Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

þriðjudagur, september 09, 2003

Góðan dag:)

Jebb 9. september í dag meeerkisdagur. Í dag á Dagný "litla" afmæli. TIL HAMINGJU!!!! Hún er átján ára litla blúndan okkar. En minn er lasin:( ekki gaman. Er bara heima með klút og hósta. En þetta er nú allt að lagast.
Við Erling fórum í brúðkaup til Melkorku og Kjartans á laugardag. Athöfnin sjálf byrjaði klukkan 16:00 í Dómkirkjunni, það mátti engu muna að við yrðum of sein. Vöknuðum samt eeeeldsnemma á laugardagsmorgun og fórum í Kringluna. Þaðan fórum við í heimsókn til Gunnu frænku og áttum notalega stund með henni, Ernu og Viktori. En við vorum heldur lengi ekki komin heim fyrr en 14:30! Enda sagði Erna frænka. "Núna væri ég búin að vera í freyðibaði í 1 og hálfan tíma og búin að lakka á mér táneglurnar." Já, hugsaði ég, hefði getað verið notalegt en mundi svo að við eigum ekkert baðker;) Við settum bara í fimmta gír og náðum bæði að fara í sturtu, klæða okkur, snyrta og greiða á innan við klukkutíma. Klukkan 15:50 sátum við á bekk í kirkjunni og biðum brúðarinnar. Melkorka gekk inn kirkjugólfið rétt rúmlega fjögur, mér vöknaði um augun eins og alltaf á svona stund. Að athöfn lokinni skutumst við Erling heim og náðum í texta sem átti að dreifa til gesta seinna um kvöldið. Að því loknu fórum við á Café Borg og fengum okkur einn öl ásamt þeim Önnu Sig og Elíasi manninum hennar. Anna að vísu lét bjórinn eiga sig í þetta sinn þar sem þau eiga von á erfingja snemma á næsta ári. Upp úr klukkan 18:00 héldum við í veisluna. Borðhald hófst um 18:30 og fengum við dýrindismat. Rétt fyrir miðnætti stigum við úr saumaklúbb Melkorku á stokk og sungum fyrir viðstadda. Það heppnaðist bara prýðilega. Um 3:00 leytið fórum við Erling í miðbæinn og hittum þar fyrir Sigrúnu og Jón Gest og djömmuðum með þeim til rúmlega 6:00 um morguninn:p Góður sprettur það.


d.

P.s. Ekki má gleyma tvíburunum, Lord of the Rings aðdáendunum og Skálpastaðabúunum þeim Arnari og Friðriki. Þeir eru átta ára í dag og fæddust því nákvæmlega 10 árum á eftir Dagnýju. Til hamingju töffarar:)