Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

föstudagur, október 31, 2003Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð.... Söng Bjöggi og svei mér þá þannig líður mér þessa dagana. Sérstaklega í ljósi atviks sem ég lenti í á miðvikudagskvöldið. Þetta byrjaði allt þannig að Erling fór í bíó á okkar bíl og þess vegna var ég ákveðin í að fá örugga Diahatshuinn hans afa lánaðan til að fara á æfingu hjá Dísunum. Afi minn er maður sem er ALLTAF með allt á hreinu og gerir allt á réttum tíma m.a. að setja nagladekk undir bílinn sinn. Rétt áður en ég fór út úr dyrunum hringdi gemsinn minn og var það Ó. Ásta sem er ein af Dísunum. ,,Dögg ég held að ég komist ekki á æfingu, það er svo hált og ég er viss um að ég komist ekki á bílnum því ég er á sumardekkjum." Að sjálfsögðu vildi ég að hún kæmi á æfinguna þannig að ég býðst til að sækja hana. ,,Ekkert mál" segi ég. ,,Ég er á nöglum." Að svo búnu rölti ég til afa, starta svo fljótlega bílnum og keyri af stað. Ég er nú ágætlega kunnug Hafnarfirði þar sem ég æfði fimleika þar í fjölda ára. Ásta kvaðst eiga heima í Kinnunum og vissi ég nokkurn veginn hvar þær voru. Ég vissi líka að til að komast í kinnarnar þarf að fara Öldugötu. Öldugatan er nokkuð brött og var mjööög slæm þetta kvöld og voru bílar fastir upp hana alla. Þegar ég var komin upp hana beygði ég til vinstri niður Bárukinn. Því hefð ég betur sleppt! Guð minn góður það gekk ok fyrstu 2 metrana en skyndilega byrja ég að renna stjórnlaust, við það hringir síminn, ekki veit ég af hverju ég svaraði, en í símanum var Ásta. ,,Hvar ertu?" spurði hún. ,,Ég er að renna niður brekkuna, sérðu mig ekki?" svaraði ég í geðshræringarkasti. Ég var án gríns næstum búin að keyra á jeppa sem var fyrir framan mig 3 bíla sem voru út í kanti og gangandi vegfarendur, þegar bíllinn loks stöðvaðist á kanti. Þar fór ég út úr bílnum og ráðfærði mig við Ástu sem kom í hendingskasti og tvo samviskusama borgara sem voru þar komnir til að veita mér hjálparhönd. Ég vildi bara helst ekki hreyfa bílinn meir en það var ekki gott úrræði þar sem hann var svo til út á miðri götu. Ásta kom með hugmynd sem féll mér ágætlega í geð. Fyrir aftan bílinn var þurr blettur sem hún sagði mér að bakka á. Ég fylltist bjartsýni settist upp í bílinn og byrja að bakka en það kom okkur öllum í opna skjöldu að bílinn tók eins og skot að renna af stað, þó svo að hann sneri þvert þá rann hann bara þannig. Ég fylltist aftur skelfingu þar til ég náði að e-nveginn veit ekki hvernig að stýra honum á annan kant. Þá var mér nóg boðið var bara komin niður í hálfa brekku og allt við það sama. Ég fór að skoða dekkin (já, þá fyrst) þetta voru alls ekki nagladekk!!! Þetta voru sumardekk:s Já, afi er aaaalltaf svooo pottþéttur að ég var ekki einu sinni búin að athuga það. Einn af samviskusömu borgurunum kom þá með sprey og spreyjaði á dekkin til þess að þau fengju e-ð grip. En ég neitaði að fara aftur upp í bílinn var viss um að það myndi allt fara á sama veg og að við Ásta myndum lenda niðri í læk. Það endaði með því að annar af þeim samviskusömu bauðst til þess að keyra fyrir mig. Það þáði ég með þökkum. Honum gekk vel. Við Ásta afþökkuðum farið og gengum niður brekkuna. En við komumst á æfingu með Dísunum.
Við Erling keyptum rándýr nagladekk í gær.

d.

miðvikudagur, október 29, 2003


Jæja vá á núna bara eftir að vakna tvisvar þangað til að ég fæ að sofa út 4 sinnum! Ekki slæmt. Annars er tóm gleði, bara fersk í dag. Var svo hrikalega þreytt í gær að ég gat ekki einu sinni vakað eftir Judging Amy þar sem þetta er einn af mínum uppáhaldsþáttum er það frekar slakt. Náði þó að horfa á Amazing Race (sem ég var að enda við að eyðileggja fyrir mér með því að fletta því upp á netinu:s núna veit ég hver vinnur) og Innlit útlit. Þannig það var sjónvarpskvöld í gær. Það er ágætt lika. Við ætluðum í bíó en hættum við það og ákváðum heldur að fá okkur eina lummu þar sem það er svo guðdómlegt tilboð hjá Hróa Hetti núna. Get þó ekki neitað því að dömurnar sem vinna þarna eru farnar að horfa hálf undarlega á okkur. Kannski þurfum við að fara skipta við e-n annan þar sem við erum með hreinan skjöld:p

d.

þriðjudagur, október 28, 2003


Jæja kominn þriðjudagur. Það þýðir að ég á bara eftir að mæta 3 daga og er svo komin í langþráð vetrarfrí:) Mér finnst snilld að fá þetta frí, held líka að fólk sé almennt ánægt með þetta núna þó svo að margir hafi blótað því í fyrstu. Helgin var frábær. Það varð að vísu ekki úr því að við fórum í leikhús. En fórum í staðinn á Nordica Spa og út að borða. Það var yndislegt að liggja í pottinum með boozt á meðan maður var nuddaður ekki amalegt það. Staðurinn sem við völdum var Galileo hann stendur alltaf fyrir sínu. Við fengum okkur Tagliatelle með humar, tómatbitum, hvítlauk og steinselju og Hálfmána með sósu, osti, skinku og sveppum í eftirrétt gæddum við okkur svo á volgri súkkulaðitertu með ís og rjóma. Mæli með þessu öllu.

d.

föstudagur, október 24, 2003

Víííííííííííííííííííí!

Það er föstudagur í dag:p Ekkert lítið frábært. Ég veit að þetta verður frábær helgi. Við Erling eigum sko ammmæli og ætluðum að fara e-ð út á land, en höfum ákveðið að geyma það aðeins og vera bara í bænum. Fara í leikhús, út að borða og Bláa lónið. Það er spurning um að fara og sjá Allir á svið á morgun eða Erling í dag. Veit ekki hvað við gerum. Hef heyrt að hvort tveggja sé gott en að sjálfsögðu er um mjög ólík verk að ráða. Það kemur í ljós:)

d.

fimmtudagur, október 23, 2003Súper-aktívur dagur!


Ég er ekkert lítið ánægð með gærdaginn! Minn var ekkert lítið öflugur, fór sko á tvær æfingar. Týpískt fyrir mig hef varla hreyft mig svo mánuðum skipti en þegar loksins er farið er svo vel tekið á því að margir teldu minna ofþjálfun. Klukkan 17:00 fórum við Edda í Sporthúsið og lyftum á efri líkama. Það er svo fyndið að þó ég hafi ekki gert neitt í ár og öld er ég alltaf jafn ótrúlega bjartsýn og tók sömu þyngdirnar og þegar ég lyfti síðast.... Það var líka ótrúlega erfitt hélt að ég myndi deyja! En þetta var þó hrikalega gott eftir á, eins og alltaf:p
Klukkan 20 vorum við Ásta og Guðrún svo mættar á fimleikaæfingu. Þar tókum við súper-upphitun, gott þrek, trampólín og enduðum í pottinum. Klukkan var orðin 23:00 þegar ég kom heim, en þó ótrúlega fersk. Var svo enn ferskari í morgun og fór að kveikja ljósið í svefnherberginu löngu fyrr átta og tala hátt viss um að það væri föstudagur. Greyið Erling þarf ekki að vakna fyrr en 9 á fimmtudögum. Tillitssöm þar.

d.

miðvikudagur, október 22, 2003

Í ruslageymslunni.

Ég veit ekki í hvaða samhengi ég fór að hugsa um þetta. En ég gleymi því aldrei að stundum þegar ég var lítil og mér fannst mamma ósanngjörn, sagðist ég bara ætla að flytja að heiman. Við bjuggum í blokk og það kom fyrir nokkrum sinnum að ég tók plastpoka setti Grímsævintýrin og koddann minn í hann og "flutti" fram á gang. Þar kúrði ég mig í koddann minn og þóttist lesa þar til mamma kom fram tók utan um mig og sagðist sakna mín og hvort ég vildi ekki bara flytja heim aftur. Það vildi ég alltaf. Í sömu minningu er sjónvarpsþáttur sem var á RÚV á þessum tíma. Þátturinn, sem var íslenskur, fjallaði um krakka, strák og stelpu, sem voru ákveðin í að flytja að heiman. Þau voru þó ekki viss hvert þau ættu að fara en úr varð að þau fluttu í ruslakompuna í blokkinni hjá sér! Þar gátu þau nýtt allt mögulegt eins og gömul húsgögn, mat og fleira. Þetta fannst mér ekki lítið sniðugt og ákvað að ef ég myndi flytja aftur gæti bara verið huggulegt að dvelja í ruslageymslunni. Þann sama dag lagði ég leið mína þangað til að skoða aðstæður. En þvílík vonbrigði ég gat ekki séð neitt í minni kompu sem minnti á þessa hjá krökkunum í sjónvarpinu, það var ekkert sniðugt bara vond lykt!
Ég flutti aldrei aftur að heiman.

d.

þriðjudagur, október 21, 2003

Það var gaman í gær. Ég var jú að kenna leiklist það voru söngprufur fyrir stelpurnar, strákar verða næst. Þarna kom hver engillinn á fætur öðrum og voru margar með hinar þokkalegustu raddir. Þær voru rosa spenntar, "þetta er eins og Idol" sögðu sumar. Allar sungu í míkrafón og máttu velja um þrjú lög m.a. Þú fullkomnar mig og Sofðu unga ástin mín. Fyrirhugað er að setja upp Gauragang. Í fyrra var það Hárið og heppnaðist það ótrúlega vel. Það er ótrúlegt að krakkar í 9. og 10. bekk séu til í þetta. Þau eru e-ð svo óheft, ég er ekki viss hvort þetta hafi gengið upp í minni tíð. Það er söngur allt í kringum þau, Menntaskólarnir hafa flestir skapað sér hefð fyrir söngleikjum svo er Idol-keppnin frábær. Mikið flottari en ég nokkur tímann þorði að vona. Vel skipulögð, kynnarnir og dómararnir góðir og þó nokkuð af flottum söngvurum.
Það var auðvitað æfing hjá Dísunum í gærkvöldi. Hörkuæfing mas. ég var ekki komin heim fyrr en að verða 11:00. Kvöldmaturinn í gær var því Nachos með svona heitri salsa og rjómaosti og kók:s

d.

mánudagur, október 20, 2003

Ha ha krakkarnir mínir voru að semja smá ljóð í morgun. Þau áttu að velja sér e-ð nafn, skrifa það lóðrétt, þannig eru stafirnir í nafninu upphaf ljóðlína.
Þetta kom um mig:
Dögg er kennari aldrei
önug,
giftist Erling og er
glöð.

og annað...

Dögg
önug er ei
giskar hún alltaf rétt
góð og fín er hún.

d.

Vá:) þetta var ekkert lítið annasöm helgi. Á föstudaginn var matarklúbburinn og heppnaðist bara vel. Að vísu var ég með annan eftirrétt en ég var búin að lýsa. Ég náði ekki í Melkorku sem var með þessa mögnuðu uppskrift en gat þó fengið hana hjá Sigrúnu frænku. En þegar upp var staðið kom það í ljós að ég hafði ekki tíma. Þannig ekki var annað að gera en hugsa e-ð annað upp og úr var að ég henti í ostaköku.
Í aðalrétt var mexíkönsk súpa sem slær alltaf í gegn. Uppistaðan í henni eru tómatar, chillí og kjúklingur. Á borðum er svo sýrður rjómi, guagamole, rifinn ostur og nachos. Þetta er allt sett út í og uhmmm þetta er já held ég bara með því betra sem ég fæ.
Á laugardaginn vaknaði ég með örlítinn seiðing í höfðinu:s en dreif Erling þó á fætur og var stefnan tekin í Smáralind. Þar sem við skoðuðum Femin-sýninguna sem mér fannst ekkert spes. Þetta var ekkert annað en básar með með auglýsingaborðum. Frekar mikil vonbrigði. Held að það væri ekki erfitt að gera þetta skemmtilegra. Þannig það er skemmst frá því að segja að við hlupum þar í gegn. Jú og fyrst við vorum komin í Smáralind þá var best að kaupa eina tvær sængurgjafir. Við gerum lítið annað þessa dagana þar sem vinir okkar hamast við að unga út;) Það væri alveg spurning hvort að það myndi ekki bara borga sig að fara að flytja inn þessi föt sjálfur slík er frjósemin:p
Sigga Alma átti stelpu númer tvö á laugardagsmorgun:) til hamingju elskan:) Sú kom með látum í heiminn á aðeins 2 tímum! Mér finnst þó hrikalega leiðinlegt að fá ekki að sjá hana, hún bara í Danmörku:( snifff... Það er ekki laust við að mann langi til að stökkva upp í næstu vél. En það bíður betri tíma.

d.

P.s. Það er æfing hjá Dísunum í kvöld, get ekki beðið :p ....

föstudagur, október 17, 2003

Föstudagur!!! Vííííííííí..........
Það er þó ekki laust við að maður sé hálf sybbinn. Það tekur á að fara í saumaklúbb tvö kvöld í röð! Í gær var snúlluklúbbur sá klúbbur hefur verið mjög óreglulegur. En nú á að bæta það og er Inga Dís búin að skrá klúbba fram í maí og skipuleggja útilegu og grillveislu í júní! Brjálað skipulag ég vona að það standi:) Mér fannst samt hrikalegt að missa af Firestone er sko nýbyrjuð að fylgjast með Bachelor og nú má maður ekki missa af neinu. En kosturinn við skjá einn að þátturinn er að sjálfsögðu endursýndur á morgun mjög gott fyrir bissí fólk!

Annars er matarklúbburinn í kvöld ég hlakka mjög til en mig vantar enn uppskriftina af eftirréttinum. Ég ætla að hafa svon brúnar muffur sem eru fylltar með súkkulaði. Þegar maður tekur bita vellur súkkulaðið út uhhmm... Ekkert smá gott. Ég veit að þessi uppskrift var í Gestgjafanum í fyrra það var mas mynd af muffunum framan á. Þannig ef e-r er með uppskriftina við höndina, þá endilega látið þið í ykkur heyra...

Góða helgi:)

d.

fimmtudagur, október 16, 2003

Bletzen:)

Fimmtudagur í dag jibbí einn af mínum uppáhaldsdögum:p Það er svo yndislega stutt í helgina eitthvað. Jebb það var saumó hjá Sunnu í gær voða gaman. Þetta er ótrúlegi saumaklúbburinn. Við erum 6 og erum búnar að vera í klúbbnum í 2 ár. Á þeim tíma eru komin 3 börn í heiminn og önnur 3 á leiðinni. Nei, það er ekki ég sem er ófrísk;) þessu er ekki jafn skipt því Sunna er byrjuð á umferð 2. Af sama skapi voru tvær á lausu og enginn trúlofaður í byrjun en núna eru tvær trúlofaðar, ein gift og allar á föstu! Aldrei lognmolla í þeim klúbb:p Svo er hann jafn reglulegur og blæðingar ALLTAF einu sinni í mánuði fer ekki einu sinni í sumarfrí. Gaman að þessu.........

d.

P.s. Þegar ég kom heim úr klúbbnum var erling búinn að þrífa íbúðina, vaska upp og þvo tvær vélar. Hann er mikið duglegri en ég....

miðvikudagur, október 15, 2003

Góðan daginn:)

Ég vil byrja á óska Siggu Lísu til hamingju með síðuna sína, og bjóða hana hjartanlega velkomna í hóp bloggara. Það verður gaman að fá sögur frá Köben.
Þetta er ekkert smá bissí vika hjá mér. En sem betur fer er hún troðfull af skemmtilegum viðburðum. Saumaklúbbur hjá sportstelpum í kvöld og hjá snúllum á morgun. Á föstudaginn er ég með matarboð og svo er ég að dæma alla helgina! Brjálað að gera.
Mig langar aðeins að segja frá þessum matarboði. Okkur Sigrúnu Ernu vinkonu langaði svo að stofna matarklúbb en það er svo erfitt því vinkonuhópurinn okkar er svo hrikalega stór. Við erum níu þannig já átján í allt með mökum. Því var ákveðið að við Erling fyndum eitt par og Sigrún og Jón fyndu annað par í matarklúbb. Klúbburinn mun svo hittast 4 sinnum í vetur athuga hvernig hópurinn smellur saman. Ef allt gengur vel verður vonandi framhald á þessu.
Jæja ætla að fara að pikka inn bókmennta- og ljóðapróf fyrir morgundaginn.

d.

þriðjudagur, október 14, 2003

Það er alltaf verið að senda mér þennan leik, best að birta þetta bara hér:)


Spurningar og skemmtilegheit, hvað veistu um vini þína....

1. Hvað er klukkan? 21:33
2. Hvaða nafn er á fæðinarvottorðinu þínu? Guðbjörg Dögg
Gunnarsdóttir
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Dögg af vinum, Guðbjörg af nokkrum í föðurfjölskyldunni, Döggsi af nokkrum nemendum og (Gagga-Lína þegar ég var lítil;) það vissir þú ekki
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni síðast? 27:)
5. Afmælisdagur:5. júní Þjóðhátíðardagur Dana.
6. Gæludýr:Máni og jú Erling... híhí
7. Hár: blondie!
8. Göt : í eyrunum
9. Fæðingarstaður: Reykjavík
10. Hvar býrðu? í Kópavogi
11. Uppáhalds matur: Mexíkanskur matur, steik á El Toro á Spáni, lasagne, fiskibollur ala amma.
12. Hefur þú komið til Afríku? Jebbsí Namibíu og Suður-Afríku
13. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Jáhá sem betur fer:)
14. Hefur þú lent í bílslysi? nei ekki slysi en hef bankað nokkra:l
15. Gulrót eða beikon bitar? ahh gulrót held ég
16. Uppáhalds vikudagur:  Fimmtudagar og laugardagar.. og
allir rauðir dagar:)
17. Uppáhalds veitingastaður: Galileo, El Toro og Tapas-barinn
18. Uppáhalds blóm: hárskrautin mín og Liljur
19. Hvað íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? fimleika og landsleiki í hand- og fótbolta.
20. Uppáhalds drykkur: Vatn, rauðvín, malt, uhhmm breezer og ávaxtasafi.
21. Hvaða ís finnst þér bestur? Vanillu, myntu og súkkulaði.
22. Disney eða Warner brothers? Disney teiknimyndir annars Warner.
23. Uppáhalds skyndibitastaður: American style og subway.
24. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litin? það er parket.
25. Hvað féllstu oft á ökuprófinu? aldrei:) (Hefðu kannski átt að fella mig þar sem ég keyrði á fyrsta daginn:s)
26. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst: Anna Sig hún var að staðfesta komu sína í saumó á morgun.
27. Í hvaða búð mundir þú velja að botna heimildina á kredit
kortinu? Púff svo margar:s H&M, DKNY, Leonard, Miru, Habitat ofl.
28. Hvað gerirðu oftast þegar þér leiðist? Hringi e-ð, hangi í tölvunni, spila á gítarinn, les eða horfi á Friends:), oft smá af þessu öllu ég er soddan fiðrildi.
29. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Ertu að leigja?
30. Hvenær ferðu að sofa? of seint
31. Uppáhalds sjónvarpsþáttur:Sex and the
city, Idol (sé enn eftir að hafa ekki verið með) og Friends
32. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Erling og Gunhild norskri vinkonu okkar á Galileo.
33. Ford or Chevy: Ford, fyrsti bíllinn minn var Ford Fiesta '83.
34. Hvað varst lengi að klára að svara þessum pósti? klukkan er núna 21:44 þannig 11 mín.

Mússí múss....

d.

Þriðjudagur til þrautar! Ég vil ekki vera neikvæð en það er voða leiðilegt veður í dag. Svona týpískt íslenskt haustveður býst ég við. Það er ekki laust við að ég öfundi systur mína á þessari stund, sem rétt í þessu flatmagar á ströndum Spánar. Mér er svo sem sama þar sem ég þarf ekki að fara út frekar en ég vil:p En það er öllu verra með nemendur mína greyin voru svo hrikalega blaut eftir frímínútur áðan. En nóg um það.

Já það var 4. æfing hjá Dísunum í gær. Það var auðvitað hrikalega gaman við tókum fyrst góða fimleikaupphitun og þrek. Svo var okkur skipt í hópa helmingur á dýnu og hinn á trampólín. Ég var samt allan tímann á dýnu, var svona að mana mig upp í hitt og þetta. Ekkert smá gaman. Komst því miður ekki á trampólínið en ég efast ekki um að lang flestir sem ég þekki myndu ekki slá höndinni upp á móti því að prófa að hoppa á því. Það er risastórt og maður gormast endalaust og það kitlar í magann svona eins og maður sé í TÍVOLÍ. Eftir æfinguna fóru svo flestar í pottinn. Þ.á.m. ég ekki veitir mér af. Held að ég sé komin með króníska vöðvabólgu. Hrikalegt. Móðurbróðir minn sagði að vísu við mig um daginn að það gæti ekki verið að ég væri e-ð bólgin: "sko, Dögg hvernig getur það verið? Þú átt engin börn það er ekkert stress í kringum þig" Ó mæ gat ha ha.... Hann veit ekki hvernig það er að skrifa fyrst á töflu í marga klukkutíma á dag, fara svo að þjálfa fimleika og vera í tölvum þess á milli;) Hí hí....
Verð bara að drífa mig í nudd. Veit að vísu ekki hvort ég á frekar að fara í sjúkraþjálfun það gæti verið betra. Veit það e-r?
Jæja hádegið alveg að verða búið:)

Leiter
d.

mánudagur, október 13, 2003

Mánudagur í dag. Það er ótrúlegt hvað mér finnst mánudagar ekki leiðinlegir núna. Hvers vegna? Jú það er bara svo mikið að hlakka til.
1. Ég byrja ekki að kenna fyrir 08:45 sem er sannarlega lúxus-líf.
2. Ég kenni leiklist sem er með því skemmtilegra sem ég kenni.
3. Ég fer á æfingu með dísunum. (Dísirnar eru gamlar fimleikastelpur)
Þannig já bara allt gott við mánudag:D. Þessi er nú sérstaklega góður þar sem við Erling (ásamt Iddý, Eyjó og krökkunum þeirra) vorum í bústað um helgina. Svo nenntum við ekki heim í gær keyrðum bara í morgun. Þannig framlengdum við helgina um einn dag:p.

Og já það eru stórfréttir Dæja vinkona mín átti stelpu um helgina. 16 merkur og 53 cm með sítt, svart, krullað hár. TIL HAMINGJU!

d.

P.s. það er það sítt að það næst bak við eyrun.. verð að sjá þetta.

föstudagur, október 10, 2003

Þá er kominn teljari á síðuna þetta er allt að koma:p

d.

Hey ég fór í bíó í gær. Ótrúlega langt síðan síðast enda búin að vera hrikaleg gúrkutíð. Erling og Siggi vinur hans völdu myndina og ég hitti þá í bíó. Það var knappt því ég var að dæma fimleika í Hafnarfirði til klukkan átta. En brunaði þó samt og klukkan 20:13 var ég mætt í Smárabíó. Það er vart til frásögu færandi en ég hafði ekki hugmynd um hvaða mynd ég var á. Spurði Erling eftir myndina :s hí hí.... Myndin heitir S.W.A.T. og mæli ég hiklaust með henni. Þetta er spennumynd sem segir frá sérsveitaliði lögreglunnar í Borg Englanna. Góð mynd og góðir skrokkar.

d.

Víííí... Það er föstudagur í dag:) Sólin skín svo ljómandi fallega. Ég get ekki beðið eftir að komast út í þetta fullkomna veður. Mest langar mig til að hringja í Drífu mína og taka góðan rúnt niður Laugaveginn stíga svo út úr bílnum e-sstaðar hjá Ingólfstorgi og ganga spöl, setjast svo niður og horfa á mannlífið... Eða jafnvel að keyra í Nauthólsvík setjast inn á Kaffi Nauthól, panta sér kaffi og Baylis já eða rauðvínsdreitil.

Mér finnst svo yndislega stutt til jóla. Ég hlakka ekkert lítið til þar sem þau eru minn uppáhaldstími. Allir verða eitthvað svo jákvæðir, brosmildir og geislandi.

d.

fimmtudagur, október 09, 2003

Perla talar um karlaland á blogginu sínu í dag. Flott hugmynd sérstaklega fyrir verslunarferðirnar. Mínum manni finnst amk ekki næstum jafn gaman í búðum og mér þannig kannski er þetta fín lausn.
Á mbl í dag segir :

"Konur í Hamborg eiga góða daga í vændum en nú hillir undir, að þær þurfi ekki framar að draga á eftir sér nöldrandi eiginmenn í verslunarferðum.
Krá ein í borginni, Nox Bar, hefur komið upp sérstöku "karlalandi" þar sem boðið er upp á bjór, heita rétti, knattspyrnuleiki í sjónvarpi og ýmislegt annað til að hafa ofan af fyrir körlunum meðan eiginkonur eða vinkonur þeirra stunda það, sem þeim þykir skemmtilegast, verslunarferðir. Sagði frá þessu á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær."

Sjá nánar karlaland.

Ég vildi alveg hafa svona konuland. T.d. ef strákarnir færu að veiða þá gætu stelpurnar gert e-ð svona stelpu á meðan t.d. farið í dekur. Hvað sem fólk segir þá eru kynin og verða ólík. Mér finnst það ekki slæmt.

d.

Vá:) ég var að kenna lífsleikni í bekknum mínum og upp kom blaðsíða um brjóst og blæðingar. Blaðsíðan fjallaði um hana Möggu sem er 10 ára og komin með stór brjóst. Ég hélt að strákarnir mundu missa það.... Greinilega fullt af hormónum í gangi þó maður sé bara í 5. bekk.
Hvað segið þið um það strákar?

d.

miðvikudagur, október 08, 2003

Á laugardaginn var frábært afmæli í Flúðaselinu. Eyjó hennar Ingu varð þrítugur. Það var hrikalega gaman enda eru þau skötuhjú þekkt fyrir að halda góð partý. Við tókum að sjálfsögðu gítarinn með og það gerði Jón Gestur líka. Hann var einnig svo gáfaður að taka með sér sönghefti fyrir alla sem er nauðsyn á svona skemmtunum. Það var svo mikið fjör að við Erling gleymdum tímanum og misstum þar með af balli með Stuðmönnum. Svona á þetta að vera.

d.

Tók sniðugt quiz sem var á síðunni hennar perlu. Mér finnst gaman að "MY INNER CHILD" er jafngamlt börnunum sem ég kenni. Hí hí......


My inner child is ten years old today

My inner child is ten years old!


The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla


Svo kom líka í ljós að Erling er skv þessu 6 árum eldri en ég ekki 3 árum yngri eins og þjóðskráin segir:p


My inner child is sixteen years old today

My inner child is sixteen years old!


Life's not fair! It's never been fair, but while
adults might just accept that, I know
something's gotta change. And it's gonna
change, just as soon as I become an adult and
get some power of my own.

þriðjudagur, október 07, 2003

Jæja lööööngu kominn tími á blogg:)

Komin október og svei mér þá það styttist í jólin. Annars gengur lífið þessa dagana út á það að mæta í vinnu ég er víst enn eina ferðina búin að taka allt of mikið að mér. Sem betur fer skemmtilegt í báðum vinnunum mínum. Þó svo að þær taki af mér ómælda orku. Helgarnar ættu því að fara í það að slappa af í sófanum með Erlingnum en við erum svo ótrúlega bissí. Þannig sjaldan gefst tími í það. Þar síðustu helgi vorum við upp í bústað með ömmu. Það var nú samt góð afslöppun amk á laugardeginum. Við Erling tókum gítarinn með (já við erum bæði farin að spila á gítar ekkert smá dugleg) og spiluðum og sungum með ömmu og Árna móðurbróður um kvöldið. Á sunnudeginum var þó engin miskunn. Það var farið á fætur langt fyrir hádegið og allir upp á þak. Já upp á þak og ég líka. Ekki það að við höfum verið að dáðst af útsýni sem hefði svo sem ekki verið fráleit hugmynd ó nei. Við vorum sko að skipta um þak. Sem betur fer bættust pabbi, Raggi bróðir og Trausti hinn móðurbróðir minn. Við vorum skotfljót af þessu eða já ca. 9 tíma. Get ekki sagt annað að ég sé hrikalega stolt af þessu.

d. Þakviðgerðarmaður.