Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

föstudagur, apríl 30, 2004

Merkilegur dagur.

Í dag er merkisdagur! Í dag er síðasti dagurinn hans Erlings í vinnunni. Á mánudaginn byrjar hann í nýrri. Þetta hefur í för með sér ýmsa kosti. Núna þurfum við t.d ekki lengur að borga 40 þús í Hvalfjarðargöngin á 3ja mánaða fresti, kaupa ný dekk árlega, borga tugi þúsunda í bensín á mánuði...... Húrra!!!

P.s. Um helgina ætlum við að fara upp í bústað með Erlu og vonandi Eddu, Hannesi og Baldvini. Ég get ekki beðið:D

d.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Skagamaður í Reykjavík.
Ágæt sjónvarpsdagskrá gærkvöldsins varð að lúta í lægri hlut fyrir að keyra út afmælisboðskort með bónda mínum. Þetta tók um 2 klst en þó eigum við Hafnarfjörð og Garðabæ eftir. Ég sat undir stýri og Erling greyið sagðist vera því feginn því hann gæti aldrei ratað þær krókaleiðir sem ég valdi að fara. Hefði meira verið á stórum götum og leitast við að rata út frá þeim. Kraftaverk fannst honum hvernig ég fór frá Ljósheimum á Laugarnesveg og stundi feginn: "Gott að þú komst með ég hefði aldrei verið búinn að þessu." Annars finnst mér hann læra ótrúlega hratt. Brunar um allan Kópavog líkt og innfæddur.

d.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Yndislegt að vera kennari.
Stundum er ekki hægt að segja annað en að það sé yndislegt að vera kennari. Sérstaklega þegar vel viðrar og hægt er að hafa útitíma. Það gerði ég einmitt áðan. Sat upp við vegg og sleikti sólina meðan börnin spörkuðu í bolta.

d.

P.s. Til hamingju með afmælið Perla mín!


Fór á Kill Bill II í gær og það er eitt orð yfir hana snilld! Frábært hvernig það er farið fram og aftur í sögunni en þó er maður alltaf með á nótunum. Vil ekki segja of mikið en ég mæli tvímælalaust með henni.

d.

þriðjudagur, apríl 27, 2004


Þriðjudagur til þrautar, stendur e-sstaðar. Ég hélt að þetta væri grín þegar Erling vakti mig í morgun. Já ég vaknaði ekki einu sinni við vekjaraklukkuna slík var þreytan.
Helgin var mjög fín. Erla kom í heimsókn til okkar á föstudag og borðaði með okkur. Hún er grasekkja þessa dagana Mummi er að vinna í London. Á laugardag fórum við Erling ásamt Erlu á Norðurlandamótið í hópfimleikum það var hrikalega gaman.
Um kvöldið fórum við svo í matarboð hjá Perlunni. Hún eldaði dýrindismat, takk fyrir okkur:) Á sunnudag var ferming hjá einni frænku minni. Það var bara fínt þeas miðað við fermingarveislu:p Mér finnst þessar veislur þær allra leiðinlegustu.

d.

föstudagur, apríl 23, 2004

Gleðilegt sumar:)
Það var frábært hvað veðrið var æðislegt í gær. Morgninum eyddi ég að vísu inni í fimleikasal í Keflavík. Stelpurnar mínar voru að keppa og hrepptu að þessu sinni gullið! Ekki slæmt. Seinni partinn fór Erling að ná í Magga bróður sinna og Mitzhoe þau voru að koma frá Japan. Þau keyptu nýja stafræna myndavél fyrir okkur, en við höfum enga átt síðan okkar var stolið í ágúst s.l. Í gærkvöldi fórum við í mat til Betu-tengdu hún hafði eldað dýrindis lambakjöt. Kvöldinu var svo eytt í sjónvarpsgláp.

d.

P.s. Minn heittelsaði er búin að opna síðuna sína eftir 19 mánaða pásu!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég er komin í sumarskap. Ég held að fleiri bloggarar eigi við sama "vandamál" að stríða. Amk er minna um blogg hjá flestum en verið hefur. Ég fór mas í pils og setti blóm í hárið í morgun. Núna bíð ég eftir sumrinu og sumarfríinu og öllu sem því fylgir. Bið endalaus bið.

d.

mánudagur, apríl 19, 2004

Nokkrar myndir úr innflutningspartýiinu!

Ragna, Edda, Inga, Sigrún og ég. Ragna mætt til Íslands búin að búa í Danmörku síðan 1998.


Stuð í innflutningspartýiinu ég spila G en Hlynur C veit ekki af hverju!Sigrún, Jón og fleiri.


Ragna og Inga

Vá þetta var hrikalega góð helgi.. (hefði samt verið skemmtilegra að hafa Erling minn heima).
Á föstudaginn fór ég út að borða með stelpunum mínum. Við fórum á nýja ítalska staðinn á Laugarveginum. Það var bara þokkalega góður matur og ódýrt! Ekki slæmt. Eftir matinn lá leiðin svo í Austurbæ á fimm stelpur. Mér fannst það bara fyndið. Hélt að ég myndi hlæja úr mér lungun. Þær voru allar góðar en mér fannst Björk og Gunna bestar en Unnur Ösp síst. Þó voru þær já eins og áður sagði allar mjög góðar. Þær náðu einhvernveginn að láta mann trúa að karlmenn væru svona og svona en samt svo æðislegir. Þetta er auðvitað ekkert meistaraverk meira svona djamm og það er kúl. Það má hafa bjór með sér inn í salinn og allt. Mér fannst það geðveikt því iðulega er það svo þegar maður fer í leikhús að maður kemur þunnur út. Kannski aðeins búinn að fá sér áður en svo ekki söguna meir fyrr en þrem, fjórum tímum seinna. Minnir á menntaskólaböllin. Allir hella í sig sem mest þeir mega fyrir ball og svo á ballinu ekkkert og já þynnka þegar út var komið.
Á laugardagskvöld tók ég því bara rólega. Anna og Bogi komu og við horfðum á eina mynd svo bara snemma í rúmið, ég þurfti líka að fara á fætur fyrir allar aldir því að fimleikastelpurnar mínar voru að keppa. Þær stóðu sig ekki smá vel! Tvö af liðunum mínum (þrjú alls) fengu verðlaun annað silfur og hitt brons ekki leiðinlegt ég er ekkert lítið stolt af þeim.
Í gærkvöldi kíktum við Erling á Hard Rock. Þeim stað hefur farið fram það verð ég að segja. En það er ógeðslega dýrt þar! Amk miðað við skyndibita! Við fengum okkur fajitas það klikkar aldrei. Eftir matinn fórum við í Borgarleikhúsið á Chicago. Snilldarsýning!! Besta sýning sem ég hef séð svei mér þá. Jóhanna Vigdís og Steinunn Ólína stóðu sig eins og hetjur. Líka frábær hugmynd að hafa íslenska dansflokkinn með. Þannig fást pottþéttir dansarar. Já mæli tvímælalaust með þessu verki enginn ætti að láta það framhjá sér fara.

d. í leikhúsi.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Jæja best að fara að taka út þessa páska:p
Við brunuðum að sjálfsögðu út úr bænum ásamt Ragga, Dagnýju, Önnu, Boga, Siggu og Öddu. Förinni var heitið upp í bestu sveit í heimi. Bústaðinn hennar ömmu rétt fyrir utan Laugavatn. Það var hrikalega gaman! Við spiluðum á gítarinn og sungum til að ganga fimm. Á föstudaginn langa lá leið okkar vestur í Borgarfjörð en þar voru ma og pa fyrir í bústað. Mamma eldaði dýrindis máltíð á Wok-pönnu! Ég held að við bara verðum að fara að taka okkar fram! Svo er þetta svo ótrúlega einfalt þó eru allar uppskriftir vel þegnar...
Á laugardag vorum við ekki enn búin að fá nóg af sveitasælunni þannig að við keyrðum aftur sem leið lá austur til ömmu. Á páskadag var svo matur hjá mömmu eftir matinn komu Jóhanna og Þröstur í heimsókn. Þau hafði ég ekki séð í næstum ár! Það var hrikalega gaman að fá þau. Við náðum mas að fá fáránlega kvörtun frá nágrönnum og allt. Erling spilaði eitt lag ég endurtek EITT lag á gítarinn og kallinum varð eitthvað illt í eyrunum! Kom bara upp fullklæddur, við hefðum kannski bara átt að bjóða honum inn hann var kannski orðinn leiður á að horfa rússnesku konuna sína eða eitthvað ég veit það ekki! Og eins og þetta var fallegur söngur!
Það var ekki fyrr en klukkan 4:30 sem við kvöddum parið sem ætlar að láta pússa sig saman í sumar. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fundið fyrir hamarshöggum í höfðinum daginn eftir, veit ekki hvort það var Rauðvínið eða Martiníið en timburmenn voru það. En ég náði mér þó ágætlega á strik eftir snælandssamloku, franskar og kók. Varð eitthvað svo södd að ég sofnaði og svaf allan daginn. Rétt vaknaði til þess að fara í matarboð til Betu-tengdu. Ég var samt nógu hress til þess að fá mér rauðvínsglas með matnum:) Eftir matinn fórum við í bíó á Whole Ten Yards. Mér fannst hún fín, hló amk mikið.. En það voru að vísu óþolandi gelgjur fyrir aftan okkur sem töluðu hátt og hlógu af einhverju öðru en myndinni! Óþolandi pakk. Eftir bíó fórum við svo til ömmu að ræða um snilldarhugmynd sem við fengum í sambandi við afmælið hans Erlings! Við ákváðum að halda það upp í bústað. Erum sko búin að leigja 3 bústaði og svo er ömmu bústaður. Þetta verður sko Eurovisionafmælispartý þar sem það er sama kvöld... Ég er að deyja ég hlakka svo til:p
Annars er víst ábyggilega nóg annað að hlakka til þessa viku dagskráin er svona:
Miðvikudagur: Sýning á Gauragangi.
Fimmtudagur: Fimleikaþjálfun
Föstudagur: Út að borða og 5stelpur.com
Laugardagur: Matarboð í sumarbústað
Sunnudagur: Fimleikamót sem mínar stelpur keppa á. Chicago um kvöldið.

d.- í bðjálaði;)

sunnudagur, apríl 11, 2004

Ég þarf víst ekki að hafa áhyggjur af því að stemmningin detti niður í miðbænum eftir að ég hætti að verma stóla öldurhúsa borgarinnar. Hún litla systir mín heldur sannarlega nafni mínu á lofti líkt og þessar myndir gefa til kynna.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Jibbí loksins páskafrí:) ég er í það miklu fríi að ég er líka í bloggfríi. Við Erling vorum með tvær veislur um helgina mamma er búin að blogga um aðra. Erling ég skora á þig að blogga um hina.... í kommentadálkinn:p ætla að halda áfram að gera ekkert....

d.

föstudagur, apríl 02, 2004


Jiiiiibbbííí!!!

Haldiði að minn bekkur hinn yndislegi 5.-D hafi ekki bara unnið lestrarkeppnina miklu í Digranesskóla:p Ekkert smá flott því að vaninn er að 7. bekkur vinni þessa keppni! Börnin mín eru að vonum í skýjunum:) Við fengum sko bikar og allt:p ekki leiðinlegt. Svo er þetta síðasti dagurinn fyrir frí JIBBÍ JEI!!!!!

d.