Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

miðvikudagur, desember 29, 2004

O... nei ég er ekki búin að eiga;) og hugsa að það gerist ekki fyrr en í fyrsta lagi á föstudag eða laugardag. Þangað til er ég heima í hýði;)

kv
d.

mánudagur, desember 27, 2004

Gleðileg jól!
Hátíðarnar komu og fóru. Mér fannst þetta alveg ótrúlega fljótt að líða í ár. Það spilar að sjálfsögðu inn í að jólin skuli lenda á helgi. Við fórum í 3 matarboð og erum líka að fara í eitt í kvöld. Vorum einnig boðin í kaffiboð á Skaganum sem við slepptum vegna verkja hjá undirritaðri. Það er pínu erfitt svona með fyrsta barn að vita hvenær verkirnir eru alvöru. Ég er tam búin að vera meira og minna að drepast í allan dag og veit ekki hvað það þýðir. Híhí.... Ég er þó búin að hringja á Landspítalann og má koma upp eftir í skoðun ef ég vill. Ég ætla þó aðeins að bíða með það, fara amk fyrst í mat til mömmu og svona;)

Líf, jól og fjör

d.

föstudagur, desember 24, 2004

Elsku vinir og vandamenn til sjávar og sveita.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum allt gamalt og gott.

Jóla- og vinakveðja

Dögg, Erling og Bumbukrílið.


/

fimmtudagur, desember 23, 2004

Jæja, þá er könnunin loksins komin í loftið:D Endilega takið öll þátt hér. Það er svo alltaf hægt að fylgjast með niðurstöðum þó maður sé búinn að taka þátt sjá link hér til vinstri. Verðlaun í boði fyrir þann sem fær flest stig. Reglur um stigagjöf útskýrðar síðar.

Verðlaun:
1. sæti Rauðvínsflaska
2. sæti Bjórkippa
3. sæti Súperdós

d.

mánudagur, desember 20, 2004

Síðasti vinnudagurinn.

Jæja þá er ég formlega komin í frí. Þessi síðasti dagur í vinnunni byrjaði þó ekki glæsilega. Ég vaknaði við símann, ekki gemsann sem átti að vekja okkur Erling, nei það var heimilissíminn. Mér dauðbrá og fékk kvíðakast. Það fyrsta sem ég hugsaði var, það er miðnótt hver er að hringa og af hverju? Vonandi er enginn dáinn eða slasaður. En það var sko ekki miðnótt ó nei heldur miður morgun og það var verið að hringja frá Digranesskóla. Klukkan var sem sagt orðin 9:00 og ég hafði sofið yfir mig. Krakkarnir áttu að mæta 8:30 og þá átti kveðjuteitið að hefjast. Þau mættu öll en ekki ég... Ég er búin að vera miður mín yfir þessu í allan dag.
Ég hafði mig þó til á mettíma. Því 15 mín seinna já 15 mín seinna, var ég mætt með uppsett hár, vel málað andlit í sparífötunum. Geri aðrir betur! Það rættist þó vel úr kveðjustundinni hjá okkur en ég get ekki sagt annað en ég kveð þau með miklum trega. Ég er búin að kenna þessum börunum á 5. ár. Þau voru bara 7 ára (sum 6) þessar elskur þegar ég byrjaði en eru orðin 11 bráðum 12 ára núna. Þau leystu mig út með dýrindisgjöfum og kortum þannig að ég gekk hlaðin út. M.a. var fallegt glerverk og þau sögðu: "Dögg við ætlum að gefa þér þetta fyrir að hafa kennt okkur svona vel."´
Ég læt fylgja með mynd af þeim síðan þau unnu lestrarkeppnina miklu á síðasta skólaári.

d. -blendnar tilfinningar.

sunnudagur, desember 19, 2004

Þá er það komið. Núna er komin full meðganga og við vitum að barnið fæðist innan 4 vikna. Ef ég mætti velja þá vildi ég fæða það á þriðjudag á afmælisdeginum hennar ömmu minnar eða bara eftir áramót. En ég ræð víst engu um þetta;) Ég er amk alltaf með e-a verki núna. Það mætti svo sem líka fæðast á morgun þegar ég er búin að kveðja bekkinn minn og fara í strípur og klippingu.. híhí þetta gerist víst ekki eftir pöntun.

d.

miðvikudagur, desember 15, 2004

Af börnum.Lítill vinur minn kom í heimsókn til okkar Erlings um daginn og spurði hver ætti bangsa sem frænka mín kom með til okkar um daginn. Ég sagði að litla barnið ætti bangsann. Vinur minn hváði og hljóp um alla íbúð og skoðaði í krók og kima að því búnu kom hann aftur á máli við mig og segir: "Dögg, hvar er litla barnið?" Ég sagði honum að það væri ennþá í maganum en kæmi bráðum út. Nokkrum dögum seinna var þessi sami vinur minn á staddur á McDonald´s með pabba sínum og sagði á milli hamborgarabita: "Pabbi, veistu að bráðum kemur litla barnið út um munninn á Dögg." "Nú," svarar pabbinn. "Kemur barnið út um munninn? Ertu nú viss um það?" Það stóð ekki á svari hjá félaga mínum: "Já, sko alveg eins og maturinn fer upp í munn og ofan í maga, þá fer litla barnið úr maganum út um munninn!" Þegar hann var búinn að sannfæra pabba sinn fékk hann sér annan bita sem fór jú ofan í maga.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Þessa dagana elska ég:

  • Nudd
  • Rúmið
  • Beyglur
  • Kakómalt
  • Reyktan lax
  • Malt og appelsín

d.

mánudagur, desember 13, 2004

Mig dreymdi að ég væri að taka þátt í maraþonhlaupi. Skýring: ég á mjög erfitt með andadrátt..

d.

sunnudagur, desember 12, 2004

Jæja...

Þá má barnið fæðast þegar það vill. Við Erling tókum þvílíka rispu hérna heima í gær. Við byrjuðum á því að snúa öllu við í stofunni, við gátum ekki haft skipulagið eins og það var þurfum meira gólfpláss. Eftir nokkrar speklúrasjónir tókst okkur svo að snúa þessu þannig að okkur fyndist flott og praktískt. Þar næst fórum við eins og hvirfilbylir inn í svefnherbergi og tókum allt úr kommóðunni því hún að vera fyrir barnið. Eftir það sótti að mér þvílík þreyta þannig að ég lagði mig í 3 klukkutíma! Ég vaknaði um klukkan 22 og þá tókum við fataskápinn í gegn. Í dag verður svo þrifið hátt og lágt.

d. - á fullu.

P.s. Ekki má gleyma að jólaskrautinu var líka hent upp;)

föstudagur, desember 10, 2004

Ahhh... Er í fríi í vinnunni í dag, þvílíkur lúxus;D Ég svaf hvorki meira né minna en til klukkan 13!! Í kvöld er svo jólahlaðborð hjá vinnunni og efast ég ekki um annað en það verði mikið gaman mikið fjör eins og alltaf á skemmtunum hjá Digranesskóla.
Um helgina hef ég hugsað mér að klára að jólast hérna heima. Við erum búin að setja upp greni og ljósaseríu á svalirnar og aðventuljós í gluggana en lítið annað höfum við enn gert. Við verðum víst fyrst að taka til;) Ekkert gaman að skreyta þegar það er allt í drasli.
Líf og fjör um helgina!
d.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Ótrúlegt hvað við eigum mikið af jóladóti (eða litla íbúð). Það er varla hægt að finna auðan flöt til að stíga á eftir að Erling kom með kassana úr geymslunni í gær. Við ætlum að vera búin að skreyta fyrir helgi. Settum að vísu aðventuljós í gluggana, og greni og perur á svalirnar, í gær. En það er nóg eftir að gera enn. Þetta og undirbúningur fyrir komu barnsins er full vinna en skemmtileg.

d.

mánudagur, desember 06, 2004

Pítan, Bridget Jones, hnoðri, jólahlaðborð.......

Það voru haldin litlu-jól í vinnunni hjá Erling á föstudag. Þau hófust klukkan 16:00 með því að jólasveinn færði viðstöddum jólasveinahúfur. Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Erling og Kalla vin hans 4 tímum seinna. Það var ekki sjón að sjá þá báðir valtir og annar með jólasveinahúfu með blikkandi ljósum á. Ég var að hugsa um að keyra burt en þeir voru víst búnir að sjá mig þannig að ég gat vart annað en tekið þá upp í bílinn. Við ákváðum að skella okkur á Pítuna og fá okkur í gogginn. Rétt áður en við fórum inn þá stakk ég hendinni ofan í veskið mitt greip púðurdósina og skellti framan í mig. Þegar inn var komið pöntuðum við og fannst mér fólkið horfa e-ð skringilega á mig og gat ég mér þess til að það væri af vorkunn. Hver myndi ekki vorkenna konu kominn á steypinn með tvær fyllibyttur í eftirdragi. En skýringin var önnur amk að þessu sinni. Þegar við höfðum pantað þurfti ég að bregða mér á wc og við mér blasti hræðileg sjón. Þið sem hafið séð Bridget Jones II munið skilja þetta betur. Ég var með fjóra stóra flekki í andlitinu!! Einn á enninu, á sitthvorri kinn og einn á hökunni. Nei ég var ekki komin með bráðaofnæmi heldur hafði ég gripið sólarpúður í stað venjulegs þegar ég ætlaði að hressa upp á útlitið. Púff... vandræðalegt.
Að máltíð lokinni keyrðum við Erling Kalla heim og brunuðum svo í Kópavog til að horfa á Idolið. Að því loknu ætluðum við í heimsókn til Sigrúnar og Jóns. Erling stóð í ganginum fullklæddur en var e-ð einkennilegur. Riðaði allur og var alveg öskugrár í framan. Mér leist ekki á kauða og ætlaði að hætta við að fara. En ákvað þó að prófa að senda hann á wc. Eftir að hafa kastað upp pítu og jólabjór var kominn örlítill roði í kinnar hans þannig að ég lét slag standa og fyrri plön um heimsókn stóðust. Það var hrikalega gaman að sjá og knúsa hnoðrann þeirra hann er svo ósköp lítill enda bara viku gamall.
Á laugardag fórum við svo á jólahlaðborð hjá KB-banka. Það var haldið í Bláa Lóninu og var ósköp notalegt. Þar sem ég hef samanburð síðan síðustu helgi get ég fullyrt að hlaðborðið í Bláa Lóninu var mun betra heldur en það í Skíðaskálanum. Í gær var okkur boðið í mat til Betu tengdu, rauðvínslegið lambalæri og fleira góðgæti. Út fórum með nýþvegnar og stroknar samfellur á krílið ásamt sæng og kodda. Þaðan fórum við til Mömmu og Pabba þangað var vaggan komin. Þegar heim var komið varð mér skyndilega "óglatt" af tilhugsuninni hvað ég ætti eftir að gera mikið áður en barnið fæddist. Ég gat því ekki annað en tekið fram straujárnið og straujað ósköp litlar flíkur þó svo að það væri komið fram yfir miðnætti. Mér leið mun betur á eftir.

föstudagur, desember 03, 2004

Ég fór á The Polar Express í gær ásamt ömmu og mömmu... Amma átti afmæli. Myndin var æði og mæli ég tvímælalaust með henni fyrir alla fjölskylduna. Erling komst því miður ekki það voru jólaþrif í blokkinni, hann er gjaldkeri strákurinn og verður því að vera ábyrgðarfullur gagnvart hinum íbúunum. Það var leitt því við vorum búin að hlakka til að sjá þessa mynd í heilt ár. Kannski ég fari bara aftur á myndina með honum.

d.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Ég hlakka svo til......


-að geta legið á maganum
-að eiga auðveldara með að vakna
-að kenna ekki til í bakinu
-að geta sofið lengur en 3 tíma án þess að pissa
-að vera ekki með lítið blóð
-að geta farið í fleiri en þrjár búðir án þess að vera búin á því
-að vakna ekki með bjúguputta
-að sjá litla krílið okkar og knúsa það


.... ég hlakka alltaf svo til.

d. -hlakkar til.