koma að því:)

Ég veit ekki hvað ég er búin að bíða lengi eftir því að komast í bústað, loksins er biðin á enda! Pabbi karlinn reddaði okkur einum slíkum þessa helgi. Hlakka til að gera ekki neitt!!
Kæru vinir það er laust í gistingu á laugardagsnótt, áhugasamir hafi samband;)

d.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Blóð, sviti og tár!


Loksins, loksins erum við búin að fjárfesta í vagni. Já, ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvílík fjárfesting eitt stykki vagn er! Sjötíu og fimm þúsundkallar takk fyrir. Það er tuttugu og fimm þúsund krónum meira en fyrsti bíllinn minn kostaði.
Við vorum fyrir margt löngu búin að ákveða að kaupa okkur Simo vagn. Fyrir þá sem ekki vita þá er Fífa umboðsaðili fyrir SIMO og selur samt sem áður Baby-Sam vagnana í umboðssölu. Þar sem vagnakaup hafa dregist ansi mikið á langinn hjá okkur þá gátum við ekki beðið mínútu lengur. Það mætti kalla upphaflegu kaupin kapphlaupið litla. Þannig er mál með vexti að við höfðum fengið nokkur gjafabréf upp í vagninn í Baby-Sam. En við nánari athugun kom í ljós að týpan sem við vildum var bara alls ekki til þar. Því brugðum við á það ráð að hringja í Fífu og spyrja hvort það væri möguleiki að fá að skipta vagni sem við myndum kaupa í vagn sem til væri í Fífu. Eigandi Fífu féllst á það með því skilyrði að vagninn væri í kassa. Rétt fyrir hálf sjö í gær hringdum við í Baby-Sam og spurðum hvort það vildi svo til að þær ættu Simo-vagn í kassa. Já, það leit út fyrir það en málið var örlítið snúið því helmingurinn var í Smáralind og hinn í Skeifunni. En verslunarstjórinn var almennilegur og sagði að það væri ekkert mál að keyra á undan okkur og opna Skeifuna spes fyrir okkur. Þetta fannst okkur mjög almennilegt. Með bros á vör og gleði í hjarta keyrðum við í góðri trú með vagninn upp í Fífu. Þegar þangað var komið gengum við á vegg. Nei, þessum vagni væri sko ekki hægt að skipta, eigandinn sagði að þetta væri "eld"gömul týpa frá því 2003. Púff.. Hvað veit maður???? Rétt yfir klukkan 7 gengum við með tárin í augunum út úr Fífu (lesist Dögg), þó með e-r númer á vögnum á post-it miða. Í morgun rétt fyrir klukkan 10 biðum við svo fyrir utan Baby-Sam tilbúin að skila vagninum. Við sýndum verslunarstjóranum miðann með númerum og sögðum henni frá ásökunum eigandans um að Baby-Sam væri að selja gamla vagna. Greyið verslunarstjórninn hváði og sagði að þar hefði hún verið plötuð, því hún hefði fengið þessa vagna ekki alls fyrir löngu. Hún fann þó einn vagn sem passaði við númerið á miðanum. Honum pakkaði hún niður fyrir okkur í góðri trú um að hann myndi taka við vagninum þó hann væri ekki í upprunalega kassanum. Bjartsýn komum við í annað sinn í Fífu. Með kassana í annarri og Katrínu í hinni. Nei, nei eigandinn varð hinn illasti, sagðist sko ekki taka við þessu þar sem kassinn væri ekki lokaður og þetta væri það hallærislegasta sem hann hefði lent í á 20 ára ferli. Svo skyndilega þegar Erling er í miðri setningu snýr hann sér að öðrum viðskiptavini og segir: "Get ég aðstoðar?" Þvílíkur dónaskapur. Erling lét að sjálfsögðu ekki bjóða sér þetta, þarna vorum við líka lent á milli umboðsaðila og verslunar. Að lokum fara þeir fram og ræða málið. Þegar þeir komu inn aftur sagði ég við hann að ég hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem við hefðum verið búin að ákveða fyrir löngu að kaupa þennan vagn og þar að auki mælti við hann við marga. Þ.á.m. við góða vinkonu okkar sem var m.a.s. á leiðinni í Fífu að kaupa sér vagn. Stuttu síðar ákvað hann LOKSINS að hringja í Baby-Sam og þau leystu þetta sín á milli. Úr varð að Baby-Sam keypti svarta vagninn af Fífu og við fengum hann á staðnum. Þetta er auðvitað það sem átti að gerast strax, við vorum orðin e-r blórabögglar í þessu öllu saman. Ég hef aldrei lent í öðru eins og vona að ég lendi ekki í svonalöguðu aftur!!

d- þó stoltur vagnaeigandi, eftir gríðarlega erfiðan dag!

P.s. Húrra f ykkur sem nenntuð að lesa þetta;)

mánudagur, febrúar 21, 2005


Annasöm helgi.
Þá erum við búin að skíra hana Katrínu okkar og var henni gefið nafnið Katrín Ýr. Veislan var haldin heima hjá mömmu og voru hvorki meira né minna en 40 manns. Þó var bara það nánasta.

d.

P.s. það eru myndir á síðunni hennar.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Nýtt og gamalt.

Erling fór í laseraðgerð á fimmtudag, þetta er ótrúleg aðgerð, klukkan 10 var hann með -4 en nokkrum klukkustundum seinna var hann með 0!!! Um kvöldið keyrði hann eins og ekkert væri og náði í pizzu og það gleraugnalaus! Ég fer við fyrsta tækifæri!

d.

P.s Það á að skíra Katrínu á morgun. Þá fær hún seinna nafnið:)

föstudagur, febrúar 11, 2005

Hvar ertu búin að vera?

Ok, ok ég skal blogga;)
Ég fór á ball með Sálinni á laugardag, það var gaman en hrikalega troðið ég hélt að ég myndi bara troðast undir. Hitti fullt af gömlum djömmurum sem sögðu: "Nei, Dögg hvar ertu búin að vera?" (Dööö var fyrst ólétt í 9 mánuði og átti svo barn..) Hí hí.. Fyrir ballið fór ég í frábært stelpuafmælispartý hjá Sunnu, við fórum í Sing Star, borðuðum góðan mat, spiluðum drykkjuleiki (ég fékk að sleppa skotunum)og dönsuðum líkt og brjálaðar konur. Við og við fór ég inn á bað og sprautaði úr brjóstunum híhí...

d.