Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

mánudagur, júní 21, 2004

jæja, ta er madur mættur til Noregs i hreint otrulega afsløppun. Vedrid hefur ekki verid til ad hropa hurra fyrir tad vantar alveg solina og vona eg ad hun fari ad lata sja sig a næstu dogum. Eg efast ekki um ad tad se glampandi sol heima tar sem tetta virdist alltaf vera øfugt. Vid erum ad mestu bunar ad eyda timanum i svefn, spil og glap. A laugardag skruppum vid til Dalen sem er ca klukkutima hedan. Tar fann eg otrulega gott utilegudress a bondann a skit og kanil.
Tad er otrulega furdulegt ad svo virdist ad skommu eftir ad eg fer til utlanda birtast myndir af mer i blødunum. Tessi var i DV a laugardag. Nei eg er ekki ordin mamma modirin snyr baki i myndavelina;)

Lif og fjør

Døggin.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega þjóðhátíð sykurpúðar til sjávar og sveita. Ég muna dvelja mest megnis af honum í háloftunum. Að þessu sinni er stefnan tekin á Osló. Er að fara með Dagnýju "litlu systur". Svo koma amma og Stella frænka á morgun. Við Dagný ætlum að bíða eftir þeim en á morgun höldum við til Seljord þar sem Erla frænka og fjölskylda búa. Ég læt örugglega frá mér heyra!

Mússí múss....

fimmtudagur, júní 10, 2004

Ferðasagan.

Þá er það ferðasagan frá Kaupmannahöfn. Við lentum á Kastrup um klukkan níu á föstudagskvöld. Einsi vinur hans Erlings var svo almennilegur að koma að sækja okkur á flugvöllinn. Frá flugvellinum héldum við á Öresundskollegiet þar sem Einsi náði í sniglapóst til sinnar fyrrverandi. Þar sem Sigga Lísa á heima á Öresunds ákváðum við að kíkja á hana í leiðinni. Við settumst þar inn og fengum okkur einn tvo bjóra með þeim. Frá Siggu Lísu héldum við í partý til vinar hans Einsa. Það var fínt við sátum bara og spjölluðum um heima og geima. Fljótlega ákváðum við Erling þó að fara "heim" og hinir í bæinn. Einsi lét okkur fá heillangar handskrifaðar útskýringar á hvar kollegið hans var og hvaða strætó við ættum að taka og hvar hann stoppaði. Þar með héldum við Erling út í nóttina með handskrifaða vegkortið í hönd. Við löbbuðuðum og löbbuðum lengi lengi svo lengi að fæturnir voru farnir að svíða. En loks komum við að kennileiti sem Einsi benti okkur á 7-11 verslun. En þar stoppaði þessi strætó bara alls ekki neitt! Þá var mér allri lokið og sagði: "Erling leigubíl núna ég nenni ekki þessu rugli!" Og leigubíll varð það. Nema þegar við vorum komin hálfa leið með mælinn á blússandi ferð hringir Einsi og tjáir okkur að hann sé enn með lyklana:s Ég hélt sem sagt að Erling væri með þá en Erling hélt að ég væri með þá. Nú voru góð ráð dýr. Við vorum sem sagt að koma að Kolleginu lyklalaus. Það endaði þó þannig að Einsi var svo yndislegur að hann hætti við að fara á djammið og ákvað að koma með lyklana til okkar.
Daginn eftir var afmælisdagurinn minn JIBBÍ!! En afmælisdagurinn minn er líka þjóðhátíðardagur Danmerkur og það þýðir að allar búðir eru lokaðar. Við dóum þó ekki ráðalaus og tókum lestina yfir til Malmö þar sem allt var opið. Komumst amk í H&M og á Subway að fá okkur bita. Þegar aftur til Kaupmannahafnar var komið tékkuðum við okkur inn á Bed and Breakfast rétt við Strikið. Við þó bara rétt hentum töskunum okkar inn og fórum svo út að borða í tilefni afmælisins. Við fengum frábæran kínverskan mat. Að máltíð lokinni fór Einar til vinar síns en við Erling tókum bjórröltið einn á hverjum stað.
Á sunnudeginum vöknuðum við ekki fyrr en klukkan 13. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í Sverri Þór frænda minn en hann er búsettur í Kaupmannahöfn ásamt kærustunni sinn og dóttur. Við ákváðum á hitta þau á Amaertorv og finna okkur svo einhvern stað til að fá okkur einn öl á. Það var reglulega gaman að sjá þau og sú stutta sló í gegn. Um það bil 2-3 tímum seinna kvöddum við þau og eyddum kvöldinu með Einari og Birni vini hans í TIVOLI.
Mánudeginum eyddum við svo öllum í verslunum fyrst á Strikinu svo á Fiskitorginu. Um kvöldið fórum við í bíó og heim á þriðjudagsmorgun:)

d.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Hellú.....

Lítið um skrif á þessum vettvangi upp á síðkastið... Ástæða??
En við Erling ætlum að bregða okkur til Kaupmannahafnar á föstudag. Ég get varla ráðið mér fyrir kæti. Ég á sjálf afmæli á laugardaginn sem er einnig nb þjóðhátíðardagur Danmerkur. Þannig að ef þið verðið á Strikinu um helgina þá verðum við þar líka og ætlum mas að dvelja fram á þriðjudag.

Líf og fjör

D. í sumarsveiflu.