Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

mánudagur, janúar 31, 2005

Helginni eyddum við Katrín (og Erling með hléum) í Laugardalshöllinni. Stelpurnar mínar voru að keppa. Þær stóðu sig frábærlega og fóru nokkrar með verðlaun heim.

Skrítið að janúar sé lokið þetta er búinn að vera mánuður mikilla breytinga ekki annað að segja. Það er alltaf viss léttir fyrir kuldaskræfur eins og mig þegar janúar er búinn, þá er mánuði styttra í vorið og sumarið sem er minn uppáhaldstími:)Það lítur út fyrir að ég sé að fara í afmæli hjá Sunnu á laugardaginn! Erling ætlar að leigja e-a brjóstadælu þannig að ég geti fengið mér eins og tvö rauðvínsglös. Það er þó spurning hvort að ég drepist bara ekki eftir eitt;)

d.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Jæja, þá er Erling búinn í barneignarfríi í bili. Það er ekki laust við að ég sakni þess að hafa hann heima. Þarf að læra að vera með allt tilbúið áður en ég sest niður að gefa og að þvo þvott, þrífa og vaska upp þegar Katrín sefur. Þetta kemur allt:p

Við vorum með Sigrúnu og Jóni Gesti á bóndadaginn. Það var mjög næs. Við Sigrún keyptum flottar peysur úr 66 gráður norður á strákana og pöntuðum Nings. Núna bíðum við bara eftir konudeginum.. Híhí.. Segi svona.

Annars erum við þessa dagana (lesist Erling) á fullu að skipuleggja Bandaríkjaferð. Fyrirhugað er að fara í ágúst og dvelja þar nyðra í einar 4 vikur. Við byrjum hjá Kari og Drew vinafólki Erlings. Þar næst förum við í brúðkaup í Indiana og endum svo í Orlando. Þar munum við leigja hús með sundlaug og tilheyrandi. Ekki slæmt:) Sigrún, Jón og co hafa þegar ákveðið að koma og hitta okkur í Orlando.


d.

mánudagur, janúar 24, 2005

OMG! Ég er orðin svoooo léleg að blogga. Þetta hlýtur að fara að lagast, þegar ég fer að fara meira út fyrir þessa 65 fermetra sem þessi blessuð íbúð er;)

d.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Idol.

Eruð þið að fylgjast með idolinu? Held að ég fari að segja eins og bróðir minn þessi þáttur er drasl. Það var fáránlegt að Nanna Kristín skildi hafa dottið út. Þessi líka fína söngkona og Ylfa í bottom three!!! Vala og Brynja voru báðar hörmung. Brynja veik eða ekki veik hún var líka fölsk í 32ja manna úrslitunum. Þetta er ekki söngkeppni fyrir fimmaura, ekki þegar hér kemur við sögu.

d.

föstudagur, janúar 14, 2005

Við dóttir mín fórum í fyrstu heimsóknina (hennar) í gær. Það gekk auðvitað ekki áfallalaust fyrir sig. Að heimsókn lokinni fór ég út og hitaði bílinn fyrir prinsessuna og ætlaði svo að snúa honum við í leiðinni. En það var svo sem auðvitað klaufinn ég þurfti endilega að rekast í annan bíl þegar ég var að bakka! Rispaði þar með þann bíl og það sem mér fannst mikið verra okkar bíl. Þetta var nú mjög lítið en það hefði verið svooooo auðvelt að komast hjá þessu. Ég var ekkert lítið fúl út í sjálfan mig.

d. -klessari

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Útsölur
Jæja hefur e-r verið að þræða útsölurnar? Ef svo er er eitthvað gott í boði, eða er allt búið:p Ég hef nú yfirleitt farið á útsölur og verslað nýjar vörur. Nýju vörurnar eru alltaf mikið meira freistandi heldur en vörurnar sem eru á útsölu.
Mig langar auðvitað mjööög mikið til að kaupa mér e-r föt núna, á eiginlega bara einar buxur langar td í e-r flottar gallabuxur. Tími samt ekki að kaupa mér Diesel buxur á 20 þús;) Hefur e-r séð flottar nenni eiginlega ekki að fara búð úr búð.

d.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Líf með breyttu sniði.

Í dag er Katrín viku gömul. Vika síðan ég var á Landspítalanum að fæða hana. Það að koma henni í heiminn er án efa það erfiðasta sem ég hef nokkuð tímann gert. En afrakstur erfiðisins lætur ekki á sér standa. Það er yndislegt að vera orðin mamma, besta hlutverk sem ég hef tekið að mér. Lífið hefur öðlast allt annan tilgang:)

d.

föstudagur, janúar 07, 2005


Jæja, þá er ég orðin mamma og mér finnst það yndislegt. Við erum bara rétt komin heim af sjúkrahúsinu en mig langaði bara að birta þessa mynd af dúllunni sem hefur verið nefnd Katrín. Það er svo fleiri myndir á síðunni hennar.

d.

laugardagur, janúar 01, 2005

Gleðilegt ár kæru vinir nær og fjær!!
Jæja 40 vikur í dag og ekkert að gerast Ég veit ekki alveg hvað maður hélt kannski að barnið væri með e-ð dagatal og merkti við líkt og við gerum. Það er bara svo skrítið að dagurinn sem maður er búinn að stefna að í marga mánuði sé runninn upp en svo bara vúbbs... ekkert að gerast;) Ég veit svo sem að það er enginn óléttur að eilífu það huggar mig að nokkru leiti.

d.

P.s. Imba í alvöru ég er að reyna að vera þolinmóð:p