Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

föstudagur, febrúar 27, 2004

Jahá ég er sko enn í fríi:p Þetta var líka alveg frábær dagur. Ég byrjaði daginn á því að fara á æfingu í Baðhúsinu með Ingu Dís og Eddu, við Edda skelltum okkur svo í ljós og pottinn á eftir. Að því loknu fór ég í sjálfsbrúnkumeðferð hjá Sigrúnu Ernu svo að ég er óðum að breytast í svertingja. Í kvöld er svo matarboð hjá Eddu og Hannsesi á morgun er afmæli hjá Sigga Ara og á sunnud er saumaklúbbur hjá Erlu, sem sagt brjálað að gera!
Við Beta og Erling vorum svo þvílíkt öflug í pökkun í gær og það kom einnig í ljós að við fáum íbúðina líkast til fyrr en í upphafi var ætlað....

d. í blússandi sveiflu:p

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Ég er í vetrarfríi:D

d.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Jæja.... yndisleg helgi liðin og önnur byrjar strax á morgun með vetrarfríi:) Já, helgin var fullkomin! Erling hætti fyrr í vinnunni á föstudaginn þannig að við brunuðum "snemma" austur í Úthlíð í 25 ára afmæli Hannibals. Við grilluðum góðan mat, fórum í the drykkjuleik, bustluðum í heitum potti með freyði og spiluðum á gítar (að vísu bara við Erling og Hannibal, aðrir sofnuðu eftir pottinn).
Við vöknuðum samt snemma á laugardeginum og spiluðum Gettu betur eitthvað fram eftir degi. Seinni partinn var kominn tími til að drífa sig á Hótel Rangá. Hótel stóðst sannarlega væntingar. Að vísu voru væntingar mínar um verð á mat aðrar en ég fékk nett í hjartað við að líta á matseðilinn. Með því að fá sér það "ódýrasta" á matseðlinum hefði matur og rauðvín kostað 15000 krónur. Því ákváðum við að keyra inn á Hvolsvöll og litast um eftir veitingastað þar. Viti menn haldiði að við höfum ekki fundið þennan fína pizzastað. Pizza, franskar, pepsí og bjór á 2000 krónur;) Okkur fannst við græða svo ótrúlega (græddum jú 13000;)) svo við gátum ekki setið á okkur og keyptum keramik servíttuhringi sem voru seldir þarna! Já, pizzastaðurinn var líka nokkurs konar gallerí....

d.

föstudagur, febrúar 20, 2004


Föööööööööööstuuuuuudagur!!!!!!!!!!!
Vá, það er svo mikill helgarfílingur í mér að ég nenni með engu móti að vinna í dag. Ég kenni svo fáa tíma í dag að mér finnst varla taka því. Langar bara að fara í sveitina núna og helst í gær. En það líður víst ekki á löngu og maður hlýtur að lifa þetta af eins og annað:)
Við Erling fórum aðeins til Siggu Ölmu í gær, til að kveðja hana og stelpurnar. Þær fljúga aftur til Danmerkur á sunnudag og verðum við vant við látin þann dag. Það er ótrúlegt hvað sú yngri Silja Sólveig hefur stækkað á meðan dvöl þeirra hefur staðið. Ég er viss um að pabbi hennar þekki hana ekki þegar þær koma;)
En jebb kennsla til klukkan 1400 í dag og svo heimsókn frá Ýri klukkan 1430.

Góða helgi og hafið það hrikalega gott.

d.

P.s. verð að játa við Erling beiluðum á æfingu í morgun:( Vorum bara svo hriiiikalega þreytt og svo var eitthvað svo kalt úti *roðn*.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Ég er búin að vera í kasti í nokkra daga vegna skjáauglýsingar sem birtist hjá Sveppa og Audda í 70 mín um daginn:
(lesist með skræku skjáauglýsingaröddinni hans Sveppa.)

Boltinn með Guðna Bergs.

Ég veit að ég hef fitnað aðeins en það er algjör óþarfi að kalla mann boltann.

Heimir Karlsson.

Fyrir:
Eftir:
d.


miðvikudagur, febrúar 18, 2004


Ég á eftir að vakna fjórum sinnum svo er komið vetrarfrí:p Ekki leiðinlegt, mér er sama þó ég sé föst í því að pakka þessa daga þetta er samt frí!! Svo hlakka ég hrikalega til helgarinnar. Á föstudaginn förum við í sumarbústaðaafmæli til Hannibals og á laugardag ætlum við á Hótel Rangá. Við eigum svo ótrúlega mikið af vildarpunktum. Þannig að við fáum þetta bara frítt!! Ekki ónýtt.

Vika 6 í átakinu hálfnuð.... Allt gerist samt ótrúlega hægt miðað við oft áður. Þar komum við aftur að því að ég er orðin eldri:p

d.

P.s. Er að drepast úr harðsperrum...

mánudagur, febrúar 16, 2004

Jæja helgin liðin.
Þessi vika er heil en svo í næstu viku er vetrarfrí. Það verður svo sem ekki nýtt í annað en að pakka.
Helgin var frábær. Við Erling fórum út að borða á laugardag, Edda kom svo og hitti okkur eftir matinn en Hannes var heima með kútinn. Ég var komin í stuð en var samt skynsöm og fór samferða Eddu heim klukkan eitt. Erling hélt áfram að djamma og skreið heim klukkan 5:30. Ástæðan fyrir skynsemi minni var sú að ég þurfti að vakna fyrir klukkan átta á sunnudag til þess að fara að dæma fimleika í Höllinni. Ekki dugar að vera angandi af áfengi þegar litlar fimleikaskottur mæta á sitt fyrsta mót.
Í gær fór ég í bíó með ömmu og Andra frænda. Erling fór að sjá Erling í leikhúsinu. Við amma og Andri sáum aftur Kaldaljós, ég mæli með henni. Snilldarmynd. Ég amk hágrét, ótrúlegt hvað maður er orðin e-ð meir.

d.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Einu sinni hlakkaði ég alltaf til helgarinnar út af djamminu, núna hlakka ég til helgarinnar til að slappa af....

Er ég orðin gömul???

d.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004Jæja þjóðin hafði það af. Nú er lýtalæknirinn hennar Ruthar hættur við. Ég veit ekki það verður kannski allt brjálað þegar ég skrifa þetta en mér fannst þetta ekki svona mikið mál. Var persónulega orðin spennt að sjá hvernig útkoman yrði. Hún var ekki eins og hún væri að fara í meiriháttar Michael Jackson-aðgerðir. Ef fólki líður betur af hverju má það þá ekki bæta aðeins hér og þar til að undirstrika fegurðina. Fjöldi fólks fer í tannréttingar, hárígræðslu, svuntuaðgerð, eyrnaaðgerð, augnpokaaðgerð, fitusog, hárlitun, hárlengingu, gervineglur og fleira. Af hverju má Ruth það ekki líka, já ég veit að margir hugsa núna að hún megi gera það sem hún vill en ekki fyrir framan alþjóð. En á tímum raunveruleikasjónvarps þá hlakkaði ég til og hana nú.....

d.
p.s Er í mikið skárra skapi

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ó mæ gat hvað þráðurinn er stuttur hjá mér í dag... Það er hrikalegt ég veit ekki hvað veldur:s Mamma kenndi mér sem betur fer að bíta á jaxlinn og telja upp á tíu fyrir löngu síðan annars væri ég löngu búin að springa;)

Svo er sagt að heilinn framleiði endorfín þegar við stundum íþróttir... Ég held að minn hljóti að framleiða amfetamín.

d.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Tíminn líður hratt......
Jæja komin þriðjudagur og vika 5 í átakinu og aðeins rúmar þrjár vikur þar til við fáum afhent:) Fimleikastelpurnar mínar voru að keppa um helgina og stóðu sig mjög vel. Eftir mótið fórum við Erling í afmæli hjá Evu Rós. Hún varð 6 ára. Að því loknu fórum við til Guðnýjar. Hún er íþróttakennari á Ísafirði en var í bænum í helgina. Það var hrikalega næs.
Svo var að sjálfsögðu æfing hjá Dísunum í gær:) Mætingin er að vísu dræm þessa dagana. Ó Ásta og Eva Úlla mínir helstu æfingafélagar mættu ekki. Ásta getur ekki stigið í fótinn og það er ekki að hún hafi slasað sig á Dísaæfingu ó nei... Greyið var að ganga Laugaveginn og missteig sig. Hún fer vonandi að jafna sig svo hún geti farið að mæta, ég sakna hennar...

d.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Ég var ekkert smá heppin núna! Var rétt í þessu að fá senda mynd af Gretu og litlu systur hennar:) Gaman fyrir þá sem þekkja hana að sjá!

d.

Jibbí!! Föstudagur.... I love it.... Ég er búin að kenna klukkan 13:55 og fer þá beint eitthvað að stússa:p Stundum fer ég í Smáralind og kaupi eitthvað sem ég tel nauðsynlegt hverju sinni eða hitti einhvern skemmtilegan á kaffihúsi. Það er ekkert enn planað í dag en ég er að spá í að plata kannski Dagbjörtu eitthvað, þar sem hún er hér stödd að sækja um vinnu. Það er líklegt að hún fari að kenna 6. bekk fyrir hana Lilju sem er að springa úr óléttu;) Það verður gaman að fá hana (ef hún kemur). Skólastjórinn er að tala við hana núna, trúi nú vart öðru en hann ráði hana:p

Góða helgi!!

d. í helgarfíling....

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Púff, ég er piiiirruð!! Það gerist ekki oft en..... Við fórum í ræktina í morgun og það gekk allt vel. Þangað til að kom að því að greiða sér enginn bursti!! ARG.... Þannig að ég varð að láta mig hafa það að fara ógreidd í vinnuna, það var kannski ok. En það sem var ekki Ok var að það var ekki bara burstinn sem var eftir heima ó nei, nefnilega líka húslyklarnir!! Ég sem ætlaði að vera ótrúlega dugleg að þvo þvott og ganga frá þvotti. Svo var ég búin að sníkja far heim og allt. Því ég nennti ekki að ganga með íþróttatösku sem er 1 tonn á þyngd! ahhh síminn...

Hey núna er ég bara ekkert fúl lengur... Sigrún Erna var að hringja og bjóða mér í ókeypis sjálfsbrúnkumeðferð á morgun. Ví ég hlakka til:D

P.S. Einmitt er ekki oft brjáluð...;)
d.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ó mæ gat! Þetta er ótrúlegt! Ég var á netinu í dag og haldiði að ég hafi ekki rekist á bloggsíðu hjá stelpu sem er Au-Pair í Þýskalandi. Ok, það er kannski ekki merkilegt en hún er Au-pair hjá fjölskyldunni sem ég var hjá 96-97!! Hún lifir mínu lífið (fyrir 7 árum). Ohh, ég öfunda hana ekkert lítið. Bráðum er Karnival og svona, muniði stelpur!!!

la la la Wir essen eine Pizza!!!!!


d.

Veit ekki.

mánudagur, febrúar 02, 2004

Enn ein frábær helgi liðin.
Á föstudag var ég á fundi hjá Björkunum. Það var mjög gaman. Ég kom heim um hálf átta og þá var orðið allt of sein að elda, ekki annað að gera en að hringja á Dominos. Við vorum komin snemma í bælið. Laugardags"morguninn" fór í tiltekt og aðra fíneseringu, þar sem ég átti von á vinkonum og börnum í heimsókn. Konur og börn sátu hjá mér til rúmlega sjö. Klukkan hálf átta brunuðum við Erling upp í Grímsnes til mömmu og pabba. Þar var mamma búin að elda dýrindis sjávarréttasúpu, þegar allir voru mettir skutluðum við okkur í pottinn með húfur á höfði. Það var ekki annað hægt í slíku frosti. Svo var sötraður bjór og spilað Party og co fram á nótt.

d.

P.s. Nú hefst vika fjögur í átakinu:)