Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

fimmtudagur, september 30, 2004

Vá, ég held að fundurinn hjá samninganefnd kennara og sveitafélaga standi enn. Þeir hafa ekki þorað öðru eftir að hafa blásið þann síðasta af eftir nokkrar mínútur. Ég er samt ekki bjartsýn. Held að það sé EKKERT að gerast í þessu. Ég var ein af þessum 1500 sem stóð fyrir utan Höfðaborg í morgun. Þaðan var svo farið niður í Ráðhús og endað í Menntamálaráðuneytinu. Ég lét duga að standa fyrir utan Höfðaborg er nefnilega að drepast vinstra megin í náranum og bakinu, veit ekkert hvað þetta er. Þetta er samt bara þegar ég geng ekki þegar ég sit eða ligg! Hmmm, kannast e-r við þessi einkenni?

d.

miðvikudagur, september 29, 2004

Þegar maður er í verkfalli verður maður að reyna eftir mætti að minnka eyðslu. Þar sem mun minni tekjur munu koma inn til reksturs heimilisins. Í fyrradag týndi ég lykli ekki bara einhverjum lykli heldur þeim eina sem gengur af póstkassanum okkar. Ég býst við að þurfa að brjóta hann upp og kaupa nýjan lás hvar svo sem maður gerir það. Í gær braut ég svo sófaborðið. Ég var einfaldlega að taka glös af borðinu og missti annað glasið á borðið þá hrökk borðið í sundur. Það furðulega er það að glasið er heilt! Núna á 10. degi verkfalls á ég ekki lengur sófaborð og ég næ ekki póstinum úr póstkassanum. Þori ekki að hugsa um hvað gerist ef þetta dregst langinn.

d.

mánudagur, september 27, 2004

Það er svo skrítið að þegar ég bjó ein sem ég gerði í mörg ár. Þá gerði ég allt sjálf. Þ.e. hengdi upp myndir, boraði upp hillur, stillti sjónvarp og gerði m.a.s. við tölvur. Eftir að ég byrjaði í sambúð þá geri ég ekkert að þessu lengur! Til dæmis voru myndirnar í eldhúsið og svefnherbergið fyrst að koma upp í gær (við fluttum í mars). Bara vegna þess að ég var alltaf að bíða eftir að Erling hengdi þær upp. Skil ekki af hverju ég var bara ekki búin að því sjálf.

d.

föstudagur, september 24, 2004

Kominn föstudagur og enn verkfall sem er víst að öllum líkindum ekki að fara að leysast. Fólk sýnir þó mikla samstöðu sem er fyrir öllu. Ég vona að eitthvað skýrist í næstu viku, ég væri til í að vinna svolítið áður en ég fer í fæðingarorlofið.

Kominn föstudagur og bóndinn sefur í sófanum. Það var bjór í vinnunni hjá honum held að magnið hafi svæft hann.

Kominn föstudagur og Hjördís sem átti að eiga laugardaginn 11. september enn með barnið í belgnum. Fjórar aðrar sem ég þekki og áttu að eiga á eftir henni búnar.

Kominn föstudagur og ég ekki enn búin að taka til og þrífa því hefur verið frestað síðan á mánudag.

Annars lítið annað.

d.

fimmtudagur, september 23, 2004

Jæja, kominn fimmtudagur og ég enn í verkfalli. Það er fundur núna og vonandi skírist eitthvað í dag.
Við Erling fórum út að borða og á dávaldinn í gærkvöldi. Tex Mex varð fyrir valinu. Það væri varla til frásögu færandi nema ég fékk risa kjúklingabein inn í enchiladakökunni minni! Það var hrikalegt því ég er ein af þeim sem missi algjörlega matarlystina. Við létum að sjálfsögðu vita af þessu og fengum gjafakort fyrir okkur bæði. Veit samt ekki hvenær mig langar að fara þarna aftur. Eftir máltíð og röfl brunuðum við niður í bæ. Þar sem dávaldurinn var í Iðnó lögðum við í Lækjargötu fyrir
utan Íslandsbanka. En mig langaði svo voða mikið í bland í poka þannig að við gengum í átt að Fröken Reykjavík. Hefðum kannski betur sleppt því. Vegna þess að það stoppaði fyrir okkur bíll til að við kæmumst yfir götuna sá bíll fékk annan bíl aftan á sig. Bara vegna þess að VIÐ vorum að ganga þarna. Spurning hvort að ég eigi bara ekki að skella skuldina á TEX MEX, því ef að ég hefði ekki fengið beinið í matinn hefði mig líklega ekki langað í bland í poka. Já, eða kenna bara KB-banka um þar sem við fórum á sýninguma í boði hans. En sýningin var hreint út sagt mögnuð, mjög gaman að sjá svona. Ótrúlegt hvað er hægt að láta fólk gera.

d.

miðvikudagur, september 22, 2004

Jæja er í verkfalli og hef sjaldan haft jafn mikið að gera:p enginn tími til að slaka á. Á mánudag sátum við Ýr og Herdís kennókonur í eldhúsinu hjá Herdísi í marga klukkutíma og ræddum málin. Í gær var ég á verkfallsvaktinni, þ.e. fór í skóla ásamt 3 samstarfskonum mínum og gætti þess að allt færi vel fram. Það kom í okkar hlut að fara og athuga með gæslu eftir hádegi í skólum. Gæta þess að engin önnur starfsemi færi þar fram en ætti og að engin önnur börn þar væru en ættu. Það ótrúlega var að það voru aðeins örfá börn mætt. Á einum stað aðeins 6 af 40.
Læt hér fylgja með mynd af nýjasta prinsinum hennar Evu Úllu. Hann fæddist á sunnudag og var 16 merkur og 53,5 cm.


d.

föstudagur, september 17, 2004

Eva Úlla says:
er að labba út og farin uppá deild, búin að melda mig þar.

Var að fá þetta á MSN-inu frá henni Evu minni rétt í þessu, babyið verður örugglega komið næst þegar maður heyrir í henni:p Við verðum að senda henni góða strauma.

d.

Skrítið að vita ekki hvort maður sé að mæta hér á mánudag eður ei. Hvað haldið þið? Tjáið ykkur:)

fimmtudagur, september 16, 2004

Vá, hvað börnin eru brjáluð þessa dagana. Þau eru að bilast út af yfirvofandi verkfalli. Tvær dúllur í mínum bekk sögðu að vísu: "Dögg við verðum bara að hafa verkfallið eftir áramót því þá getum við notið þín lengur." Á meðan gaurarnir mínir geta ekki beðið og halda að þetta verði eins og hvert annað sumarfrí. Þeir gleyma því þó að löng sumarkvöld með sól og birtu eru að baki. Ég sagði líka við þá að þeim ætti eftir að hundleiðast. En þeir geta ekki beðið eftir því að vera í fótbolta á daginn og horfa á 70 mínútur á kvöldin. Verða sem sagt ótrúlega svekktir ef ekkert verður úr þessu.

d.

miðvikudagur, september 15, 2004

Þegar svona viðrar get ég vart beðið þess að komast heim í sófann. Veit ekki hvort verður góð bók eða bíómynd.

d.

þriðjudagur, september 14, 2004

Bróðir minn er snillingur! Hann skoraði þrennu í leik Breiðabliks og HK á laugardag. Ég læt myndirnar tala sínu máli!

Bróðir átti að mínu mati að fá víti út á þetta!


Raggi með þrumuskot.

föstudagur, september 10, 2004

Oj, oj, oj! Ég er sko ekkert betri. Þurfti mas að hringja og afpanta klippingu sem ég pantaði mér fyrir löngu. Það er leiðinlegast í heimi að vera svona aumingjalegur. Ég geri ekkert, tek ekki til, þríf ekki, sef ekki, elda ekki.... Hangi í tölvunni og yfr tv til skiptist. Verst er að þurfa að eyða helginni í þetta líka!

d.

fimmtudagur, september 09, 2004


Ég kynni nýjan bloggara til leiks. Það er engin önnur en hún Ragnheiður Þórdís AKA Ragga Dís. Ég kynntist Röggu Dís í Vindáshlíð fyrir já einum 20 árum síðan spáið í það. Við vorum herbergisfélagar í Grenihlíð, þar var margt brallað. Eins og við erum miklir (a)(a) báðar tvær þá voru ótrúlegustu prakkarstrik sem við gerðum. Við nenntum ekki í göngutúr upp á fjall og földum okkur í kjallaranum, stálum djúsi úr eldhúsinu, settum tannkrem undir hurðarhúna á öllum herbergjum (þmt undir okkar svo við yrðum ekki nappaðar), tróðum mat sem okkur fannst vondur ofan í tómar mjólkurfernur og svo mætti lengi telja. Núna þegar við erum hættar að fara í Vindáshlíð á sama tíma þá erum við óléttar á sama tíma! Mjög gaman:)
Ragga Dís er líka systir hennar Siggu Lísu. Ég var með Siggu Lísu í Kennó og við Sigga erum stoltir framleiðendur metsölumyndbands um Evu Úllu sem við framleiddum í tilefni brúðkaupsins hennar.Sigga Lísa bloggar á hverjum degi nema undanfarna daga. Hún er að bíða eftir nýja barninu sem verður að fæðast í Danmörku. Maðurinn hennar er aftur á Íslandi. Hún hefur samt ekkert getað bloggað núna því tölvan er farin úr íbúðinni hennar. Það var samt búið að lofa henni annarri tölvu en sú er biluð!

d.

Ég óska engum og ekki einu sinni mínum versta óvini að fá þennan vírus. Þvílíkur óbjóður. Mér er illt í öllu andlitinu. Enni, augum, eyrum, nefi, kinnum og hálsi. Lifi bara á soðnu vatni og sítrónum.

d.

P.s. Hjartanlega til hamingju með afmælið þitt Dagný sæta systir! Bara eitt ár í skemmtistaðina:D eða hvað;)

miðvikudagur, september 08, 2004

Jæja þá er ég lögst með klútinn við hlið bóndans, sem hefur verið veikur síðastliðna daga. Glatað!
Ég setti inn svona niðurtalningu eins og Perlan;) Líka gott til að muna.. Ég er alveg rugluð í þessum vikum eftir að þær urðu tuttugu og eitthvað....

d.

þriðjudagur, september 07, 2004

Lítil 6 ára hnáta potaði án afláts í magann á mér í gær. Ég sagði að hún yrði að passa sig að ýta ekki og fast því ég væri með barn í maganum. Þá leit hún á mig einlægum augum og sagði: "Ertu með barn í maganum? Þú er samt ekkert feit." Ég get ekki sagt annað en að skottan bjargaði ómögulegum mánudegi. Sérstaklega í ljósi þess sem samstarfskona mín sagði við mig í síðustu viku: "Anna Margrét, Dögg er hún systir þín, ekki hefði mér dottið það í hug, hún svona á há og grönn og og..." Já, já það vantaði bara og þú svona lítil og feit.

d.

föstudagur, september 03, 2004

Föööstudagur!

Tíminn flýgur þessa dagana. Það eru bara mánudagar og föstudagar, elska svona vikur.
Það var matarboð hjá mömmu í gær í tilefni afmælis Önnu systur. Það var dönsk skinka ekkert lítið góð:p Verð að verða mér út um svona. Spurning um að ráðast í innflutning.
Erum að fara upp á skaga í kvöld. Rúnar frændi hans Erlings á afmæli. Veit ekki hvort við verðum mjög lengi þar sem ég er að þjálfa á morgun!
Hér í vinnunni er vart rætt um annað en verkfall, enda eru mjög miklar líkur á að það skelli á, það kemur þó allt í ljós um helgina.

Líf, verkfall og fjör... eða eitthvað.

d.

miðvikudagur, september 01, 2004

Löööngu kominn tími á blogg!
Það er bara alltaf of mikið að gera. Það var rosa gaman í brúðkaupinu á laugardag ég skal reyna að setja e-r myndir inn í kvöld. Ég var á þjálfarfundi hjá Björkunum i gær og það lítur út fyir að ég verði að þjálfa 4x í viku. Pínu mikið ég ætla að sjá hvernig það gengur.

d.