Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

föstudagur, nóvember 28, 2003


Góðan dag! Long time no seen... Sorrí bloggleysið. Ég nennti bara ekki alltaf að vera að skrifa um fasteignir, það er ekki flóknara. En nú erum við loksins búin að gera tilboð og það verður spennandi að sjá hvað gerist.
Ég hlakka til í kvöld við Erling erum að fara á jólahlaðborð í veiðihúsinu við Grímsá, með öllum sem vinna í húsinu þar sem Nepal, fyrirtækið sem Erling starfar hjá, er í. Það er hægt að gista, en við erum jafnvel að hugsa um að keyra í bæinn í nótt því fimleikastelpurnar mínar eru að keppa á morgun. Veit ekki hvað við gerum, við sjáum til.
Góða helgi góða fólk.

d.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Hjálp!
Enn fasteignir! Mig langar að spyrja ef e-r getur gert sér í hugarlund hvað það kosti að innrétta 60 fermetra íbúð. Þá er ég að tala um innréttingar, hurðir og gólfefni. Það er búið að mála en það á eftir að draga rafmagn.

d.

mánudagur, nóvember 17, 2003


Fasteignir, fasteignir, fasteignir og aftur fasteignir!! Allur tími fer í að finna fasteignir, skoða fasteignir, tala um fasteignir og dreyma fasteignir! Ég get ekki beðið eftir að sú rétta kemur upp í hendurnar á okkur. Svo endurnýjast þetta e-ð svo hægt, maður er ALLTAF að skoða það sama og ef það er e-ð bitastætt og sem varið er í er það farið á nóinu! Við verðum bara að trúa því að þessi eina rétta sé ekki enn komin. Við fundum að vísu eina, fullkomna sem hefur allt það sem við erum að leita af. En það er einn hængur á gjöf Njarðar, eignin er í Mosfellsbæ. Við sjáum til.

d.

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Það var afmæli hjá Helga Hafsteins á laugardaginn. Afmælið var haldið í Nauthólsvík og var mikið gaman mikið fjör:) Þessar myndir, sem voru teknar þar, fékk ég hjá Óla.


þriðjudagur, nóvember 11, 2003


Bjakk! Ég er með kvef, hita, hálsbólgu, höfuðverk og eyrnabólgu! Nú verð ég að fara að taka vítamín og lýsi! Svo þurfti ég að vera með foreldraviðtöl í allan dag. Tók á móti þeim hnerrandi og með augun á floti. Skemmtilegt. Ég er búin að vera slöpp síðan á sunnudag fann þá fyrir eymslum í hálsi. Svo var ég með 38 stiga hita í gær. Fór samt á æfingu hjá Dísunum og í pottinn. Gáfuð. Vil sko ekki missa af æfingu fyrir mitt litla líf. Þetta var líka extra skemmtileg æfing í gær. Við vorum ekkert smá margar, skammarbréfið hennar Ástu hefur greinilega haft áhrif;)

Jæja ætla leggjast með klútinn.

d.

föstudagur, nóvember 07, 2003

Saga úr reynslubankanum.
Árið 1998 lögðum við Sigga Alma upp í ferð til Kaupmannahafnar. Þar ætluðum við að dvelja um sumarið. Hanga á kaffihúsum, djamma og vinna okkur inn fyrir rauðvíni og bjór. Við fengum þó svo ömurlega vinnu sem stuepiger á hóteli. Fyrsti vinnudagurinn okkar var 6. júní, sem er nb dagurinn eftir afmælisdaginn minn. Þetta var versti dagur í lífi okkar beggja ég man þá a.m.k. fáa verri. Við mættum klukkan 6. vorum settar í ljósblá buxnapils, gegnsæja hvíta bónusboli og sposssokka. Einnig fengum við þar til gerðar rauðar skúringakvennafötur. Í fötunni var tvennt; svampur og botnfylli af rúðuúða sem var skammturinn fyrir daginn. Við gengum af stað á eftir yfirstuepigunni eftir löngum gangi þar til við staðnæmdust við herbergisdyr. Þarna inni fór sýnikennslan fram. Yfirstuepigan byrjaði á því að taka svampinn upp og þrífa allt herbergið með honum, þá meina ég ALLT! Símann, málverkið, borðið, vaskinn og klósettið!!! Þegar var búið að bleyta herbergið á þennan hátt tók hún upp óhrein brundhanklæði gestanna og þurrkaði yfir allt með þeim. Það duttu af okkur allar dauðar lýs! Eftir "kennsluna" fengum við sinn listann hvorn með herbergjum sem við áttum að þrífa þann daginn. Við þrifum allan daginn. Fórum svo heim og mættum aldrei aftur.
Við dóum þó ekki ráðalausar og gátum hvorugar hugsað okkur að halda heim eftir aðeins 2ja vikna dvöl í landi bjórs og bauna. Það voru tvær stúlkur sem bjuggu hjá sömu konu og við í Kaupmannahöfn. Frænka þeirra var að vinna í fiski á Skagen. Þær höfðu lagt af stað þá um morguninn. Við biðum ekki boðanna hentum niður í tösku (töskur í okkar tilfelli) og áður en við vissum af vorum við í næturlest á leið upp ALLA Danmörku. Á mánudagsmorguninn vorum við heimskonur mættar í frystihúsið;) höfðum hvorugar í frystihús komið á ævinni. En við náðum þó ótrúlega góðum tökum á þessu. Meira segja það góðum að verkstjórinn sakaði okkur um svindl! En það er önnur saga. Eftir sumarið flaug ég heim en Sigga er þar enn og á þessar tvær yndislegu dætur. Freyju Andersen 3ja ára og systur hennar Andersen nýfædda.
Hvað er orðið um það að gefa frí í skólum þegar það er kolvitlaust veður? Ég og börnin í bekknum erum sammála um það að okkur langar mikið heldur að vera heima undir sæng heldur en kúltrast inn í kennslustofu í þessu slagveðri. Þau fá ekki einu sinni að fara út (að vísu er ég fegin því það var komið að mér að standa útivaktina) Ég er næsta viss að skóla hefði verið aflýst ef það væri snjókoma en ekki rigning. Þá væri blindbylur og vart hægt að sjá á milli húsa. En það er víst ekki, þannig að sængin, sjónvarpið og heimagallinn verða að bíða fram yfir hádegið en þá fer ég beint heim og ætla sko ekki meir út í dag. Læt bara senda mér pizzu heim, horfi á Idol, Friends og bíómyndir....

d.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003Jæja það var æfing hjá Dísunum í gær. Í þetta sinn voru alveg auðar götur þannig að það var enginn bílahasar. Greyið Ásta fær ekki einu sinni að nota nýju fínu rándýru naglana sína. Ég er þó pínu búin að fá að krúsa á mínum. Annars hef ég smá áhyggjur af Dísunum. Þær eru sko ekki að mæta allt of vel. Ásta sendi mas skammarbréf í morgun:

Hæ allar, við tókum góða æfingu í gær ég, Dögg og Guðrún Bjarna bara 3 eins og nokkur skipti þar á undan (hvernig er þetta eginlega með ykkur) ;)...tókum gott þrek og svo fórum við á trampolín ( ég og Dögg) ....verð sko að segja ykkur frá þessu ....ég var nú bara í klappliðinu í gær er sko að ég held komin með álags meiðsl (á báðum hnjám) hehehehehehehehe en Dögg var SKO ekki aldeilis í klappliðinu hún gerði TVÖFALT framheljar á trampolíni út í gryfju og það var sko ekkert eins það hafi verið lágt og illa gert ÞETTA var svoooo FLOTT....þannig að ef að við ætlum að toppa þetta stelpur þá verðum
við að vera duglegar;) að...MÆTA Á ÆFINGU.....

p.s eru einhverjar sem að eru bara alveg hættar????
Maður heyrir ekki einusinni í ykkur hér á póstlistanum ..og þið pæjur í
útlöndu hvað segið þið gott
....ég veit allavega að þið létuð svona tækifæri (um að fá að æfa með svona
flottum græjum) ekki renna ykkur úr greipum eða hvað???? Hvað finnst ykkur
um þessa lélegu mætingu hjá þessum DÍSUM hehe?

Kveðja Ó. Ásta


Við byrjuðum sko ekkert smá margar:p

P.s. Nú getið þið fylgst með jólaniðurtalningu á síðunni minni. Verð þó að viðurkenna að ég stal þessu frá Perlu. sem er sko alvöru forritari. Ég er bara að þykjast....

miðvikudagur, nóvember 05, 2003


Hlustið á Sessý...
Ekki vissi ég að ég ætti eftir að þakka fyrir þessa afleitu samninga sem kennarar gerðu í síðustu kjarasamningum en jú í dag segi ég: Húrra fyrir vetrarfríinu:) Það var fullkomið að fá þetta frí þó svo að ég sé smá að þykjast vera úthvíld þá var þetta kærkomin hvíld.
Við Erling þutum landshorna á milli vestur, vestar, suður, austur, suður. Fríið byrjaði á Akranesi á föstudag. Við vorum boðin í afmæli þar á laugardagskvöld hjá Sólrúnu, sem var að vinna með mér í Frostaskjóli. Já en við tókum forskot á sæluna og mættum degi fyrr. Á föstudagskvöld heimsóttum við Lúlla, vin Erlings, og fjölskyldu. Þar horfðum við á Idol (hefðum sko ekki farið til þeirra ef þau hefðu ekki verið með Stöð 2). Mér fannst það auðvitað jafn skemmtilegt og alltaf. Mér fannst Sessý og Jóhanna Vala lang flottastar. Þegar Sessý syngur rísa hárin og gæsahúð gerir vart við sig. Mér finnst Jóhanna Vala meira skemmtileg, þorir að vera hún sjálf og garga lag eftir Megas. Ég fíla svoleiðis fólk. Mér fannst líka flott að hún skuli hafa sungið á íslensku, það hefði ég gert.
Á laugardagsmorgun fór ég í dýrustu klippingu og litun í heimi. Borgaði sko 10.900!!! Þvílíkt rán. Ég er enn í sjokki í alvöru. En ég er voða fín orðin ljóska aftur.
Okkur til mikillar skelfingar hætti Sólrún skyndilega við að halda afmælið sitt á Akranesi, ákvað bara sí svona að færa það til Reykjavíkur. Ég var ekki ánægð með stelpuna:s Við vorum komin upp á Skaga og allt. Fyrst þrjóskuðumst við pínu við og ætluðum ekki að fara, þetta átti að vera svona frí-helgi út á landi. Þess vegna keyrðum við bara enn vestar og enduðum í Stóru-skógum. Þar voru Sigrún Erna, Jón Gestur og Ragnheiður Margrét í sumarbústað ásamt Helgu Rut og fjölskyldu. Við stoppuðum ekki lengi en þó nógu lengi til að heilla Ragnheiði Margréti upp úr skónum með því að leika endalaust við hana og var hún ekki par ánægð þegar þessir nýju leikfélagar fóru.
Einhversstaðar á milli Stóru-skóga og Borganess ákváðum við að vera góð og fara í afmælið við vorum líka búin að kaupa gjöf og allt. Enda stóð þetta afmæli sannarlega fyrir sínu, með leikjum, gítarspili og Kokteilum. Ég drakk Cosmó allt kvöldið og fílaði mig eins og eina af Sex and the City gellunum. Það var ekki fyrr en að ganga þrjú sem við dröttuðumst í bæinn. Við hringdum á leigubíl en í ljós kom að það væri klukkutíma bið. Það var ekki annað að gera en að ganga það var svo sem ekki langt þar sem Sólrún býr rétt vestan við læk. Stefnan var tekin á Leiklistarskólann en þar var e-ð partý. Okkur Erling fannst ferðin ganga heldur hægt og brugðum því á það ráð að hlaupa eins hratt og við gátum. Það gekk mikið betur;) og vorum við komin á áfangastað fyrr en varði (goes to europe). Partíið var ekkert smá gott þó stutt væri. Þar var sungið og spilað á píanó af hjartans list. Sannarlega e-ð fyrir Dögg söngsjúku. Klukkan var orðin meira en 5 þegar við loks lögðumst á koddann eftir að hafa gúffað í okkur Nonna.
Á sunnudeginum brunuðum við svo austur fyrir fjall. Stefnan var tekin á Brekku-skóg þar sem Inga, Eyjó og fjölskylda eyddu sínu vetrarfríi. Það var rosa kósí að komast í heitan pott og góðan mat eftir svall laugardagsins.

d.