Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

miðvikudagur, mars 31, 2004

Ég trúi því ekki að það sé bara miðvikudagur... Mér fannst ég nefnilega vera komin í frí síðasta föstudag sjáiði til! Þannig að við Erling erum búin að haga okkur líkt og við séum í fríi þessa viku. Horfum bara á video og dútlum fram á nætur. Erling pússaði svo gluggana inni á baði í gær ekki til frásögu færandi nema hvað þeir voru brúnmálaðir áður. Þannig að hann varð eins og litli svarti sambó á eftir. Það var ekki annað að gera en að baða hann.. híhí....

d.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Góðan dag!!! Ég hlakka svo til páskanna og þá aðallega páskafrísins að ég er komin langt fram úr mér! Finnst alveg vera kominn miðvikudagur eða ekki bara fimmtudagur!! Við losnuðum loks við draslið af svölunum í gær. En þegar við vorum að flytja safnaðist svona smátt og smátt pappír og drasl upp. Strákarnir mínir fóru með det hele í Sorpu í gær. Það sem kom mér þó óþægilega á óvart var að þeir voru rukkaði 900 krónur fyrir draslið!! Ég hélt að heimilisfólk væri aldrei rukkað. Kannski hafa þeir verið svona vinnulegir eða eitthvað.
Í gærkvöldi horfuðum við svo á video með Ragga, Evu, Dagnýju og Gauju þær tvær síðastnefndu horfðu þó ekki neitt voru bara í tölvunni þokkalegir gestir það;)

d.

mánudagur, mars 29, 2004

Helgin var bara frábær:)
Á föstudaginn borðuðum við með Sigrúnu, Jóni, Eddu, Ragnheiði Margréti og Baldvini. Við elduðum kjúklingabringur þær e-nveginn klikka aldrei. Hrikalega góðar. Inga og Eyjó ætluðu kannski að koma en svo var Inga greyið að drepast úr höfuðverk. Ég vona að hún sé betri núna.
Á laugardag fórum við svo í útskrift hjá Jónasi frænda mínum. Þar kynnti hann nýja kærustu til leiks. Öllum að óvörum var það engin önnur en Kópavogsbúinn og Blikinn hún Fjóla. Hún hefur æft fótbolta með Önnu systur í fjölda ára. Frekar lítill heimur. Eftir veisluna fórum við Erling, mamma og Anna systir heim og spiluðum Gettu betur. Sumir voru víst þvoglumæltari en aðrir við lestur spurninganna ég nefni samt engin nöfn:p
Mamma og Anna fóru rétt eftir miðnætti. Þá vorum við Erling að spá í að fara í bæinn en hættum við þar sem við a) eigum ENGAN pening og b) þekktum engan sem var að fara að djamma. Við höfðum þó talað við Dagnýju systur fyrr um kvöldið og við máttum fá far í bæinn. Erling hringdi og afpantaði það með þessum orðum: "Við ætlum ekki með ykkur því við erum of full og þið eruð of asnalegar!" Hí hí....
Í gær héldum við svo kósí video-kvöld með Ragga bróður ... það er alltaf næs..

d.

P.s. Máni litli er mikið betri, mas farinn að borða pínu...

föstudagur, mars 26, 2004

Það er föstudagur í dag.... Dú dú.... Og ég er að drepast úr leti! Nenni engu. Komst að vísu í smá páskaskap áðan þegar krakkarnir voru að blása úr eggjum og mála þau. Svo ætla þau að hengja eggin á risagreinar. Þetta verður ógi flott. Ég er að spá í að gera sjálf.
Við ætlum að borða með Sigrúnu og Jóni í kvöld, Edda, Inga og Eyjó ætla kannski að koma líka. Hannes kemur ekki. Hann er alltaf að spila með Buffinu sínu.
Á morgun förum við Erling svo í útskriftarveislu hjá frænda mínum. Alltaf brjálað að gera. Svo erum við að spá í að halda innflutningspartý næsta laugardag:p Þannig endilega takið þið daginn frá!

d.

P.s. Mamma segir að Máni sé betri.

fimmtudagur, mars 25, 2004


Máni minn er veikur. Liggur bara heima hjá mömmu með 40 stiga hita og lungnabólgu. Mamma þurfti ekki einu sinni að halda honum þegar dýralæknirinn tróð upp í hann mæli. Hann vill bara vera einn. Vill ekki tala við neinn. Fer allsstaðar undir, undir stiga, undir sófa, undir rúm. Það er mjög ólíkt honum. Hann liggur bara heldur varla haus. Ég vona að hann jafni sig ég er búin að eiga hann síðan ég var ellefu ára. Eitt sinn fyrir mörgum árum lenti hann fyrir bíl. Hann kjálkabrotnaði, mjaðmagrindarbrotnaði og lungun féllu saman. Hann náði sér. Ég veit að hann nær sér núna.

d.

Fimmtudagurinn 25. mars! Það þýðir að ég á eftir að kenna 6 daga og svo er komið páskafrí! Ekki leiðinlegt... Mig langar svooo á skíði um páskana, það er verst að Erling fer ekki á skíði það var víst of langt frá Akranesi í Bláfjöll:p En ég er að spá í að kenna honum bara á skíði! Þar sem þolinmæði og fórnfýsi er mér í blóð borin ætti það ekki að vera mikið mál... prfff....
Lokasýningin á Gauragangi var í gær þetta var laaangbesta sýningin og foreldrarnir voru að vonum að rifna úr stolti. Við græddum nokkra þúsara þannig að ég hugsa barasta að við drífum okkur í ferðalag með liðið. Þetta er frábær hópur þannig að það væri gaman að fara með þau.
Ég var ekki komin heim fyrr en að ganga tólf og þá að drepast úr hungri. Þannig að um miðnætti stóðum við Erling við eldavélina og steiktum okkur hamborgara! Haldiði að sé.
En fljótlega fer að hægjast um hjá mér aftur og þá ætti að vera hægt að: fara í Bónus, elda mat, horfa á sjónvarp, fara í bíó, halda saumaklúbb osfrv......

d.

miðvikudagur, mars 24, 2004


Jæja, þá er síðasta sýning á Gauragangi í kvöld. Við vorum með eina í gær fyrir 5. 6. og 7. bekk. Sú gekk bara vel og virtust áhorfendur hafa gaman af.
Læt hér fylgja mynd af Sólveigu syngja "Á ég að elska 'ann eða á ég ekki.." af innlifun...

Ég á í hrikalegum erfiðleikum með að halda mér vakandi þessa dagana, held að hér sé uppsafnaðri þreytu um að kenna. Ég sofna klukkan 22 og á þó í mestu erfiðleikum með að vakna! Rétt svo næ að skríða fram úr nokkrum mínútum fyrir átta! Ég get ekki beðið eftir páskafríinu. Var einmitt að ræða það við Siggu Ölmu í gær, maður er alltaf að bíða eftir e-u. Af hverju? Eru allir svona? Ég er alltaf að bíða eftir helginni, páskunum, sumrinu, jólunum... Hringrásin er eilíf! Ég þarf alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til annars er ég bara ómöguleg. Ætli mér finnist leiðinlegt í vinnunni?

d. bíður...


d.

þriðjudagur, mars 23, 2004


Bletzen! Bara kominn þriðjudagur. Það er nú ágætt því það styttist óðum í páskafrí! Jebb ég á bara eftir að vinna 9 daga... Ekki leiðinlegt.
Helgin var frábær. Á föstudaginn var frumsýning á Gauragangi, hún gekk ótrúlega vel og krakkarnir voru ánægðir með sig. Ég var þó hrikalega stressuð þetta kvöld. Enda er helmingi verra að vera fyrir neðan sviðið heldur en upp á því. Ég hélt að ég færi endanlega yfir um þegar hljóðið klikkaði. Mér var svooo mikið um að ég ældi! Það fór ýmislegt úrskeiðis á þessari árshátíð. Fyrst fór öryggi og hljóðið klikkaði í sýningunni, svo var verið að sýna stuttmynd og skjávarpinn hætti skyndilega að virka, þá kviknaði í leikhústjöldunum út frá kastara og að síðustu mætti Kalli Bjarni, sem átti að vera með gigg, á vitlausan stað. Stelpan sem sér um árshátíðina og hefur gert síðustu átta ár átti ekki orð yfir þessu. Því alltaf hefur allt gengið smurt.
Á laugardaginn var svo árshátíðið hjá KB-banka. Það var ótrúlega gaman og ótrúlega flott! Það var fordrykkur fyrir fordrykk í hverri deild og svo kom rúta og sótti fólk í forpartýið fyrir forpartýið:p Þegar á staðinn var komið stóðu þjónar við útganginn á rútunni og leiddu dömurnar á rauðum dregli. Þegar inn var komið stóð Björk fimmstelpur.com og tók viðtal við fólk og spurði það hvar það væri að vinna, hvaðan það væri að koma osfrv. Ósköpunum var svo sjónvarpað á 5 risaskjái inn í salnum. Veislustjórar voru tvíbbarnir Gunni og Ási þeir voru bara fínir. Mér fannst maturinn ekkert spes en ég veit ekki hve miklar kröfur er hægt að gera á Íslandsmeti í árshátíð!
Bítlavinafélagið spilaði fyrir dansi og öllum að óvörum tók Stebbi Hilmars lagið með þeim. Gekk inn á sviðið í Nínu-laginu... "það er sárt að sakna ..." Skemmtilegast var að fylgjast með Þorgerði Katrínu ráðherra. Sú var í stuði.. Hoppaði og skoppaði um dansgólfið eins og hún ætti lífið að leysa. Gott að sjá að ráðamenn þjóðarinnar geti líka sleppt sér stundum;)

d.

föstudagur, mars 19, 2004

Jæja frumsýning í kvöld. Generalprufan gekk mjög vel. Hún gekk það vel að ég var hálf hrædd við það;) En það voru þó nokkrir hnjökrar sem hægt er að bæta. Þó aðallega í tæknimálum. En ég er hrikalega ánægð með krakkana ótrúlegt að maður skuli fá stráka úr 9. og 10. bekk til þess að syngja eins og englar:p Ég þakka Erling, Ingu Dís, Mömmu, Pabba, Ragga, Dagnýju, Gauju, Öddu, Siggu, Drífu, Lilju, Brynju, Ýri og Aðalbjörgu kærlega fyrir komuna:)

Þannig að árshátíð hér í skólanum í kvöld og hjá KB-banka á morgun... Og takið eftir mér er boðið á báða viðburðina, þarf ekki að borga krónu:p Mér finnst það geðveikt...

d.

P.s. Á morgun mun ég sofa svefni hinna réttlátu, eftir vinnuviku sem er að nálgast 80 tíma!

fimmtudagur, mars 18, 2004

Jæja kæra vinir:) Ykkur er hér með boðið á generalprufu á Gauragangi í kvöld klukkan 20:00. Það væri gaman að sjá sem allra flesta.
Vinsamlegast látið mig vita hér að neðan til þess að ég viti um fjölda....

Kærar kveðjur

Dögg....

miðvikudagur, mars 17, 2004

Jæja leikritið gengur bara framar vonum verð ég að segja. Þetta er heilmikil sýning alls klukkutími og korter. Ég get þó ekki sagt að þetta hafi gengið átakalaust fyrir sig. Þetta myndi amk ganga betur ef það væri ekki alltaf verið að handtaka drengina mína:p Tveir voru teknir í fyrradag fyrir að keyra númerslausan bíl og próflausir. Tveir voru teknir í gær fyrir að reiða á skellinöðrunum sínum, keyra hjálmlausir og á móti umferð. Þrjár stúlkur voru teknar í yfirheyrslu í gærkvöldi vegna búðarhnupls vina sinna. Þannig að ég get ekki sagt annað en að það sé nóg að gera:p Ég stóð mig að því að fara að verja þessi grey fyrir löggunni. Annar var líka ansi harður við þá, stóð bara og reifst og skammaðist. Hann gerði ekkert gott með því annað en að æsa krakkana upp.

d.

P.s. Tveir dagar....

þriðjudagur, mars 16, 2004

Jæja allt að verða vitlaust þessa dagana;) Held að ég þurfi ritalín við þessari ofvirkni. Dagurinn í gær var í stuttu máli svona:
Kennsla til 14:00 þá leiklist til 16:50 fimleikaþjálfun frá 17:00-19:15, leiklistaræfing frá 20:00-23:30... Rosa mikið en rosa gaman svona verða allir dagar þessa viku.

d.

mánudagur, mars 15, 2004

Góðan mánudag:)
Mín bara klædd og komin á ról og mætt í vinnu. Það er þó vart hægt að segja að maður hafi setið aðgerðarlaus og borðað í nefið! Íbúðin er sannarlega að komast í hið þokkalegasta stand. Nú er búið að sauma gardínur fyrir stofuna og hengja upp gardínur í eldhúsið og svefnherbergið. Einnig höfum "við" lokið við að flísaleggja baðið og höfum afrekað að henda nokkrum myndum upp á vegg. Núna bíðum við í ofvæni eftir höldum á eldhússkápana.
Það var ótrúlega gestkvæmt um helgina. Amma og Beta (gardínur), Inga Dís, Eyjó (höldur og gardínur), Eva Rós, Andri Freyr, Vignir -(flísar), Ellen, Hjörtur Jóhann, Esra, Afi, mamma, (fékk lánuð föt)Anna Margrét, Bogi, Daði, kærasta Daða, Birna og Elías. Með þeim síðastnefndu drukkum við rauðvín. Þau voru með okkur á Spáni í sumar sælla minninga. Sú rauðvínsdrykkja endaði á Thorvaldssen, Kaffibarnum og Nonna miðborgarinnar. Á Nonna vorum við svo heppin að rekast á Tobbalicious. Tobbi ég vissi ekki að ég hefði saknað þín svona hrikalega;)
Rauðvínið virtist hafa ótrúlega góð áhrif á kvefið og ég get ekki sagt annað en að það hafi lagast. En það sem kom í staðinn var engu skárra en það var sú versta ógleði sem ég hef fengið í mjög langan tíma. Í kúgaðist það mikið að Vignir tengdi taldi sig knúinn til þess að spyrja mig hvort ég væri ófrísk:s En nei ekki ófrísk bara þunn;)

d.

föstudagur, mars 12, 2004

Jæja, er enn heima. Ég get ekki sagt að það sé mikill föstudagur í manni þegar maður er lasin... En ég held að ég sé öll að koma til svei mér þá. Amma Kúl kom aðeins í heimsókn í gær. Hún kom með nýbakaðar skonsur og heimabakað brauð! Hún var búin að smyrja brauðið (híhí hefur örugglega haldið að við ættum hvorki smjör né álegg) fyrir mig. Þegar ég var búin að borða brauðið og nokkuð af skonsunum rak hún mig í rúmið en fór sjálf að vaska upp.
Valli í Íspan kom svo með gler og gaf okkur. Ég hélt að hann kæmi einn en hann kom með Helgu Rut konuna sína og krakkana. Ég tók að sjálfsögðu á móti þeim á náttfötunum! Frekar fyndið, mér var svo sem sama varla hægt að ætlast til þess að maður sé í sínu besta formi þegar maður er með hita:p

d.

P.s. Haldiði að KB-banki hafi ekki boðið okkur Erling á árshátíðina sína næstu helgi. Það verða það margir að ekki dugar minna en heilt íþróttahús!

fimmtudagur, mars 11, 2004

Nóg að gera já! Það er svo mikið að gera að ég er heima með hálsbólgu, hita og kvef. Var send heim úr vinnunni í gær. Sigga Hulda samstarfskona mín sá þetta. "Dögg mín, augun þín eru á floti, ertu ekki bara með hita? Úr varð að ég fór eins til hjúkku líkt og börnin sem ég kenni. Þar var ég mæld og var með 38,7. Svona er þetta þegar það er of mikið álag á mér þá verð ég bara veik. *hóst* Ég myndi nú helst vilja nota tímann í eitthvað annað. En svona er þetta....

Döggin...

miðvikudagur, mars 10, 2004

Magapína á mánudag, hálseymsli í gær og í dag = ónæmiskerfið að hrynja vegna of mikillar keyrslu síðustu daga. Var rétt í þessu að láta mig dreyma um helgina en uppgvötaði þá að ég er verð að vinna allan laugardaginn. Jebb, það er frumsýning hjá gemlingunum í 10. bekk í næstu viku. Við erum að sjálfsögðu langt á eftir áætlun. Mér finnst þó frumsýningarstress skemmtilegt, krakkarnir eru líka búnir að vera sérstaklega duglegir að læra textann sinn. Veit ekki hvort að ég hafi verið búin að opinbera það hér en í fyrra var það Hárið og ár er það Gauragangur. Allt öðruvísi vinna enda allt öðruvísi verk. Þannig að það er nóg að gera eins og alltaf:)

d.

P.s. 9 dagar í frumsýningu.

þriðjudagur, mars 09, 2004


Jæææja, þá erum við flutt í nýju íbúðina. Kláruðum að mála á föstudag, fluttum á laugardag og tókum upp úr kössum á sunnudag. Núna langar mann bara að vera í fríi og raða. Það er ekki hægt að vera að vinna fram á kvöld!
Við Erling fórum í höll Svía og smáborgara í gær. Fjárfestum í sjónvarpsskáp, kommóðu og ýmsu smálegu fyrir eldhús.
Kommóðan var samansett þar sem hún var í gallaðahorninu. En það var skápurinn ekki held að við reynum hér eftir að kaupa bara samansettar vörur:p Á eftir ætlum við svo að kaupa flatan skjá og Valli í Íspan ætlar að koma með gler sem verður á hinum ýmsu stöðum í íbúðinni. Á föstudaginn verða svo saumaðar gardínur. Þannig að þetta er allt að komaJ

d.

föstudagur, mars 05, 2004


Föstuuuuuuuuuuuudaaaaaaaagur!!!!

Geðveikt hvað þessi vika var fljót að líða. Það er það góða við það að vera á hvolfi hvað "tíminn líður hratt á gervihnattaöld......"
Það er blússandi gangur á öllu í íbúðinni. Við eigum bara eftir að mála eldhúsveggi og baðherbergi. Þá er bara hægt að flytja inn:p Víííí.... Það er líka fullt af góðu fólki búið að vera að hjálpa okkur Jón Gestur, Maggi Guðjóns, Maggi, Pabbi, Mamma, Beta, Siggi og Mitsju TAKK FYRIR ALLA HJÁLPINA. Í kvöld ætlar svo Inga Dís að koma. Kannski ég dobbli fleiri pæjur í flutninga og þrif... Við vildum frekar fá fleiri og í stuttan tíma heldur en að vera að níðast á einhverjum nokkrum......

Líf og fjör, leikur og gaman

Döggin á rósum og kettlingur kátur.....

fimmtudagur, mars 04, 2004

Ég er búin að fá mig fullsadda af síkvartandi mæðrum! Það er svooo erfitt að vera með börn ég er ALLTAF þreytt. Það er svo mikið að gera við að þvo þvott og þrífa. Maður getur aldrei slakað á þá eru börnin hoppandi ofan á manni. Og þessu: ,,Nei; Dögg þú skilur þetta ekki þú skilur þetta þegar þú ert komin með börn sjálf, það er allt öðruvísi þegar maður er orðin mamma.”
Ok, það er örugglega allt öðruvísi en kommon! Ég skal alveg prófa að skipta í nokkra daga. Það væri gaman að sjá hvernig sumir myndu spjara sig í minni dagskrá. Kenna í skólanum, æfa leikrit með 9. og 10. bekk, kenna börnum aukatíma í dönsku, þjálfa fimleika, dæma fimleika og núna það nýjasta mála, pússa og skera alt muligt í nýju íbúðinni. En nei það er ekkert að gera hjá mér ég er ekki mamma! Hvernig fór mamma mín að? Með fjögur börn útivinnandi? Við erum að tala um 2ja barna mæður og ef þær eru kennarar eru þær komnar heim klukkan 15:00 á daginn það er mörgum tímum áður en margir aðrir. Ég sjálf er aldrei komin fyrr en í fyrsta lagi klukkan 19:30!
Að sjálfsögðu þekki ég fullt af frábærum “mömmum” sem kvarta aldrei og finnst þetta bara frábært og eru flestar þannig. Ég held að fólk eigi að hugsa sig um tvisvar áður en það fer út í barneignir þeas ef það ætlar ekki að hafa gaman að því og forgangsraða. Skíturinn fer ekki neitt.

d.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Hef svo margt að skrifa ykkur og langar en hef engan tíma!!!!! Er að fara á fund núna, svo er leiklist, þá gardínukaup og svo verður málað fram á nótt.....

leiter

d.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Að minnsta kosti tvöföld ástæða til að fagna.

1. Við fengum íbúðina afhenda í gærkvöldi viku á undan áætlun
2. Erling er búinn að fá vinnu í Reykjavík

Gæfan brosir við okkur:D

d.

mánudagur, mars 01, 2004

Ég get ekki sagt að ég sé sérlega úthvíld eftir vetrarfríið, hvenær er maður það svo sem eftir frí:p Það var mjög gaman í afmælinu hjá Sigga og Siggu (par) á laugardag. Þau fengu e-n magnara í bílinn frá okkur og fleirum (ég valdi sko ekki;)) hann virtist himinlifandi yfir þessu en ég veit ekki með svipinn á Siggu held að hún sé enn að skoða kassann og undra sig á hvað þetta nú sé. Við gistum hjá Magga bróður Erlings og Mihuoe (kann ekki að skrifa, sagt Mitsjú:s) kærustu hans. Þau voru vakandi þegar við komum heim og buðu upp á japanskt sake get ekki sagt að mér finnist það gott:p en allt fyrir málstaðinn.
Í gær var saumaklúbbur hjá snúllunum, það var hrikalega gaman eins og vanalega. Dýrindismatur, takk Erla! Við skoðuðum líka gamlar myndir og hlógum okkur máttlausar. En hvað maður var eitthvað halló;) við vorum samt pæjur sko, en skrítið hvað tískan verður glötuð svona eftir á! Við vorum allar í einhverjum síðum blómakjólum! Glatað.......

d.

P.s. VIÐ ERUM ALVEG AÐ FARA AÐ FLYTJA!! ÖLL HJÁLP ÞEGIN MEÐ ÞÖKKUM;)