Lilypie Baby Ticker

Lady-Dee

Lady Dee á flugi.

þriðjudagur, september 05, 2006

Elsku blogger er hætt hjá þér. Þakka samfylgdina undanfarin ár! Nýja bloggið mitt er: http://dogg.blog.is

Knús
d.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Held að ég sé tilbúin að koma úr bloggfríi núna:D

d.

mánudagur, júní 26, 2006

Ætlaði bara aðeins að monta mig, erum sko á leiðinni til Tenerife eftir 3 daga... víííííííí

d.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Hvar er sumarið???

Ótrúlegt hvað það ætlar að vera lengi að koma. Vona að það verði amk gott veður á laugardaginn þegar ég held upp á stórafmælið mitt. Ég er bara endalaust þreytt þessa dagana, ástæðan er að við Erling förum alltof seint að sofa:s Þetta er eitthvað sem bara gerist þegar dagurinn lengist, maður er eitthvað svo ótrúlega hress á kvöldin.

líf og fjör
d.

mánudagur, júní 05, 2006

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag....
Á tímamótum sem þessum finnst mér rétt að líta um öxl og sjá hvað ég hef verið að bardúsa síðastliðin tíu. Sá tugur hefur verið meira en lítið viðburðaríkur og spennandi, og vona ég að næstu 10 verði jafn skemmtileg og þroskandi.

1996: Stúdent, sama ár flutti ég til Kölnar lærði þýsku og passaði Gretu Oberdörffer. Þar kynntum við Eva Úlla og Edda okkur þýska (bjór)menningu mjög vel. Uppáhaldsvínið okkar var hvítvín kennt við Peter Mertes það kostaði heil 2 mörk og var með skrúftappa. Staðurinn var Köningswasser sem átti disk með Björk. Búðin var Hennes og Mauritz, þangað og á Köningswasser skilaðum við mánaðarlaununum sem vöru 400 mörk. Um helgar komu þær Inga Dís og Erla til okkar úr þýsku sveitinni. Áramótin voru ógleymanleg, þar sem við Erla snæddum íslensk hangikjöt og ora-baunir. Með Kínverja, Frakka, Portúgala og Litháa.
1997: Í febrúar er haldin stór kjötkveðuhátíð í Köln, þar djömmuðum við Eva, Inga, Edda, Daiva (frá Litháen) og Erla. Við Eva máluðum okkur í framan með svörtum lit, klæddum okkur í gardínur og álpappír og kölluðum okkur tvíburana hennar Toggu. Togga var ímynduð móðir okkar Evu og býr í Köln.
Í apríl kom ég heim frá Þýskalandi, Raggi fermdist og ég fór að vinna á Pizza 67 Engihjalla, Svenni og Guðlaug vinafólk mömmu og pabba ráku þann stað.
Um sumarið vann ég sem flokkstjóri hjá VSK. Um haustið hóf ég nám í Kennaraháskólanum og fór að vinna í Ekkó félagsmiðstöð fyrir unglinga.
1998: Um Sumarið dvaldi ég ásamt Siggu Ölmu í Danmörku, fyrst í Kaupmannahöfn og svo í Skagen. Þar gelluðum við síld ásamt frænkunum Jóhönnu Kristínu, Ingibjörgu og Sillu. Vinnutíminn var yfirleitt 4-18. Get ekki sagt að það hafi verið auðvelt að vakna í vinnu. Í staðinn sváfum við stundum bara alls ekki. Í lok júlí fórum við Jóhanna með Color-Line frá Skagen til Larvik. Það er eftirminnileg fer að því leitinu að við vorum svo sjóveikar að annað eins hefur ekki sést. Fórum svo til Osló og gistum á farfuglaheimili í herbergi ásamt InterRail pari sem hafði strengt línu yfir herbergið og hengt á hana blauta sokka. Frá Osló fór ég til Erlu frænku og Jóhanna til frænda síns sem bjó einnig í Noregi. Við flugum heim ásamt
Siggu Ölmu sem fór fljótlega aftur til Skagen því þar fann hún ástina sína hann Henrik. Þar býr hún enn ásamt Henrik, Freyju(5) og Silju Sólveigu (2)
Þegar heim var komið fór ég að sjálfsögðu á Þjóðhátíð með Snúllunum mínum. (Snúllur: Sigrún, Edda, Inga, Erla, Guðný, Mæja, Harpa, Alda)
Um haustið hélt ég áfram í Kennaraháskólanum og mamma fagnaði fertugsafmæli sínu í sal Breiðabliks. Í tilefni dagsins settum ég og nokkrir vinir mínir og félagar saman hljómsveit. Meðlimir voru Hannes Buffari, Finnur Beck fréttamaður, Halli Dead Sea apple og Ég. Okkur tókst vel upp og fengum mikið hrós.
1999: Um áramótin var útþráin farin að segja til sín enn á ný, þá flutti ég til Jelling í Danmtaörku og tók eina önn í Kennaraháskólanum þar, Sigrún Erna ákvað að koma með mér. Þar vorum við í tæpa 3 mánuði og bjuggum á Kolleginu. Sigrúnu gekk ekki vel að fá vinnu á þessum litla stað þannig að það var ekki annað fyrir hana að gera en að fljúga heim. Á sama tíma þurfti ég að flytja í stórt hús sem var við hliðina á skólanum. Þetta var 3ja hæða draugahús umvafið stofnunum. Kjallarinn var hrár bústaður köngulóa og skriðdýra. Ég svaf illa og virtist vera að eitthvað væri að sækja að mér í svefninum. Eftir langt spjall við Ömmu Unni ráðlagði hún mér að krossa í öll horn og á herbergishurðina áður en ég færi að sofa á kvöldin. Þetta gerði ég og leið betur.
Á meðan ég bjó þar fór ég í heimsókn til Siggu í Skagen, Erlu frænku í Noregi og Palla Beck og Lilju í Sönderborg. Amma Leifa, Amma Unnur og Afi Ragnar komu öll að heimsækja mig til Jelling. Með þeim keyrði ég allt Jótland og til Þýskalands.
Um sumarið kom ég heim og við Sigrún fengum vinnu á sumarhótelinu á Hvanneyri. Við unnum í fjóra daga og fengum fjóra daga frí. Þvílík negravinna, illa borguð og allt of mikil vinna.
Fyrstu helgina í júlí fórum við Sigrún Erna í Þórsmörk og þar kynntist hún ástinni sinni honum Jóni Gesti. Þau eru gift og eiga 2 börn. Ragnheiði Margréti (3) og Óla Þór (1).
Ég leigði á Fálkagötunni ásamt Binnu Hagkaups-Kennó vinkonu minni. Það var síðan selt undan okkur um haustið og ég var á götunni. Auglýsti eftir íbúð í mogganum og fékk pínulitla gettó-íbúð í Hólmgarðinum. Þar bjó ég ásamt kettinum Tímon. Hann var innflutningsgjöf frá mínum yndislegu vinkonum snúllunum. Með síðasta árinu í Kennó vann ég í Frostaskjóli félagsmiðstöð fyrir unglinga í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Kennó kynnist ég svo Dagbjörtu hún vann í móttöku hjá Aerobic Sport ásamt því að kenna Body-Pump. Ég fór að æfa þar um haustið og bauðst fljótlega vinna þar í móttöku og seinna við eróbikk-kennslu.
2000: Amma Leifa lést úr krabbameini í byrjun ársins. Dauðdagi hennar tók mjög á mig og var ég lengi að vinna úr sorginni. Það tók mig heilan sólarhring í að skrifa minningargrein í Morgunblaðið og rifja upp góðar minningarnar um Ömmu, það var sannarlega að mörgu að taka. Útför hennar fór fram í Fríkirkju og er einkar eftirminnanleg. Amma var mikill hestamaður. Félagar Gust mættu í útförina með nokkra hesta og stóðu heiðurvörð við kirkjuna.
Jónína Ben. keypti Aerobicsport ásamt fleiri litlum líkamsræktarstöðvum og við starfsfólkið fylgdum með. Nafninu varð breytt í Planet Sport og til varð líkamsræktarkeðjan Planet Pulse. Þar vann ég eftir áramót samhliða skólanum og hætti í félagsmiðstöðinni. Þetta ár bjó ég á Sunlaugarveginum ásamt Dagbjörtu.
Um vorið útskrifaðist ég úr Kennaraháskólanum og haldin var veisla í húsi foreldra minna. Um kvöldið héldum við Dagbjört útskrifarpartý í Alþýðuflokkssalnum í Hamraborg. Þar var gleði langt fram eftir nóttu.
Eftir útskrift héldum við Dagbjört til Afríku, nánar tiltekið Namibíu. Það var ótrúleg upplifun sem erfitt er að festa á blað. Hluti af daglegu lífi var að sjá Strúta, vörtusvín og gíraffa. Við bjuggum í Walvis Bay hjá foreldrum Dagbjartar.Í 10 daga slógust þeir Hebbi og Addi Fannar samstarfsmenn okkar hjá Planet Pulse (frægari fyrir spilerí með Skímó) í förinna. Ásamt þeim og Siggu og Eiríki, foreldrum Dæju, keyrðum viðum allt landið, gistum með innfæddum og skoðuðum menningu ólíkra þjóðflokka. Fljótlega eftir að þeir kvöddu, eða um verslunarmannahelgina fórum við í kvennaferð til Suður-Afríku. Farskjótinn var Volkswagen rúgbrauð og kallaði hópurinn sig Stellur.
Um haustið komum við Dagbjört heim og fórum að vinna hjá Jónínu Ben. Þar sáum við um sölu- og markaðsdeildina ásamt þeim Hebba og Adda. Þetta var einkar skemmtilegur tími. Um áramót ákvað ég þó að skipta um starfsvettvang og fara að kenna. Þá hafði Þórdís Gísladóttir hafið störf sem framkvæmdastjóri Planet Pulse. Ég ræddi við hana þessa áætlun mína um að fara að kenna. Hún var ekki sein á sér að segja mér að hún vissi um lausa stöðu fyrir mig. Maðurinn hennar var að kenna 2. bekk og þurfti nauðsynlega að hætta vegna annarrar vinnu sem honum hafði boðist. Þegar hún sagði mér að staðan væri í Digranesskóla gamla skólanum mínum brá mér lítið eitt. En ég svaf á þessu og úr varð að ég tók stöðunni.
2001: Ég kenndi í Digranesskóla ásamt því að kenna eróbikk hjá Planet Pulse. Fjármálin voru orðin heldur döpur og ég flutti til afa sem bjó við Álfhólsveg.
Við Jóhanna Kristín fórum saman til Spánar í sumarfríinu. Þar sötruðum við kokkteila, lágum í sólbaði, snæddum góðan mat og drukkum ógrynni af kokkteilum. Yndislegt frí.
Um haustið hélt ég áfram að kenna við Digranesskóla og bjó hjá afa.
2002: Um vorið fór ég með Digranesskóla í námsferð til Danmerkur. Þar varð ég eftir og fór til Álaborgar þar sem Perla vinkona mín bjó. Þar vann hún hjá tölvufyrirtæki, ég hjólaði um alla daga í atvinnuleit en fékk enga vinnu. Í staðinn ákvað ég að vera í fríi. Sigga Alma kom til mín eina helgi, það var gaman að fá hana og skemmtum við okkur konunglega. Einnig fór ég með ferju yfir til Noregs og heimsótti Erlu frænku og fjölskyldu. Í bakaleiðinni fór ég til Siggu á Skagen. Milli þess sem ég las, ferðaðist, sat á kaffihúsum og verslaði var ég á internetinu. Meðal þeirra sem ég talaði mest við þetta sumar var Jóhanna Kristín sem var þá stödd í Ameríku. Hún bjó þar með ásamt ástinni sinni honum Þresti. Það er skemmst frá því að segja að fljótlega sagði hún mér að þarna úti væru nokkrir íslenskir drengir að stúdera. Hún sagði að einn af þeim héti Erling og væri ótrúlega yndæll piltur sem elskaði þjóðhátíð og dans. Upp frá því fórum við Erling að skrifast á í gegnum e-mail. Eitthvað notuðum við msn líka. Áður en ég fór heim frá Danmörku komu Dagný systir og vinkonur hennar þær Hanna og Hildur í heimsókn til mín. Við fórum saman á Ringe-Festival. Það var ótrúlega gaman. Auðvitað tókum við einnig Strikið og fórum í Tívolí. Ég flaug svo með þeim aftur til Íslands og fór auðvitað á Þjóðhátíð í þetta sinn með Perlu. Erling kom heim í október og byrjuðum við saman í lok október. Hann flutti líka inn til afa.
2003: Við Erling fengum lánað hús í Suður-Frakklandi og dvöldum þar yfir páskana. Ógleymanleg og æðisleg ferð. Húsið var í Antibes, en einnig fórum við til Channes og dvöldum eina helgi í París. Þar fórum við ma og sáum Moulin Rouge.
Í maí og fórum að leigja íbúð í Þverbrekku 6. Hrikalega illa einangraða 2ja herbergja íbúð. Við heyrðum þegar konan við hliðina tók úr sambandi og slökkti ljós. Um sumarið sá ég um leikjanámskeið hjá Breiðablik. Í byrjun júlí fórum við Erling til Costa Del Sol. Þar hittum við Birnu og Elías. Birna hafði verið að vinna með mér hjá Planet Pulse og Elías er unnusti hennar. Þau voru tiltölulega nýbyrjuð saman eins og við. Við fjögur skemmtum okkur konunglega, borðuð góðan mat og sungum íslenska slagara á ströndinni. Um haustið fór ég að þjálfa fimleika hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði. Erling var að vinna í Nepal í Borgarnesi og keyrði á milli annan hvern dag. Hina dagana vann hann heiman frá okkur.
2004: Eftir nokkuð langa leit keyptum við okkar fyrstu íbúð í marsmánuði. Við héldum heljar innflutningspartý og buðum öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að standsetja íbúðina. Þann 30. apríl fengum við gleðifréttir. Í fyrsta lagi fékk Erling nýja vinnu í KB-banka sem hentaði betur fjarlægðinnar vegna og í öðru lagi komumst við að því að við ættum von á barni. Þann 10. maí fagnaði pabbi fimmtugs afmæli en hélt það þann 8. á afmælisdegi Erlings. Afmælið hans var skemmtilegt með tilheyrandi ræðuhöldum og skemmtilegheitum. Við systkinin tróðum upp ásamt mökum okkar. Við sömdum annál um ævi pabba.
Helgina á eftir hélt Erling upp á 25 ára afmælið sitt í bústaðnum hennar Ömmu Unnar. Það var ótrúlega vel heppnað og skemmtilegt Eurovision-afmæli.
Eftir mikla ógleði og veikindi í byrjun meðgöngu flugum við til Calpe á Spáni í júlí. Þar vorum við með þeim Birnu, Elíasi, Önnu Sig, Ella og börnum. Það voru yndislegar 2 vikur og með þeim bestu á meðgöngunni. Afgangurinn á árinu fóru að mestu í hreiðurgerð og bið eftir krílinu.
2005: Árið var sprengt upp með pompi og pragt og ég sjálf að springa og orðin þreytt á bið eftir frumburðinum. Þann 3. fæddist svo prinsessan og koma hennar í heiminn er það yndislegasta sem ég hef upplifað (fyrir utan þá fæðinguna). Fyrstu mánuðir ársins fóru í aðlögun fyrir okkur foreldrana. Í átta vikur grét prinsessan a.m.k. 2 klukkutíma á dag vegna ungbarnakveisu. Eftir höfuð- beina og spjaldhryggsmeðferð varð þó eins og skrúfað væri fyrir og gráturinn hætti. Í júlí fórum við mæðgur ásamt Ingu Dís og börnum til Spánar. Þar lágum við í sólbaði í viku.
Um haustið fór litla fjölskyldan í ógleymanlega ferð til Ameríku. Við fórum til Richmond, Kitty-Hawk og Indianapolis þar fórum við í ógleymanlegt brúðkaup til Bruce og Valerie. Bruce er skólafélagi Erling frá Ameríku. Eftir vikudvöl þar flugum við til Orlando og hittum Sigrúnu, Jón Gest og fjölskyldu. Þar áttum við yndislegar 2 vikur í húsi sem við leigðum í Ventura. Það var fórum við í Disney-World, Universal Studios og svo var að sjálfsögðu verslað fyrir heiminn. Þegar heim var komið staldraði Erling bara nokkra daga og var svo floginn á vegum KB-banka til Sidney. Þaðan fór hann til Singapore og heimsótti Einsa vin sinn. Einsi var að vinna með Erling hjá Nepal. Hann dvaldi alls 10 daga og fékk ég að spreyta mig sem einstæð móðir og vá ég tek ofan fyrir þeim. Í lok oktber fór ég í vinnuferð með kollegum mínum úr Digranesskóla, við heimsóttum skóla í Dublin.
Í nóvember ákvað ég að taka við deildarstjórastöðu á leikskólanum Fífusölum. Ég myndi hefja störf um leið og fæðingarorlofi lyki í janúar 2006. Með því að ráða mig hafði ég tryggt dóttur minni leikskólapláss á sama stað.
2006: Í janúar byrjaði ég á leikskólanum og við héldum einnig upp á eins árs afmæli frumburðarins.
Katrín Ýr byrjaði í aðlögun á leikskólanum í febrúar. Aðlögunin gekk til að byrja með vel en svo tóku við endalaus veikindi. Í tvo mánuði vorum við Erling meira og minna heima með veikt barn. Að lokum ákvað HNE-læknir að Katrín Ýr færi í rör og eftir það hefur allt gengið betur.
Í mars ákvað ég að sækja um mastersnám við HÍ. Ég sótti um tvennt mannauðsstjórnum og frétta- og blaðamennsku og komst inn í bæði. Ég ákvað svo eftir mikla hugsun að fara í mannauðsstjórnun. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun og hlakka til haustins og því sem framtíðin ber í skauti.

Elsku þið takk fyrir frábæran áratug!
d.þriðjudagur, maí 23, 2006

Haldiði að kellingin sé ekki komin inn í Masterinn í Háskólanum. Sótti um Mannauðsstjórnun og Blaða- og fréttamennsku og komst inn í bæði. Ótrúlegt en satt og nú veit ég bara ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Bíð eftir að lítill fugl hvísli mér svarið;)

d.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Jæja hvað segiði um Eurovision? Ég segi bara pass.
Annars er allt að verða vitlaust í samkvæmislífinu. Við Erling erum alls boðin í 8 brúðkaup og amk 10 þrítugsafmæli á þessu ári. Erum gjörsamlega að kafna í viðburðum, alveg kannski of mikið af því góða.. híhíh... Vorum í bryllupi hjá Siggu Lísu og Jonna síðustu helgi þessa helgi eru Sigrún og Jón svo að gifta sig.
Við Erling erum bæði byrjuð í nýjasta æðinu, nefnilega, Boot-Camp. Það er ekkert smá gaman:D mæli sko alveg með þessu.
Katrín Ýr litla krútt er búin að vera fárveik í dag:( Ekki gaman, gubbar bara og gubbar og er með bullandi hita. Er búin að vera voða lítil í sér og vill bara vera í fangi. Hún er að lúlla núna amk í bili. Þá hringir síminn.
d.