Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Annasöm vika.
Þá er 1. vikan í kennslu senn á enda. Þetta fer bara vel af stað börnin í góðu jafnvægi og kennarinn líka. Kannski er það vegna þess að ég er í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að kenna "bara" í 100% kennslu. Þannig gefst aukinn tími í undirbúning og kennslan skemmtilegri.
Þetta er búin að vera mjög viðburðarrík vika það skýrir bloggleysið. Hef ekki gefið mér tíma í að sitja við tölvuna. Á mánudag horfðum við á Ragga bróður minn skora fyrsta mark Breiðabliks gegn Fjölni á Kópavogsvelli. Á þriðjudag buðum við skemmtulegu fólki í mat og í gær fórum við á tvöfalda Lúxus-sýningu Popp tíví í Smárabíó. Í kvöld er svo haustfagnaður KB-banka og brúðkaup hjá Finni og Mæju á morgun! Nóg að gera...

Líf, leikur og fjör.

d.

P.s. ef þið þekkið góðan sjúkraþjálfara sem starfar í Sjúkraþjálfun Kópavogs látiði mig endilega vita! Er með króníska vöðvabólgu einkum um nætur....

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Gúd dei.

Kominn fimmtudagur þessi vika hefur gjörsamlega flogið áfram!!

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Menningarnótt.


Við, Edda í miðbænum.

Halló, halló!! Snemma beygist krókurinn.

Erling mátar Sævar Karls hattinn minn.

Ég fékk svo annan hatt því hinn passaði ekki við outfittið.

Mamma og Ester voru samt langánægðastar með hattana.

Og svo ein flugeldamynd í lokin:)

Líkt og ég sagði í gær átti þetta að vera menningarnóttin sem maður sæi eitthvað. Þess vegna las ég bæklinginn spjaldanna á milli og Erling merkti við þá atburði sem okkur langaði að sjá. Okkur til mikillar skelfingar tókst okkur þó að gleyma blaðinu heima! Algjörir aular.
Við vorum komin í bæinn um 13:30 og byrjuðum á því að horfa á nokkra dugnaðarforka hlaupa í mark í maraþoninu. Meðal þeirra sem við sáum var maður sem ætti að mínu mati að vera löngu hættur að hlaupa það gamall var hann. Ég var dauðhrædd að hann myndi gefa upp öndina þá og þegar.
Frá Lækjargötu héldum við í Ráðhúsið og hittum Eddu þar. Hannes var að spila á trommur þar ásamt Vestmannaeyingum. Að því loknu var mál að næra sig og varð Pizza 67 fyrir valinu. Þar fengum við prýðilega pizzu. Að máltíð lokinni héldum við á Ingólfstorg og horfðum á Jónsa og félaga í svörtum fötum. Við vorum sammála um að Jónsi hefur bætt sig sem söngvari. Frá Ingólfstorgi var rölt aftur í Ráðhúsið þar sem Hannes átti að fara að spila. Þar settumst við niður og fengum okkur kaffi og kakó. Að því loknu héldum við á lækjartorg og horfðum á Hárið. Við ætluðum svo á Café Óperu og hlusta á Reykjavík5 en því miður var bara gert ráð fyrir matargestum á þá tónleika. Það varð því úr að við Erling ákváðum að skella okkur til Sólrúnar vinkonu okkar. Hún var að halda kveðjupartý þar sem hún er að fara að flytja til New York eftir viku. Það var að vanda vel veitt af bæði mat og drykk hjá Sólrúnu enda er hún gestrisnin uppmáluð stúlkan sú. Um níu leytið héldum við Erling svo aftur í miðbæinn. Við kíktum við hjá Sævari Karli og var hann að gefa öllum konum hatta. Þaðan fórum við á Sircus og loks á Hafnarbakkann. Þar hittum við mömmu, pabba og vinafólk þeirra. Eftir flugeldasýningu var svo haldið heim með þó með viðkomu hjá múttunni.

d.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Þá er loksins komið að Menningarnótt Reykjavíkur:) Ég ákvað að vera skipulögð í ár og skoða dagskrána vel og vandlega. Því yfirleitt hefur maður gengið um og alltaf rétt misst af öllu!
Ég fór út að borða með stelpunum mínum í gær. Við fórum á Caruso og var hrikalega gott og gaman. Þar voru m.a. rifjaðar upp gamlar skandala- og drykkjusögur, það er alltaf fyndið. Eftir á fórum við á tvo ónefnda staði að hlusta á live tónlist. Ég var komin í ból rétt fyrir tvö algjörlega búin á því!;)

Líf, menning og fjör!

d.

föstudagur, ágúst 20, 2004

Ég er búin að sjá það að líf mitt stjórnast af ólympíuleikunum. Ég svaf milli átta og ellefu í gærkvöldi eða þangað til fimleikarnir byrjuðu. Vaknaði svo í morgun og horfði á handbolta (að vísu bara síðustu mínúturnar:p)

Líf og menning um helgina!!

d.

P.s. Sigrún Erna á afmæli í dag, innilega til hamingju!

fimmtudagur, ágúst 19, 2004


OMG!!! (sérstaklega fyrir SL;))

Við fórum á landsleikinn í gær og það var bara fullkomið! Það var uppselt á leikinn en inn ætlaði ég, við vorum búin að redda 2 miðum en vorum þrjú. Okkur var síðan skyndilega gefinn miði. En okkur til mikilla vonbrigða reyndist hann vera barnamiði. Ég ákvað þó að taka sjensinn og setti upp sama svip og þegar maður var að svindla sér inn á skemmtistaði löngu áður en maður varð tvítugur. Viti menn ég fór inn á miðanum.
Ég held að ég hafi verið heppin að vera ekki komin lengra á leið því þá hefði barnið örugglega fæðst á hliðarlínunni. Stemmningin var ólýsanleg!! Ég held að ég sé ennþá í skýjunum... Get ekki sagt að maður hafi verið bjartsýnn í upphafi.

d.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Jæja dagur tvö í vinnunni og helmingi auðveldara að vakna heldur en á degi eitt. Mér finnst fínt að vera byrjuð að vinna aftur. Það fær tímann til að fljúga áfram og þar er akkúrat sem ég vil.
Ég fór í saumó í reglulega- og viðburðarríkasaumaklúbbnum í gær. Að sjálfsögðu voru stórfréttir! Það eru alltaf stórfréttir!! Ein tilkynnti að hún væri ólétt reyndar ekki sú fyrsta sem ég frétti af þann dag;) Það þýðir að við erum núna tvær af sex ófrískar en samt eru þrjár nýbúnar að eiga (des, jan og feb). Þannig að þegar við erum búnar að unga út verða komin átta börn á tæpum 3 árum undan 6 konum!!! Geri aðrir betur!!!

D.

sunnudagur, ágúst 15, 2004Við fórum á Hárið í gær. Það var GEEEEÐVEIIIIKT!!! Enginn smá kraftur í krökkunum og gaman að sjá hvernig þau lögðu sig 100% fram og sungu út! Tvímælalaust allt önnur sýning heldur en fyrir 10 árum síðan. Selma var langbest af stelpunum og Hilmir af gaurunum. Hannes Þór er svo enginn smá dansari flottur strákur og Sverrir Bergmann syngur BETUR!

d.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Jæja, þá er frábært sumarfrí á enda. Ég mæti galvösk í vinnu á mánudaginn. Það verður held ég bara skrítið eftir svona langt frí. Ég hef ekkert unnið svo rosalega lengi. Maí fór að mestu í uppköst og ógleði og eins var með júní. þannig það er komið á fjórða mánuð í fríi!
Við fórum í sónar í gær og það leit allt mjög vel út:) Krílið orðið 30 cm og 300 gr. Voða létt ennþá. Við fengum aðra dagsetningu sjálfan nýársdag það munar ekki um það!!

d.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Ví vúhú!!! Veðurblíðan á þessu langi ætlar engan endi að taka! Sem er gott:D Ég tók bara þokkalegan lit í gær og ætla sko ekki að slá slöku við í dag;) Það veitir ekki af að fá nóg af sól í kroppinn áður en sumarfríinu lýkur. Bara tveir dagar eftir! En þetta er búið að vera gott frí því er ekki að neita. Það er samt spurning hvort þessi vinnutörn verði löng þar sem verkfall kennara er yfirvofandi.

d.

P.s. Farin í Nauthólsvík í sandölum og ermalausum bol!!!

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Það er allt of gott verður í dag! Ég bara verð að fara í sund eða í Nauthólsvík..
Dúrí dúrí dúrí

d.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Vá, dagurinn í gær ætlaði engan endi að taka, það voru þrif og bakstur þar til klukkan sló tvö og gott betur. Það er eins gott að þetta verði fyrirhafnarinnar virði:p Í morgun er ég svo búin að þvo gluggana, búa til fyllingu í rúllubrauð og þvo fullt af þvotti! Held að ég sé að tapa mér í húsmóðurhlutverkinu!

d.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Jæja mánudagur til mæðu segja þeir. Þessi er samt nokkuð góður. Ég er að taka til, þrífa og baka. Við Erling eigum nefnilega von á gestum í kvöld og ég á morgun. Í kvöld koma þau Lúlli og Nanna af Skaganum og á morgun nokkrar kennslukonur úr Digranesskóla. Ég ætti að taka fyrir og eftir mynd slíkt var ástandið hér á heimilinu áður en ég fór að taka til hendinni;)
Við kíktum til Betu mömmu hans Erlings í gær. Hún átti afmæli. Þar fengum við dýrindis kökur og fínerí. Að máltíð lokinni sýndi hún okkur dýrindis skírnarkjól sem hún er búin að prjóna. Hún prjónaði að vísu tvo einn fyrir Erling og annan fyrir bróður hans. Mamma saumaði líka kjól þegar hún gekk með mig. Þannig að ég býst við að barnið verði bara í báðum kjólum er það ekki bara frábært:)?

d.

P.s.
Hann Gísli vinur minn er að leita sér af íbúð á höfuðborgarsvæðinu og það helst í gær!! Íbúðin á að vera 2ja-3ja herbergja helst miðsvæðis ef hægt er. Endilega látið mig vita hér á blogginu ef þið vitið um eitthvað.

sunnudagur, ágúst 08, 2004


Þarna erum við systurnar í góðum fíling á Þjóðhátíð.

Jæja I´m back!!!
Bara vika eftir af sumarfríinu haustið nálgast óðfluga og hefur sólin ekki sést síðan daginn sem við Erling komum heim frá Spáni. Misskilningur þetta er hjá veðurguðum að sumarið sé búið í ágúst. Talaði við Siggu Ölmu í gær og hún var að kafna úr hita í Danmörkinni. Sumarið byrjaði hjá henni þegar það endaði hér.
Verslunarmannahelgin:
Mestum hluta helgarinnar eyddum við í faðmi fjölskyldunnar á Laugarvatni. En ákváðum þó að skella okkur á Þjóðhátíð á sunnudeginum. Ekki alveg hægt að missa af þessu;) Planið var að við færum fjögur, við Erling, Anna systir og Bogi kærastinn hennar. Bogi beilaði þó á síðustu stundu. Þannig að úr varð að við fórum þrjú. Við Anna Margrét erum örugglega sjóveikustu manneskjur í heimi og þó víða væri leitað, því veit ég ekki hvernig okkur datt í hug að fara með Herjólfi! Við tókum sjóveikistöflur klukkustund fyrir brottför og taldi ég mig því örugga. Systir var svarsýnni. Það var samt ég sem hóf ælulotu okkar systra sem stóð í rúma 3 tíma. Það voru ALLIR veikir í þessu skipi. Fólk lá um allt og engdist um. Ég hélt í alvöru að þetta væri mitt síðasta. En allir hlutir taka víst enda og það gerði þessi sjóferð líka. Það var ekki laust við að maður fyndi fyrir sjóriðu langt fram eftir vikunni en jú það var þess virði!! Bara til að komast í Dalinn og heilsa upp á liðið.
Við flugum heim.
Gærkvöldið:
Fórum á Rútstún, í Smáralind, í miðbæinn, á Hornið, í bíó, á Brennsluna og á Select. Á Rútstúni horfðum við á Latabæ og fórum í hoppukastala með hinum börnunum, í Smáralind drukkum við heitt súkkulaði og kaldan bjór, í miðbænum horfðum við á stelpur leiða stelpur og stráka leiða aðra stráka, á Horninu fengum við Hálfmána og sjávarréttasúpu, í bíó sáum við The Village, á Brennslunni fengum við Malibú, bjór, sítrónuvatn og rúsínur, á Select fengum við pylsu og bland í poka.

d.

P.s. Dreymdi að góð vinkona mín hefði framið sjálfsmorð. Að dreyma sjálfsmorð bendir víst til að dreymandinn sé úttaugaður. Ótrúlegt hvernig ólétta getur leikið mann.