Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

föstudagur, janúar 30, 2004

Heimur versnandi fer.
Ég var á æfingu í Sporthúsinu á miðvikudagsmorgun og gleymdi headphonunum mínum á stigvélinni í mesta lagi 5 mínútur. Þegar ég kom til baka til að sækja þau voru þau horfin!!! Hver hefur áhuga á að stinga eyrnamerg úr e-m öðrum í eyrun á sér oj.... Þetta varð til þess að ég varð að æfa í þögninni í morgun, boring!!!

d.

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Stafsetning:
Börnin í Digranesskóli eru í prófum. Þau hafa öll verið dugleg og iðin. Kennarinn hefur lagt sig fram við gerð prófanna og farið yfir það sem þau hafa lært.
Gangaverðirnir hjálpa krökkunum ef þau lenda í vandamálum. Stundum slasar einhver sig í lekjunum. Eitt sinn var einn drengjanna bundinn við ljósastaur og var látinn hanga þar lengi. Kennarinn reiddist og skammaði þá sem í hlut áttu fyrir verknaðinn.
Eftir langan og strangan skóladag fara flest börnin á æfingar. Sum æfa fótbolta en önnur fimleika hjá Gerplu. Í lok dagsins taka nemendur töskurnar sínar og halda heim.

Þetta er prófið sem ég las upp í morgun;) Það voru þrír með allt rétt....

d.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Ég fékk þett á síðunni hennar Jóhönnu. Ömurlegt að sjá hvað maður hefur ferðast lítið:( Ég verð að hætta að fara á sömu staðina
d.
create your own visited country map


Góðan daginn:)

Það er ótrúlegt hvað maður er ferskur eftir þessar morgunæfingar, þyrfti að muna það: a) á kvöldin þegar ég nenni ekki að fara að sofa og b) á morgnana þegar ég nenni ekki á fætur;)
Annars er bara allt ótrúlega gott að frétta. Ég var að vísu e-ð slöpp (smá hiti, hálsbólga, höfðuverkur, beinverkir og kvef) í gær. Þurfti mas að fresta æfingu var sko alveg miður mín yfir því:s
Skólakrakkar mínir eru sem betur fer alveg að verða búnir með prófin sín, bara stafsetning og málfræði eftir.

d.mánudagur, janúar 26, 2004Vá þetta var engin smá helgi! Ég var á þjálfaranámskeiði frá 9-17 bæði laugardag og sunnudag. Námskeiðið var fræðandi og skemmtilegt en það er erfitt að fá ekki helgarfríið sitt. Því bíð ég óþreyjufull eftir næstu helgi:p
Í gær var haldin nokkurs konar eftirskírnarveisla fyrir Silju Sólveigu yngri dóttur Siggu Ölmu. Það var mjög huggulegt.
Í kvöld er æfing hjá Dísunum ég hlakka til.

d.
P.s. Nú hefst vika 3 í átakinu 12 æfingar búnar og 60 eftir.

föstudagur, janúar 23, 2004

Til hamingju með daginn strákar:)

d.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Jæja kominn miðvikudagur:) Það er eitthvað svo skemmtilega stutt eftir af vinnuvikunni þá. Annars veit maður ekki hvað maður á að gera við sig á föstudag svona þegar það er ekkert idol:p Kannski maður kíki bara í bíó, það væri ekki ónýtt.
Æfingarnar ganga mjööög vel. Við höfum aldrei skrópað og aldrei svindlað í mataræðinu = ekkert smá dugleg! Við ætlum að æfa stíft í 12 vikur til að ná okkur niður og fækka svo æfingum eftir það. Ég tók saman í huganum að við lögðum upp með 72 æfingar, 8 eru búnar, þannig að það eru 64 eftir!
Annars þurfum við að fara að pakka, erum ekki byrjuð og þurfum að skila íbúðinni 1. febrúar. Við ætluðum að vera hrikalega dugleg um næstu helgi en það er nýkomið í ljós að ég þarf að sitja námskeið alla helgina:s Veit sem sagt ekki alveg hvernig þetta verður. Helst myndi ég vilja vera þarna áfram og flytja beint í Ástúnið. Það væri mikið einfaldara, þetta er frekar mikið rót. Vont að þurfa að pakka og koma öllu í geymslu, í stað þess að pakka og fara með allt beint í nýju í búðina......

d.

P.s. Fyndið hvað maður hættir að nenna öllu á gamla staðnum þegar það er stutt í flutningar. Það situr allt á hakanum og manni er svona nett sama... Hí hí....

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Hvað er með þessa rigningu? Þetta er það allraversta! Rigningin bleytir snjóinn þannig að úr verður hinn versti grautur, ég er strax farin að kvíða fyrir að ganga heim í dag. Verð örugglega hundblaut þó þetta sé stutt, ef marka má hvernig börnin mín voru áðan þegar þau komu inn úr frímínútum. Þau voru ekki blaut upp að hnjám nei upp að mitti!

oj, ég er fegin að vera ekki útistarfsmaður.

d.

P.s. Anna Sig eignaðist prins í gær, 53 cm og 13 merkur. Ég óska henni og Elíasi innilega til hamingju.

mánudagur, janúar 19, 2004


Þetta var í rosa fín og í alla staði afslappandi helgi. Á föstudaginn var okkur Erling boðið á eina 4 staði og gátum því ekki ákveðið okkur hvert halda skyldi. Á elleftu stundu ákváðum við að vera heima. Bara við 2. Það var ótrúlega næs. Ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið sátt við úrslitin í Idolinu. Kalli var svo sem búinn að vera stabílastur af liðinu. Þó svo að ég hafi meiri trú Önnu Katrínu sem poppstjörnu framtíðarinnar. Þó svo að röddin hafi verið að stríða henni síðastliðnar vikur. Þá er hún með hrikalega flotta og flauelsmjúka rödd.
Á laugardag (nammidaginn:p) buðu Inga og Eyjó okkur í mat. Á matseðlinum voru kjúklingabringu með truflaðri piparostasósu og bökuðum kartöflum. Ekkert smá gott. Að máltíð lokinni komu Edda og Hannes og tekið var Trivial. Við gátum þó ekki klárað spilið vegna þess að Baldvin Þór 5 mánaða frumburður Eddu og Hannesar, var heima og við það að grenja úr sér lungun. Þar sem hann vantaði mömmu sína og pabba.
Í gær var að sjálfsögðu tekið rækilega á því í Sporthúsinu og var ótrúlega mikill munar fara á æfingu án þess að vera með harðsperrur í vöðvum sem maður var búinn að gleyma að væru til. Að æfingu lokið brunaði ég ásamt Sigrúnu og Eddu í Álvershjáleiguna, eða í Ásahverfið í Hfj., í saumaklúbb til Mæju.

Já frábær helgi.

P.s. Anna Sig er í þessum rituðu orðum að bæta og fegra þennan heim með því að ,,rembast" við að koma afkvæmi sínu í heiminn:).

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Ótrúlegt hvað þetta nýja líf gengur vel. Við Erling og að sjálfsögðu Anna systir vorum mætt á stigvélina klukkan 7:00 í morgun. Við vorum komin í kojs fyrir klukkan 23:00 og það gekk bara ágætlega að sofna. Svo er ég bara svona líka hress í dag. Það er þó ekki laust við að ég sé með harðsperrur en mér finnst fínt að finna fyrir því í kroppnum að ég hafi verið að hreyfa mig.
Inga Dís á afmæli í dag:) til hamingju! Inga er fyrst á árinu af okkur gömlu vinkonunum. Ég öfundaði hana þegar við vorum yngri. Hún var að sjálfsögðu fyrst til að fá bílpróf, fyrst að komast inn á staði (löglega) og mátti versla í ríkinu hálfu ári á undan mér. Núna er ég bara fegin að fá að njóta þess að vera 27 ára aðeins lengur:)
Sigga Alma er á landinu. Frábært að fá hana heim, ég er svo eigingjörn að ég vil ekkert að hún fari aftur. En er á meðan er hún verður til 15. febrúar það er dágóður tími. Hún og stelpurnar ætla að koma í mat til okkar Erlings í kvöld, ég hlakka bara til.

d.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Jæja!! Þá á aldeilis að taka sig saman í andlitinu og taka á því á nýju ári. Við Erling fjárfestum í árskortum á föstudag. Það gerðu Hannes, Sigrún Erna og Jón Gestur líka. Edda, Erla og Inga Dís eiga kort á sama stað. Þannig að nú á sannarlega að taka á því. Kortin eru að sjálfsögðu í Kópavogsstöðinni Sporthúsinu. Við fengum þetta á glimrandi góðu verði. Það var einhver prúttdagur og ég gat prúttað kort fyrir okkur bæði á 39 þúsund. Svo fáum við helming til baka þannig að þetta er ekki einu sinni 1000 kall á mánuði á mann. Bara rugl þetta er ekki einu sinni fyrir vatninu og sápunni í sturtunni. Var samt frekar fúl þegar ég frétti að Jón Gestur hafi farið nokkrum tímum á eftir mér og fengið tvö á 35 þúsund. En 39 þús er líka lítið en ég hefði samt viljað ná jafn góðum díl og hann... Djö....
En burt séð frá því hófst nýtt líf í gærmorgun og mér líður bara vel þó ég hafi ekki fengið neitt súkkulaði og gos í næstum 2 daga. Er að vísu ekki enn búin að fara í Sportið en mætti að sjálfsögðu á æfingu hjá Dísunum í gær. Mér tókst auðvitað að detta á andlitið og er því með bólgna vör rautt nef og sár á milli munnsins og nefsins (lesist er eins og hálfviti). Erling fór samt í Sporthúsið tók góða æfingu. Hljóp og lyfti og gerði svo gott betur og gekk heim. Þar sem hann er ekki innfæddur Kópavogsbúi þekkir hann engar leiðir og þurfti að labba götuleiðina, það er ekkert smá mikið lengra hí hí...
En við erum amk að fara að lyfta í kvöld með Önnu systir.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Jæja stóra stundin er runnin upp. Ég er orðin stór. Við skrifum undir kaupsamning klukkan 1200 í dag:)

d.

miðvikudagur, janúar 07, 2004


Þá eru jólin liðin. Sit hér inni og horfi út í myrkrið. Aumingja börnin eru úti að leika sér. Ekki að ég vorkenni þeim að þau séu að leika sér. Skólalóðin er illa upplýst og þetta er nánast það sama og senda börn út um miðja nótt. Auk þess er mikið rok í dag þannig að allir undir 25 kílóum eiga hættu á að fjúka:p
Jólin eru kærkomið ljós í svartasta skammdeginu, veit ekki hvernig ég færi að ef þau kæmu ekki eitt árið.
Mér finnst frábært að Vestmannaeyingar hafi ákveðið að leyfa ljósunum að loga fram til 23. janúar. Kannski ég geri það líka.

d.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Dreginn út úr rúmi sínu í Reykjavík og pyntaður.
Hvað er að gerast á þessu landi?

mánudagur, janúar 05, 2004

Púff.... Eru örugglega ekki allir að þykjast vera úthvíldir eftir blessað jólafríið. Held að maður sé ALDREI þreyttari. Ég sofnaði klukkan 6 í morgun maður er þokkalega búinn að snúa öllu við. Ég var að tala við Ástu áðan, hún hafði svipaða sögu að segja. Náði þó að sofna klukkan 2 en hrökk upp við blaðburðardreng klukkan 03:30!!! Ætli hann hafi ekki verið andvaka eins og aðrir. Það var ekki meira úr svefni hjá henni í nótt.

d.

föstudagur, janúar 02, 2004Kæru vinir, til sjávar og sveita, gleðilegt ár:) Langt sí­ðan ég hef bloggað. Jólafrí­ið er búið að vera yndislegt og er enn ekki með öllu lokið. Þó er til eitt orð sem á við það: JÓLABOÐ!! Ég held að ég hafi farið í­ 7 boð hvorki meira né minna:p Á aðfangadag vorum við Erling heima hjá okkur ásamt Betu mömmu Erlings. Það var súper næs. Við fengum SVO mikið af pökkum að það flæddi hér um alla stofu. Margir sáu ástæðu til þess að gefa okkur heimilistæki í­ nýju í­búðina. Það er bara að hinu góða. Saman fengum við Erling: Örbylgjuofn, blander, kaffikönnu, hitakönnum brauðrist, fí­n stofuhní­fapör frá Tékk, wog-pönnu, mynd, gjafkort í­ Smáralind og náttföt. Ég ein fékk eyrnalokka, hálsmen, dagbók, myndir, glimmerklút, gloss, skó, spennu, bókina um Lindu, trefil, vettlinga, naglasett og naglalökk, ví­nflösku, baðsett, keramik skál og -kertastjaka. Þá má ekki gleyma gjöfunum frá börnunum í­ bekknum frá þeim fékk ég ilmkerti, spiladós, kertastjaka, gluggaskraut og ýmis jólaskraut. Ég held að ég hafi ekki fengið svona mikið af gjöfum sí­ðan ég var yngri en 4ra ára og eina barnið í­ fjölskyldunni. Ég þakka kærlega fyrir mig, þetta voru sérlega góðar gjafir í­ ár.
Á gamlárskvöld borðuðum við Erling hjá mö og pa ásamt Dagnýju litlu systur, Ragga bróður og afa. Við fengum að sjálfsögu dýrindismat. Á matseðlinum var rækjukokkteill, steinasteik (bæði innanlærisvöðvi og kjúklingabringur) og geðveikasta súkkulaðimús ever. Þegar við vorum búin að borða fórum við á brennu. Pabbi var brennukóngur í­ ár held að mamma hafi samt verið stoltust í­ heimi og gekk um og sagði öllum sem heyra vildu að hún væri brennudrottning;) í tilefni þess gaf Raggi bróðir henni kórónu. Það var hrikalega kalt á brennunni en flugeldasýningi var flott. Þegar heim var komið var horft á Skaupið, sem að mí­nu mati sökkaði í­ ár. Það var allt of mikið af Sollu, Dabba og öðrum stjórnmálagúrí­um. Það var lí­ka of lí­tið sungið og dansað, ég hugsaði til allra barnanna sem voru að horfa og höfðu pottþétt ekki baun gaman að þessu.
Rétt fyrir miðnætti var að sjálfsögðu sprengdir upp flugeldar og að því­ loknu skálað í­ freyðiví­n.
Eftir að hafa dregir mömmu, pabba og Ragga í­ drykkjuleiki (mjög fyndið að sjá pabba í­ ávaxtaleiknum) fórum við til Sigrúnar og Jóns að spila. Fljótlega bættust Inga og Eyjó í­ hópinn. Það var svo klukkan 6:30 sem ég lagðist á koddann, eftir vel heppnað en þó rólegt kvöld.
Á mánudaginn mun alvara lí­fsins taka við að nýju.
d.