Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

föstudagur, maí 21, 2004

God Dag!!!

Ástæðan fyrir því að þið hafið EKKERT heyrt frá afmælinu er sú að undirrituð hefur verið fjarri öllu netsambandi. Ég hef haldið til á Laugarvatni í heila viku! Fékk mér bara frí í vinnunni:D Alveg nauðsynlegt af og til:p
Afmælið heppnaðist rosa vel og fólk skemmt sér að eigin sögn konunglega. Fyrstu afmælisgestirnir mættu mas strax á föstudeginum mörgum tímum á undan mér og afmælisbarninu:) Föstudagurinn var þó tekin rólega (hjá flestum) til að vera sem best tilbúin undir átök laugardagsins.
Á laugardeginum var fólk að tínast frá klukkan 16-19. Það var mikil stemmning yfir Eurovision en við Erling höfðum áður skipt fólkinu niður í lið. Hvert lið átti svo að koma sér saman um hvaða þjóða það vildi setja í 1.-5. sæti. Það varð ótrúlega mjótt á munum en það var bústaður nr 3 sem bara sigur úr býtum naumlega þó:) Að launum fékk vinningsliðið að sjálfsögðu vegleg verðlaun.
Eftir keppnina sat fólk ýmist úti undir berum himni eða var inni við önnur störf.

Upprisa kvöldsins: Davíð sem drapst klukkan 19 reis upp frá dauðum rétt eftir miðnætti og spurði um vínið sitt.

Djammari kvöldsins: Er Hannibal sem hélt uppi geðveiku stuði frá upphafi til enda. (þar til hann dó áfengisdauða úti á túni)

Höstler kvöldsins: verður að teljast Svanur. En klikkaði á því að ath að allar stelpurnar í partýiinu voru "giftar"

Stuðbolti kvöldsins: Án efa Baldur aka einkamálagaur. Ótrúlega snjall með gítarinn.

Beiler kvöldsins: Raggi bróðir minn. Mætti í hádeginu lagði sig til klukkan 14 og sagðist ætla að skreppa í gufu. Hann sást ekki meir fyrr en á miðnætti. Ekki til að mæta í afmælið nei til að sækja úlpuna sína!!

Ljósmyndari kvöldsins: Ívar hann sýndi snilldartakta á vélinni strákurinn sá.

Krútt kvöldsins: Amma kúl sem skemmti sér konunglega og fékk ævisöguna hjá helmingnum af liðinu.

Veiðimenn kvöldsins: Jón Gestur og Eyjó. Sem héldu út í nóttina með veiðistöng í annarri og bokkuna í hinni. Stoltir af því að hafa fengið veiðileyfi hjá Ömmu kúl. Um aflann verður ekki sagt hér.

d.föstudagur, maí 14, 2004

Lang þráð frí:)

Jæja þá eru bara örfáar klukkustundir í það að við Erling förum í frí fram á mánudag. Við förum upp í bústað í dag, höldum afmæli þar á morgun og ætlum svo að nota sunnudaginn í frágang og afslöppun. Ekki leiðinlegt!

Svo fáið þið afmælissögur eftir helgi....

Líf og fjör

d.

mánudagur, maí 10, 2004

Ég er ekki gerð til að búa í blokk!

Það hefur heldur betur á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast. Á fimmtudag var saumaklúbbur hjá Öldunni. Hefði verið meira næs ef ég hefði ekki verið að drepast úr tannpínu! Ég var það slæm að ég sat með símann í annarri og símaskránna í hinni og hringdi í ALLA tannlækna sem gefa sig út fyrir að vera með tannpínuvakt. Ég var komin í R-ið þegar einhver loksins vildi taka á móti mér. Raunin var sú að það var farið að grafa í tönn undir fyllingu OJ!!! Enda var þrýstingurinn hvílíkur.
Föstudagskvöldinu eyddum við systkinin og Erling og Bogi í að semja og æfa skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmælið hans pabba. Við gerðum lékum og sungum annál sem fjallaði um hvernig mamma og pabbi kynntust. Við fengum kvörtunarbréf í póstkassann vegna æfingarinnar! Það hljómaði e-nveginn svona:

Kæru nábúar!

Vinsamlegast virðið reglur hússins. Gangið hægt um gleðinnar dyr. Palli er ekki lengur einn í heiminum!!


Gangið hægt um gleðinnar dyr þetta var saklaus æfing fyrir afmælið hans pabba. Mér fannst skrítið að nábúarnir hafi ekki fattað að það var alltaf verið að renna sama prógramminu í gegn. Ótrúlegt pakk.
Á laugardag var líkt og áður sagði afmælið haldið. Það var haldið heima og hrikalega vel heppnað. Þökk sé ótrúlega skipulagðri mömmu og úrræðagóðum pabba. En hann gerði sér lítið fyrir og "stækkaði" húsið. Setti bara upp risastórt partýtjald út frá svalahurðinni. Þetta gekk ótrúlega vel og allir voru rosa ánægðir. Við Erling fórum út um klukkan fimm með ruslinu. Enda hjálpuðum við til við frágang:)

Svo næstu helgi er það afmælið hans Erlings ekki seinna vænna að fara að skipuleggja það:p

d.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Jæja er ekki kominn tími á smá blogg:)

Helgin var yndisleg:) en við eyddum mestu af henni í bústaðnum. Edda, Hannes, Baldvin og Erla voru með okkur á laugardagsnótt. Við grilluðum bringur og spiluðum eitthvað fram eftir. Alltaf næs. Ég myndi held ég bara alveg vilja flytja austur:p

Það er mikið að gera þessa dagana, sem er gott því það fær tímann sem er eftir að sumarfríi til að líða hraðar. Skipulagið er ansi þétt. Pabbi verður jú fimmtugur 10. og heldur upp á afmælið sitt með pompi og prakt á laugardaginn. Sem minnir mig á að ég á eftir að semja eitthvað gott skemmtiatriði. Helgina á eftir höldum við svo upp á afmælið hans Erlings! Í vikunni eftir afmælið fer ég svo í tvær vorferðir eina með bekkinn minn og aðra með kennurunum. Þar að auki er vorsýningin hjá Björkunum í sömu viku! Einhversstaðar þarf ég svo að koma fyrir sýningunni bekkjarins míns á frumsömdu verki þeirra og já að ógleymdum vorprófunum;) Í byrjun júní eru þemadagar fyrir ALLAN skólann sem ég sé um, hvernig fer ég að því að koma mér í þetta allt;)

d.